Markaðurinn bíður átekta 24. febrúar 2011 06:00 Skuldatryggingarálag íslenska ríkisins var í gærmorgun 2,53 prósentustig (253 punktar). Álagið hefur lítillega hækkað síðan um helgi þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vísaði lögum um nýjan Icesave-samning til þjóðarinnar. Í umfjöllun IFS Greiningar í gær kemur fram að skuldatryggingarálag flestra evruríkja hafi farið hækkandi vegna aukinnar áhættufælni í kjölfar óeirða í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum. „Álagið var í 244 punktum," segir Eggert Þór Aðalsteinsson, sérfræðingur hjá IFS Greiningu, en var í gær komið í 253 punkta. Eggert segir að alþjóðamarkaðir hafi síðustu daga verið litaðir af mikilli áhættu. „Hlutabréf hafa lækkað og hávaxtamyntir hafa gefið eftir. Svo hefur olían náttúrlega hækkað snarlega." Eggert segir því ekki hægt að lesa það út úr þróun skuldatryggingarálags á Ísland að ákvörðun forsetans hafi haft áhrif á hana. „Þetta gæti allt eins verið í samræmi við aukinn óróleika á mörkuðum," segir hann en áréttar þó að varasamt kunni að vera að lesa of mikið úr tölum um skuldatryggingarálag, því markaður með skuldatryggingar sé ógagnsær og grunnur. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir viðbrögð við ákvörðun forsetans mun minni í ár en þau voru í fyrra og eigi það jafnt við um markað með skuldatryggingar og skuldabréf. „Í raun kom mér það svolítið á óvart," segir hún, en telur að sérfræðingar á markaði kunni að vera reynslunni ríkari frá því í fyrra þegar forsetinn vísaði fyrri Icesave-samningum til þjóðarinnar. „Núna er bara eins og verið sé að bíða eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar," segir hún. Þá telur Ásdís að niðurstaða skoðanakönnunar MMR, sem birt var eftir ákvörðun forsetans, um að meirihluti væri fyrir því að samþykkja nýjasta Icesave-samninginn kynni að hafa róað markaðinn. „Fyrst voru örlítil viðbrögð þótt þau væru ekki sterk, fyrirséð var að gjaldeyrishöft yrðu áfram og þar fram eftir götunum og menn héldu að lögunum yrði hafnað. En svo kom könnunin og þá gekk þetta svolítið til baka." Þá segir Ásdís líklegt að hreyfingu á markaði skuldatrygginga megi rekja til annarrar þróunar á alþjóðavísu, því væntanlega hefðu viðbrögð við ákvörðun forsetans, hefði til þeirra komið, orðið sterkari strax á mánudegi. „Í fyrra voru öll viðbrögð miklu sterkari, en núna er þetta allt öðru vísi." olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Skuldatryggingarálag íslenska ríkisins var í gærmorgun 2,53 prósentustig (253 punktar). Álagið hefur lítillega hækkað síðan um helgi þegar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vísaði lögum um nýjan Icesave-samning til þjóðarinnar. Í umfjöllun IFS Greiningar í gær kemur fram að skuldatryggingarálag flestra evruríkja hafi farið hækkandi vegna aukinnar áhættufælni í kjölfar óeirða í Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum. „Álagið var í 244 punktum," segir Eggert Þór Aðalsteinsson, sérfræðingur hjá IFS Greiningu, en var í gær komið í 253 punkta. Eggert segir að alþjóðamarkaðir hafi síðustu daga verið litaðir af mikilli áhættu. „Hlutabréf hafa lækkað og hávaxtamyntir hafa gefið eftir. Svo hefur olían náttúrlega hækkað snarlega." Eggert segir því ekki hægt að lesa það út úr þróun skuldatryggingarálags á Ísland að ákvörðun forsetans hafi haft áhrif á hana. „Þetta gæti allt eins verið í samræmi við aukinn óróleika á mörkuðum," segir hann en áréttar þó að varasamt kunni að vera að lesa of mikið úr tölum um skuldatryggingarálag, því markaður með skuldatryggingar sé ógagnsær og grunnur. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka, segir viðbrögð við ákvörðun forsetans mun minni í ár en þau voru í fyrra og eigi það jafnt við um markað með skuldatryggingar og skuldabréf. „Í raun kom mér það svolítið á óvart," segir hún, en telur að sérfræðingar á markaði kunni að vera reynslunni ríkari frá því í fyrra þegar forsetinn vísaði fyrri Icesave-samningum til þjóðarinnar. „Núna er bara eins og verið sé að bíða eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar," segir hún. Þá telur Ásdís að niðurstaða skoðanakönnunar MMR, sem birt var eftir ákvörðun forsetans, um að meirihluti væri fyrir því að samþykkja nýjasta Icesave-samninginn kynni að hafa róað markaðinn. „Fyrst voru örlítil viðbrögð þótt þau væru ekki sterk, fyrirséð var að gjaldeyrishöft yrðu áfram og þar fram eftir götunum og menn héldu að lögunum yrði hafnað. En svo kom könnunin og þá gekk þetta svolítið til baka." Þá segir Ásdís líklegt að hreyfingu á markaði skuldatrygginga megi rekja til annarrar þróunar á alþjóðavísu, því væntanlega hefðu viðbrögð við ákvörðun forsetans, hefði til þeirra komið, orðið sterkari strax á mánudegi. „Í fyrra voru öll viðbrögð miklu sterkari, en núna er þetta allt öðru vísi." olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun