Vonbrigði Atli Fannar Bjarkarson skrifar 25. febrúar 2011 00:01 Tónlist Radiohead - The King of Limbs Topplög: Little By Little, Lotus Flower, Codex Aðdáendur Radiohead fögnuðu á dögunum þegar hljómsveitin tilkynnti fyrirvaralaust að ný plata væri handan við hornið. Nokkrum dögum síðar var hún komin: King of Limbs, áttunda breiðskífa hljómsveitarinnar sem virðist ekki geta misstigið sig. Eða hvað? The King of Limbs er tormelt plata. Það er gott og blessað, enda bjóst enginn við auðveldri plötu frá Radiohead. Platan er lágstemmd, tilraunakennd og nei, ekki eins góð og við mátti búast frá jafn frábærri hljómsveit. Radiohead veldur vonbrigðum. Þrátt fyrir digurbarkalega yfirlýsingu í titlinum þá kemst The King of Limbs ekki með tærnar þar sem síðasta plata Radiohead, In Rainbows, hefur hælana. Lög á borð við Nude, Weird Fishes/Arpeggi, All I Need og Reckoner eru ljósárum framar öllu sem útlimakonungurinn býður upp á. In Rainbows markaði á sínum tíma einhvers konar tímamót í sögu Radiohead. Hljómsveitin virtist vera frjáls undan pressunni að skapa nýjan hljóm eftir að hafa sett ný tilraunakennd viðmið á plötum á borð við Kid A og Amnesiac. The King of Limbs er skref aftur á bak að því leyti að hljómsveitin er aftur byrjuð að gera tilraunir. Tilraunir sem reynast í þetta skipti ekkert sérstaklega farsælar. Platan er rislítil og skortir melódíu sem hljómsveitin hefur hingað til verið óhrædd við að bera á borð. Platan er samt ekki slæm. Þvert á móti er The King of Limbs fínasta plata. Smáskífulagið Lotus Flower er flott, rétt eins og hið rólega Codex og Little By Little sem gæti alveg eins verið á plötunni Amnesiac. Flott lög. Fínustu lög. Já já. Það væri nóg ef við værum að tala um einhverja aðra hljómsveit en Radiohead. Eins leiðinlegt og það er að verða fyrir vonbrigðum með Radiohead-plötu þá er á sama tíma léttir að sjá að hljómsveitin er ekki laus við veikleika. Radiohead er mannleg, gott fólk, en ég vona samt að næsta plata verði betri. Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira
Tónlist Radiohead - The King of Limbs Topplög: Little By Little, Lotus Flower, Codex Aðdáendur Radiohead fögnuðu á dögunum þegar hljómsveitin tilkynnti fyrirvaralaust að ný plata væri handan við hornið. Nokkrum dögum síðar var hún komin: King of Limbs, áttunda breiðskífa hljómsveitarinnar sem virðist ekki geta misstigið sig. Eða hvað? The King of Limbs er tormelt plata. Það er gott og blessað, enda bjóst enginn við auðveldri plötu frá Radiohead. Platan er lágstemmd, tilraunakennd og nei, ekki eins góð og við mátti búast frá jafn frábærri hljómsveit. Radiohead veldur vonbrigðum. Þrátt fyrir digurbarkalega yfirlýsingu í titlinum þá kemst The King of Limbs ekki með tærnar þar sem síðasta plata Radiohead, In Rainbows, hefur hælana. Lög á borð við Nude, Weird Fishes/Arpeggi, All I Need og Reckoner eru ljósárum framar öllu sem útlimakonungurinn býður upp á. In Rainbows markaði á sínum tíma einhvers konar tímamót í sögu Radiohead. Hljómsveitin virtist vera frjáls undan pressunni að skapa nýjan hljóm eftir að hafa sett ný tilraunakennd viðmið á plötum á borð við Kid A og Amnesiac. The King of Limbs er skref aftur á bak að því leyti að hljómsveitin er aftur byrjuð að gera tilraunir. Tilraunir sem reynast í þetta skipti ekkert sérstaklega farsælar. Platan er rislítil og skortir melódíu sem hljómsveitin hefur hingað til verið óhrædd við að bera á borð. Platan er samt ekki slæm. Þvert á móti er The King of Limbs fínasta plata. Smáskífulagið Lotus Flower er flott, rétt eins og hið rólega Codex og Little By Little sem gæti alveg eins verið á plötunni Amnesiac. Flott lög. Fínustu lög. Já já. Það væri nóg ef við værum að tala um einhverja aðra hljómsveit en Radiohead. Eins leiðinlegt og það er að verða fyrir vonbrigðum með Radiohead-plötu þá er á sama tíma léttir að sjá að hljómsveitin er ekki laus við veikleika. Radiohead er mannleg, gott fólk, en ég vona samt að næsta plata verði betri.
Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Sjá meira