Dregið var í undanúrslit í Powerade-bikarkeppni karla og kvenna í dag en útlit er fyrir spennandi viðureignir um sæti í sjálfum úrslitaleiknum.
Efstu tvö liðin í Iceland Express-deild kvenna, drógust ekki saman. KR fær Hamar í heimsókn og Njarðvík mætir Keflavík í Suðurnesjaslag.
Karlamegin fær KR lið Tindastóls frá Sauðárkróki í heimsókn. Í hinni viðureigninni eigast við lið Hauka og Grindavíkur.
Undanúrslitin fara fram dagana 5.-6. febrúar og úrslitaleikirnir þann 19. febrúar.
Nánar verður fjallað um leikina á Vísi síðar í dag.