Ballið á Bessastöðum: Snotur lítil leikhúsplata Trausti Júlíusson skrifar 22. febrúar 2011 00:01 Ballið á Bessastöðum. Tónlist Ballið á Bessastöðum Tónlist úr leikriti Snotur lítil leikhúsplata Á þessari plötu eru níu lög eftir Braga Valdimar Skúlason við texta eftir Gerði Kristnýju og Braga. Þau eru hluti af leiksýningunni Ballið á Bessastöðum sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu. Bragi Valdimar er rómaður textahöfundur en hann er alltaf að sýna það betur og betur að hann er líka liðtækur lagasmiður. Hann sló í gegn með eftirminnilegum hætti á plötunni Diskóeyjunni í fyrra og þó að það vanti töluvert upp á að Ballið nái sömu hæðum og Eyjan er þetta samt ágæt leikhúspoppplata og lagasmíðarnar alls ekki slæmar. Platan er unnin í poppverksmiðju Kidda og Memfismafíunnar, sem tryggir flottan hljóm og fyrsta flokks hljóðfæraleik. Útsetningarnar eru nokkuð fjölbreyttar. Poppið fær á sig reggíblæ í titillaginu og annars staðar má heyra diskó, kántrí og fleiri tilbrigði. Eins og eðlilegt er við leikhústónlist af þessu tagi eru raddirnar hátt mixaðar þannig að textarnir komist vel til skila. Leikarar sýningarinnar sjá um sönginn að mestu og skila honum ágætlega, en Sigurður Guðmundsson syngur Fagrar litlar diskókýr og Valdimar (úr samnefndri sveit) og Sigríður Thorlacius syngja Söng bráðkvadda bakarans. Lögin níu fylgja svo án söngs, sem er vel til fundið því þau virka ekki síður vel þannig. Á heildina litið snotrasta poppplata. Niðurstaða: Fín leikhúspoppplata úr verksmiðju Memfismafíunnar. Lífið Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist Ballið á Bessastöðum Tónlist úr leikriti Snotur lítil leikhúsplata Á þessari plötu eru níu lög eftir Braga Valdimar Skúlason við texta eftir Gerði Kristnýju og Braga. Þau eru hluti af leiksýningunni Ballið á Bessastöðum sem nú er sýnt í Þjóðleikhúsinu. Bragi Valdimar er rómaður textahöfundur en hann er alltaf að sýna það betur og betur að hann er líka liðtækur lagasmiður. Hann sló í gegn með eftirminnilegum hætti á plötunni Diskóeyjunni í fyrra og þó að það vanti töluvert upp á að Ballið nái sömu hæðum og Eyjan er þetta samt ágæt leikhúspoppplata og lagasmíðarnar alls ekki slæmar. Platan er unnin í poppverksmiðju Kidda og Memfismafíunnar, sem tryggir flottan hljóm og fyrsta flokks hljóðfæraleik. Útsetningarnar eru nokkuð fjölbreyttar. Poppið fær á sig reggíblæ í titillaginu og annars staðar má heyra diskó, kántrí og fleiri tilbrigði. Eins og eðlilegt er við leikhústónlist af þessu tagi eru raddirnar hátt mixaðar þannig að textarnir komist vel til skila. Leikarar sýningarinnar sjá um sönginn að mestu og skila honum ágætlega, en Sigurður Guðmundsson syngur Fagrar litlar diskókýr og Valdimar (úr samnefndri sveit) og Sigríður Thorlacius syngja Söng bráðkvadda bakarans. Lögin níu fylgja svo án söngs, sem er vel til fundið því þau virka ekki síður vel þannig. Á heildina litið snotrasta poppplata. Niðurstaða: Fín leikhúspoppplata úr verksmiðju Memfismafíunnar.
Lífið Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira