Kosningin á íþróttamanni ársins var afar jöfn að þessu sinni og hefur ekki verið eins jöfn í áraraðir. Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður var aðeins 24 stigum á eftir Alexander Peterssyni.
Alls fengu 26 íþróttamenn atkvæði í kjörinu að þessu sinni en 21 íþróttafréttamaður gaf atkvæði og skilaði inn lista með nöfnum þeirra tíu einstaklinga sem viðkomandi fannst skara fram úr á síðasta ári.
Hér að neðan má sjá lista yfir þá íþróttamenn sem fengu atkvæði að þessu sinni.
1. Alexander Petersson, handbolti 307 stig
2. Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna 283
3. Íris Mist Magnúsdóttir, hópfimleikar 171
4. Aron Pálmarsson, handbolti 123
5. Arnór Atlason, handbolti 105
6. Ólafur Stefánsson, handbolti 102
7. Hlynur Bæringsson, körfubolti 65
8. Helga Margrét Þorsteinsdóttir, frjálsar 62
9. Hólmfríður Magnúsdóttir, knattspyrna 61
10. Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund 47
11. Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsar 40
12. Róbert Gunnarsson, handbolti 30
13.- 14. Þóra B. Helgadóttir, knattspyrna 25
13.- 14. Birgir Leifur Hafþórsson, golf 25
15. Helena Sverrisdóttir, körfubolti 19
16. Grétar Rafn Steinsson, knattspyrna 17
17. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, handbolti 13
18. Ragna Ingólfsdóttir, badminton 9
19. Alfreð Finnbogason, knattspyrna 8
20. Björgvin Páll Gústavsson, handbolti 5
21. Ragnheiður Ragnarsdóttir, sund 4
22. Jón Margeir Sverrisson, sund 3
23.- 24. Sölvi Geir Ottesen, knattspyrna 2
23.- 24. Jakob Jóhann Sveinsson, sund 2
25.- 26. Björgvin Björgvinsson, skíði 1
25.- 26. Auðunn Jónsson, kraftlyftingar 1