Spáhundurinn Pamela hefur aðeins sótt í sig veðrið í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 Sport 2 að undanförnu eftir skelfilega byrjun í „starfi" sínu. Í Sunnudagsmessunni í gær fékk Pamela það hlutverk að spá því hvaða lið verður enskur meistari í vor og voru fimm lið sem komu til greina.
Manchester United, Manchester City, Arsenal, Chelsea og Tottenham. Pamela var ekki lengi að velja liðið og spurning er hvort hundurinn hafi síðan rétt fyrir sér?