Hagrætt í þágu skattgreiðenda Ólafur Þ. Stephensen skrifar 23. febrúar 2011 11:00 Fjárhagsleg endurskipulagning sparisjóðakerfisins stendur nú yfir og á að sjá fyrir endann á henni á næstu vikum, eins og sagt var frá í úttekt Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins, í síðustu viku. Skattgreiðendur hafa verið búnir undir að þeir muni þurfa að leggja talsvert fé, jafnvel á bilinu 12 til 20 milljarða, í Sparisjóð Keflavíkur til að halda honum gangandi. Staða sparisjóðsins er hins vegar enn óljós og talsmaður fjármálaráðuneytisins vildi ekkert tjá sig við Markaðinn um upphæðir fyrr en hún skýrðist betur. Eitt er hins vegar ljóst. Það er ekki hægt að fara fram á að skattgreiðendur leggi fé í óbreyttan rekstur, til dæmis á Sparisjóði Keflavíkur. Sá sparisjóður rekur sex útibú á Suðurnesjum og átta á Vestfjörðum. Stóru viðskiptabankarnir komast af með eitt útibú á hvoru svæði og telja ekki rekstrargrundvöll fyrir fleirum. Í þessu kerfi hlýtur að þurfa að hagræða duglega ef verja á peningum almennings til að halda því gangandi. Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslu ríkisins, segir í samtali við Markaðinn að ekki eigi að útiloka neitt við endurskipulagningu sparisjóðakerfisins. Til greina komi að sameina tvo eða fleiri sjóði í einn, loka útibúum og selja eignir út úr kerfinu, til dæmis upplýsingatæknifyrirtækið Teris. Elín segir sparisjóðina hafa byggt upp dýrt kerfi og það verði að breytast. Staðreyndin er sú að íslenzkir bankar og sparisjóðir reka allt of mörg útibú og eru með of margt fólk í vinnu miðað við það sem gerist í nágrannalöndunum. Í ársskýrslu Bankasýslunnar kemur fram að þrátt fyrir bankahrun og fækkun starfsfólks í fjármálastofnunum er hlutfall bankastarfsmanna á vinnumarkaði áfram eitthvert það hæsta á Vesturlöndum. Íbúar á hvert bankaútibú eru hér líka miklu færri en víðast gerist. Svo virðist sem íslenzkar fjármálastofnanir hafi ekki náð að nýta til fulls þau tækifæri sem liggja til dæmis í bankaþjónustu á netinu, þar sem flestir geta nú sinnt öllum algengustu erindum við bankann sinn í tölvunni heima. Sparisjóðirnir reka þriðjung allra bankaútibúa á landinu, sem er langt umfram það sem markaðshlutdeild þeirra segir til um. Hagræðingartækifærin liggja líka í augum uppi hjá öðrum fjármálastofnunum. Landsbankinn, sem nú er ríkisbanki, rekur enn níu útibú á Austurlandi, svo dæmi sé tekið. Það er alveg áreiðanlega of dýr rekstur, sérstaklega ef skattgreiðendur vilja fá eðlilega ávöxtun á það fé sem þeir hafa lagt bankanum til. Reglan er sú að þegar bankaútibúi er lokað eða það sameinað nágrannaútibúinu rís mikil mótmælaalda. Það væri miklu nær að skattgreiðendur fögnuðu duglega í hvert skipti sem hagrætt er í óhagkvæmu bankakerfi. Sérhver lokun dregur úr líkunum á því að skattgreiðendur þurfi að leggja meira af sínum peningum í fjármálakerfið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Fjárhagsleg endurskipulagning sparisjóðakerfisins stendur nú yfir og á að sjá fyrir endann á henni á næstu vikum, eins og sagt var frá í úttekt Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins, í síðustu viku. Skattgreiðendur hafa verið búnir undir að þeir muni þurfa að leggja talsvert fé, jafnvel á bilinu 12 til 20 milljarða, í Sparisjóð Keflavíkur til að halda honum gangandi. Staða sparisjóðsins er hins vegar enn óljós og talsmaður fjármálaráðuneytisins vildi ekkert tjá sig við Markaðinn um upphæðir fyrr en hún skýrðist betur. Eitt er hins vegar ljóst. Það er ekki hægt að fara fram á að skattgreiðendur leggi fé í óbreyttan rekstur, til dæmis á Sparisjóði Keflavíkur. Sá sparisjóður rekur sex útibú á Suðurnesjum og átta á Vestfjörðum. Stóru viðskiptabankarnir komast af með eitt útibú á hvoru svæði og telja ekki rekstrargrundvöll fyrir fleirum. Í þessu kerfi hlýtur að þurfa að hagræða duglega ef verja á peningum almennings til að halda því gangandi. Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslu ríkisins, segir í samtali við Markaðinn að ekki eigi að útiloka neitt við endurskipulagningu sparisjóðakerfisins. Til greina komi að sameina tvo eða fleiri sjóði í einn, loka útibúum og selja eignir út úr kerfinu, til dæmis upplýsingatæknifyrirtækið Teris. Elín segir sparisjóðina hafa byggt upp dýrt kerfi og það verði að breytast. Staðreyndin er sú að íslenzkir bankar og sparisjóðir reka allt of mörg útibú og eru með of margt fólk í vinnu miðað við það sem gerist í nágrannalöndunum. Í ársskýrslu Bankasýslunnar kemur fram að þrátt fyrir bankahrun og fækkun starfsfólks í fjármálastofnunum er hlutfall bankastarfsmanna á vinnumarkaði áfram eitthvert það hæsta á Vesturlöndum. Íbúar á hvert bankaútibú eru hér líka miklu færri en víðast gerist. Svo virðist sem íslenzkar fjármálastofnanir hafi ekki náð að nýta til fulls þau tækifæri sem liggja til dæmis í bankaþjónustu á netinu, þar sem flestir geta nú sinnt öllum algengustu erindum við bankann sinn í tölvunni heima. Sparisjóðirnir reka þriðjung allra bankaútibúa á landinu, sem er langt umfram það sem markaðshlutdeild þeirra segir til um. Hagræðingartækifærin liggja líka í augum uppi hjá öðrum fjármálastofnunum. Landsbankinn, sem nú er ríkisbanki, rekur enn níu útibú á Austurlandi, svo dæmi sé tekið. Það er alveg áreiðanlega of dýr rekstur, sérstaklega ef skattgreiðendur vilja fá eðlilega ávöxtun á það fé sem þeir hafa lagt bankanum til. Reglan er sú að þegar bankaútibúi er lokað eða það sameinað nágrannaútibúinu rís mikil mótmælaalda. Það væri miklu nær að skattgreiðendur fögnuðu duglega í hvert skipti sem hagrætt er í óhagkvæmu bankakerfi. Sérhver lokun dregur úr líkunum á því að skattgreiðendur þurfi að leggja meira af sínum peningum í fjármálakerfið.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun