100% keyrsla frá upphafi til enda Popp skrifar 28. febrúar 2011 06:00 Killzone 3 gerist jafnt í geysistórum geimskipum sem ísilögðum hernaðarbækistöðvum. Tölvuleikir Killzone 3 Gagnrýni úr Popp í Fréttablaðinu Það er ekkert grín að verða skilinn eftir á óvinveittri plánetu eftir misheppnaða innrás. Þetta er raunveruleikinn sem blasir við söguhetjunum í Killzone 3. Söguþráður þessa nýja kafla í epískri stríðsseríu Guerrilla Games hefst nákvæmlega þar sem Killzone 2 lauk. Þessi söguþráður er kannski ekki ýkja merkilegur en leikurinn má eiga það að hann slær ekkert af. Hann er á 100% keyrslu allan tímann og það er aldrei dautt andartak. Killzone 3, líkt og forveri hans, státar af þeirri nýbreytni að bjóða upp á „cover system", það er að segja að menn geta leitað sér skjóls undan stöðugri skothríð óvinanna á bak við bíla, veggi og fleira í þeim dúr. Kerfi af þessu tagi er nánast skylda í þriðju persónu skotleikjum en afar sjaldséð í fyrstu persónu skotleikjum. Það sem virðist kannski í fyrstu vera óþægileg viðbót reynist, þegar á spilun líður, nauðsynlegur hluti af leiknum og maður furðar sig á því að fleiri leikir státi ekki af svona kerfi. Killzone 3 er með framúrskarandi grafík og hljóð. Því miður á undirritaður ekki þrívíddarsjónvarp svo að ekki var unnt að prófa þrívíddarfídus leiksins. Move-hlutinn var hins vegar prufukeyrður og hann virkar þrusuvel, þó svo að tilfinningin af Move-spilun væri eflaust mun betri með Sharpshooter-statífinu sem er væntanlegt í verslanir. Eins og góðum skotleik sæmir býður Killzone 3 upp á fjölspilun á netinu, en vefþjónarnir hafa fram til þessa verið lokaðir og því er ekki unnt að prufukeyra netspilunina. Leikurinn er þó með svokallað Bot-mode þar sem leikmenn geta prufukeyrt netspilunarhlutann á móti tölvustýrðum andstæðingum. Þar geta menn æft sig í vernduðu umhverfi án þess að þurfa að hlusta á sorakjaft annarra leikmanna. Auk þess geta tveir leikmenn spilað saman í gegnum söguþráð leiksins, en það er mikill galli að sá spilunarmöguleiki virkar ekki í gegnum netið, einungis á deiliskjá (splitscreen). Killzone 3 er virkilega góður leikur og skyldueign fyrir þá sem vilja sjá hvernig næfurþunnri sögu leikjaseríunnar vindur áfram. Leikurinn er í raun adrenalínsprengja frá upphafi til enda og það er varla hægt að kvarta undan því. Spilun: 4/5 Grafík: 5/5 Hljóð: 5/5Ending: 4/5 Niðurstaða: 5/5 Mest lesið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Irv Gotti er látinn Lífið Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Tölvuleikir Killzone 3 Gagnrýni úr Popp í Fréttablaðinu Það er ekkert grín að verða skilinn eftir á óvinveittri plánetu eftir misheppnaða innrás. Þetta er raunveruleikinn sem blasir við söguhetjunum í Killzone 3. Söguþráður þessa nýja kafla í epískri stríðsseríu Guerrilla Games hefst nákvæmlega þar sem Killzone 2 lauk. Þessi söguþráður er kannski ekki ýkja merkilegur en leikurinn má eiga það að hann slær ekkert af. Hann er á 100% keyrslu allan tímann og það er aldrei dautt andartak. Killzone 3, líkt og forveri hans, státar af þeirri nýbreytni að bjóða upp á „cover system", það er að segja að menn geta leitað sér skjóls undan stöðugri skothríð óvinanna á bak við bíla, veggi og fleira í þeim dúr. Kerfi af þessu tagi er nánast skylda í þriðju persónu skotleikjum en afar sjaldséð í fyrstu persónu skotleikjum. Það sem virðist kannski í fyrstu vera óþægileg viðbót reynist, þegar á spilun líður, nauðsynlegur hluti af leiknum og maður furðar sig á því að fleiri leikir státi ekki af svona kerfi. Killzone 3 er með framúrskarandi grafík og hljóð. Því miður á undirritaður ekki þrívíddarsjónvarp svo að ekki var unnt að prófa þrívíddarfídus leiksins. Move-hlutinn var hins vegar prufukeyrður og hann virkar þrusuvel, þó svo að tilfinningin af Move-spilun væri eflaust mun betri með Sharpshooter-statífinu sem er væntanlegt í verslanir. Eins og góðum skotleik sæmir býður Killzone 3 upp á fjölspilun á netinu, en vefþjónarnir hafa fram til þessa verið lokaðir og því er ekki unnt að prufukeyra netspilunina. Leikurinn er þó með svokallað Bot-mode þar sem leikmenn geta prufukeyrt netspilunarhlutann á móti tölvustýrðum andstæðingum. Þar geta menn æft sig í vernduðu umhverfi án þess að þurfa að hlusta á sorakjaft annarra leikmanna. Auk þess geta tveir leikmenn spilað saman í gegnum söguþráð leiksins, en það er mikill galli að sá spilunarmöguleiki virkar ekki í gegnum netið, einungis á deiliskjá (splitscreen). Killzone 3 er virkilega góður leikur og skyldueign fyrir þá sem vilja sjá hvernig næfurþunnri sögu leikjaseríunnar vindur áfram. Leikurinn er í raun adrenalínsprengja frá upphafi til enda og það er varla hægt að kvarta undan því. Spilun: 4/5 Grafík: 5/5 Hljóð: 5/5Ending: 4/5 Niðurstaða: 5/5
Mest lesið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Irv Gotti er látinn Lífið Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Fleiri fréttir Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira