Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður, hefur gert nýjan eins árs samning við sænska úrvalsdeildarfélagið Djurgården.
Þetta kemur fram á Fótbolti.net. Guðbjörgu stóð til boða að ganga til liðs við lið í þýsku úrvalsdeildinni og hún fékk einnig tilboð frá öðrum liðum í Svíþjóð.
Hún valdi hins vegar að vera áfram í Svíþjóð.
„Ástæðan fyrir því að ég var svona lengi að ákveða mig var að ég íhugaði alvarlega að flytja og fara til Þýskalands," sagði hún.
Alls verða fjórir íslenskir markverðir í sænsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Auk Guðbjargar ver Þóra B. Helgadóttir mark Malmö en þær María Björg Ágústsdóttir og Sandra Sigurðardóttir sömdu í haust við sænsk lið.
Guðbjörg áfram hjá Djurgården
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Einhenta undrið ekki í NBA
Körfubolti

Leikur Chelsea og Benfica blásinn af
Fótbolti




Penninn á lofti í Keflavík
Körfubolti

