Góð byrjun hjá Tom Tom 24. febrúar 2011 08:00 Tónlist **** Andefni Prince Valium Góð byrjun hjá TomTom Prince Valium er listamannsnafn Þorsteins Konráðs Ólafssonar, en hann hefur verið að búa til raftónlist í a.m.k. áratug. Ég man fyrst eftir honum á Stefnumótakvöldum tónlistarblaðsins Undirtóna, en hann átti einmitt sex lög á fyrsta Stefnumótadisknum árið 2001. Andefni er önnur sólóplata Prince Valium í fullri lengd. Sú fyrri, Andlaus, kom út hjá breska fyrirtækinu Resonant árið 2006 og fékk fínar viðtökur. Eins og nafnið gefur til kynna er tónlist Prince Valium í rólegri kantinum, þó að lögin á nýju plötunni séu reyndar misjafnlega hröð. Maður heyrir að hann er undir áhrifum frá gamalli ambient-tónlist en hann setur fleiri virk efni í blönduna og hefur þróað sitt eigið afbrigði sem hann er að vinna með. Andlaus var svolítið síðrokkskotin, en á Andefni er hljómurinn tærari og tónlistin bjartari og melódískari. Tólf lög eru á Andefni. Þau eru nokkuð fjölbreytt en það er góður heildarsvipur á plötunni sem gerir það að verkum að hún virkar vel spiluð í gegn, frá upphafi til enda. Andefni er fyrsta útgáfa nýrrar íslenskrar plötuútgáfu, TomTom Records, sem sérhæfir sig í raftónlist. Hún kemur út á stafrænu formi og er fáanleg í gegnum vefsíðu útgáfunnar www.tomtomrecords.com. Það er gleðiefni að ný raftónlistarútgáfa taki nú til starfa og óskandi að hún fái hljómgrunn. Hún byrjar í það minnsta vel, Andefni er flott plata og ágætur vitnisburður um þá fínu hluti sem fyrirfinnast í íslenskri raftónlist. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Björt og melódísk raftónlistarplata. Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist **** Andefni Prince Valium Góð byrjun hjá TomTom Prince Valium er listamannsnafn Þorsteins Konráðs Ólafssonar, en hann hefur verið að búa til raftónlist í a.m.k. áratug. Ég man fyrst eftir honum á Stefnumótakvöldum tónlistarblaðsins Undirtóna, en hann átti einmitt sex lög á fyrsta Stefnumótadisknum árið 2001. Andefni er önnur sólóplata Prince Valium í fullri lengd. Sú fyrri, Andlaus, kom út hjá breska fyrirtækinu Resonant árið 2006 og fékk fínar viðtökur. Eins og nafnið gefur til kynna er tónlist Prince Valium í rólegri kantinum, þó að lögin á nýju plötunni séu reyndar misjafnlega hröð. Maður heyrir að hann er undir áhrifum frá gamalli ambient-tónlist en hann setur fleiri virk efni í blönduna og hefur þróað sitt eigið afbrigði sem hann er að vinna með. Andlaus var svolítið síðrokkskotin, en á Andefni er hljómurinn tærari og tónlistin bjartari og melódískari. Tólf lög eru á Andefni. Þau eru nokkuð fjölbreytt en það er góður heildarsvipur á plötunni sem gerir það að verkum að hún virkar vel spiluð í gegn, frá upphafi til enda. Andefni er fyrsta útgáfa nýrrar íslenskrar plötuútgáfu, TomTom Records, sem sérhæfir sig í raftónlist. Hún kemur út á stafrænu formi og er fáanleg í gegnum vefsíðu útgáfunnar www.tomtomrecords.com. Það er gleðiefni að ný raftónlistarútgáfa taki nú til starfa og óskandi að hún fái hljómgrunn. Hún byrjar í það minnsta vel, Andefni er flott plata og ágætur vitnisburður um þá fínu hluti sem fyrirfinnast í íslenskri raftónlist. Trausti Júlíusson Niðurstaða: Björt og melódísk raftónlistarplata.
Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira