Hárdoktorinn kveður Ísland 28. janúar 2011 11:30 Jón Atli Helgason flytur búferlum til Danmerkur í byrjun næstu viku. Þar mun hann sinna tónlist og plötusnúðamennsku.fréttablaðið/vilhelm Plötusnúðurinn Jón Atli Helgason flytur til Danmerkur í byrjun næstu viku. Þar mun hann meðal annars starfa sem plötusnúður ásamt því að spila á bassa inn á plötu með danska plötusnúðnum Kasper Björke. Jón Atli hyggst dvelja í Danmörku í það minnsta fram á sumar en telur ekki ólíklegt að hann verði lengur en það. Aðspurður segist hann spenntur fyrir flutningunum og þeim verkefnum sem bíða hans. „Ég er búinn að fá alveg nóg," segir hann og slær á létta strengi. „Nei, ástæðan fyrir því að ég er að fara er sú að mig langar að geta sinnt tónlistinni betur. Mér finnst svo gaman að vinna sem plötusnúður en hér heima eru voðalega fáir staðir til að spila á ef maður spilar „house"-tónlist. Það er mun auðveldara að koma sér á framfæri og redda sér verkefnum úti heldur en hér," útskýrir hann. Jón Atli kemur fram undir sviðsnafninu Sexy Lazer þegar hann þeytir skífum og hefur þegar bókað þó nokkur verkefni bæði í Kaupmannahöfn og víðar. „Ég hef tekið að mér verkefni tengd tískuvikunni í Kaupmannahöfn sem hefst í næstu viku og svo mun ég spila á karnivali í Köln í mars. Ég ætla líka að halda eitthvað áfram að klippa hár og mögulega hanna kaffihús þannig að maður er ekki verkefnalaus," segir Jón Atli, sem hefur verið einn vinsælasti klippari landsins undanfarin ár. Jón Atli segist ekki vera búinn að pakka fyrir ferðina og viðurkennir að hann kvíði því helst að þurfa að tæma fataskápinn. „Systir mín verður í íbúðinni á meðan ég er í burtu, sem er mjög þægilegt. Ég þarf ekki einu sinni að hafa fyrir því að taka fjölskyldumyndirnar niður af veggnum. Erfiðasta verkefnið verður að velja úr fataskápnum," segir hann að lokum og hlær. sara@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Sjá meira
Plötusnúðurinn Jón Atli Helgason flytur til Danmerkur í byrjun næstu viku. Þar mun hann meðal annars starfa sem plötusnúður ásamt því að spila á bassa inn á plötu með danska plötusnúðnum Kasper Björke. Jón Atli hyggst dvelja í Danmörku í það minnsta fram á sumar en telur ekki ólíklegt að hann verði lengur en það. Aðspurður segist hann spenntur fyrir flutningunum og þeim verkefnum sem bíða hans. „Ég er búinn að fá alveg nóg," segir hann og slær á létta strengi. „Nei, ástæðan fyrir því að ég er að fara er sú að mig langar að geta sinnt tónlistinni betur. Mér finnst svo gaman að vinna sem plötusnúður en hér heima eru voðalega fáir staðir til að spila á ef maður spilar „house"-tónlist. Það er mun auðveldara að koma sér á framfæri og redda sér verkefnum úti heldur en hér," útskýrir hann. Jón Atli kemur fram undir sviðsnafninu Sexy Lazer þegar hann þeytir skífum og hefur þegar bókað þó nokkur verkefni bæði í Kaupmannahöfn og víðar. „Ég hef tekið að mér verkefni tengd tískuvikunni í Kaupmannahöfn sem hefst í næstu viku og svo mun ég spila á karnivali í Köln í mars. Ég ætla líka að halda eitthvað áfram að klippa hár og mögulega hanna kaffihús þannig að maður er ekki verkefnalaus," segir Jón Atli, sem hefur verið einn vinsælasti klippari landsins undanfarin ár. Jón Atli segist ekki vera búinn að pakka fyrir ferðina og viðurkennir að hann kvíði því helst að þurfa að tæma fataskápinn. „Systir mín verður í íbúðinni á meðan ég er í burtu, sem er mjög þægilegt. Ég þarf ekki einu sinni að hafa fyrir því að taka fjölskyldumyndirnar niður af veggnum. Erfiðasta verkefnið verður að velja úr fataskápnum," segir hann að lokum og hlær. sara@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Sjá meira