Fyrst tekið á aflandskrónum 25. febrúar 2011 05:00 Í gær Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og formaður samningahóps um gjaldmiðilsmál í viðræðum við ESB, og Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands, fluttu erindi og sátu fyrir svörum á fundi FKA í gærmorgun. Fréttablaðið/GVA Aðgerðir til að „flytja heim“ svokallaðar aflandskrónur gætu hafist mjög fljótlega, að sögn Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Hann upplýsti á fundi Félags kvenna í atvinnurekstri um aðildarviðræðurnar að Evrópusambandinu og valkosti í peningamálum í gær að verið væri að leggja lokahönd á áætlun um afnám gjaldeyrishafta. „Áætlunin verður væntanlega kynnt fyrir ríkisstjórn fyrir mánaðamótin,“ segir Már. Hann segir tvennt standa í vegi fyrir afnámi hafta. Annar lúti að bunka svokallaðra aflandskróna, en það eru krónubirgðir utan landsteinanna. „Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að næsta skref í afnámi gjaldeyrishaftanna væri að losa hann út og inn, ef svo mætti til orða taka.“ Nokkrar leiðir séu færar í þeim efnum svo sem með skiptiútboðum og skilyrta nýtingu aflandskróna í fjárfestingarverkefni hér innanlands sem ekki myndu veikja gengi krónunnar. „Og í gegnum þetta ferli reyna að minnka verulega þann mikla mun sem er á aflandsgenginu og álandsgenginu.“ Már áréttar að í þessu fyrra ferli afnáms hafta sé engum gjaldeyrisforða hætt, ólíkt í því seinna, þegar höftum yrði aflétt af útflæði gjaldeyris. „Þá skiptir máli að minnka verulega þann ótta sem verið hefur í gangi um að krónan muni falla einfaldlega af því að þessum höftum hafi verið létt,“ segir Már. Fyrsta skrefið í afnámi hafta segir Már geta tekið töluvert langan tíma, jafnvel nokkra mánuði og töluvert inn í þetta ár. „Til að stíga seinna skrefið verður að vera alveg tryggt að ríkissjóður Íslands hafi sýnt getu til að endurfjármagna sig á verðbréfamarkaði,“ segir Már. Að öðrum kosti verði ekki hægt að taka áhættuna á því að ganga á gjaldeyrisforða landsins í stuðningi við gjaldmiðilinn. Þar segir hann líka koma að vandamálinu með Icesave, því ríkissjóður geti ekki endurfjármagnað sig á markaði með það mál ólokið. Verði nýjum Icesave-samningi hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu segir Már viðbúið að lánshæfi ríkissjóðs myndi lækka og taka muni mjög langan tíma fyrir landið, með Icesave-deiluna óleysta, að komast á markaði. Hann bendir á að gjalddagar stórra lána nálgist hjá ríkinu, á þessu ári og því næsta og því yrði að herða mjög á söfnun gjaldeyrisforða til að geta mætt þeim, auk þess sem meiri niðurskurð þyrfti hjá ríkinu. „Við látum það ekki gerast að íslenska ríkið lendi í greiðsluþroti því það myndi hafa afleiðingar langt inn í framtíðina.“ Már segir að samningahópurinn um gjaldmiðilsmál í aðildarviðræðunum við ESB, sem hann fer fyrir, hafi fengið það veganesti að stefnt skyldi að evruaðild eins fljótt og auðið yrði. Leiðin að evrunni væri þó nokkuð löng. Landið þyrfti að ganga í ESB áður en til ERM II myntsamstarfs gæti komið og í því samstarfi þyrfti að vera í tvö ár hið minnsta áður en kæmi til upptöku evru. Þá þyrfti að uppfylla ýmis skilyrði önnur, svo sem að taka á athugasemdum ESB um að hér þyrfti að tryggja betur með lögum sjálfstæði Seðlabankans. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Sjá meira
Aðgerðir til að „flytja heim“ svokallaðar aflandskrónur gætu hafist mjög fljótlega, að sögn Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Hann upplýsti á fundi Félags kvenna í atvinnurekstri um aðildarviðræðurnar að Evrópusambandinu og valkosti í peningamálum í gær að verið væri að leggja lokahönd á áætlun um afnám gjaldeyrishafta. „Áætlunin verður væntanlega kynnt fyrir ríkisstjórn fyrir mánaðamótin,“ segir Már. Hann segir tvennt standa í vegi fyrir afnámi hafta. Annar lúti að bunka svokallaðra aflandskróna, en það eru krónubirgðir utan landsteinanna. „Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að næsta skref í afnámi gjaldeyrishaftanna væri að losa hann út og inn, ef svo mætti til orða taka.“ Nokkrar leiðir séu færar í þeim efnum svo sem með skiptiútboðum og skilyrta nýtingu aflandskróna í fjárfestingarverkefni hér innanlands sem ekki myndu veikja gengi krónunnar. „Og í gegnum þetta ferli reyna að minnka verulega þann mikla mun sem er á aflandsgenginu og álandsgenginu.“ Már áréttar að í þessu fyrra ferli afnáms hafta sé engum gjaldeyrisforða hætt, ólíkt í því seinna, þegar höftum yrði aflétt af útflæði gjaldeyris. „Þá skiptir máli að minnka verulega þann ótta sem verið hefur í gangi um að krónan muni falla einfaldlega af því að þessum höftum hafi verið létt,“ segir Már. Fyrsta skrefið í afnámi hafta segir Már geta tekið töluvert langan tíma, jafnvel nokkra mánuði og töluvert inn í þetta ár. „Til að stíga seinna skrefið verður að vera alveg tryggt að ríkissjóður Íslands hafi sýnt getu til að endurfjármagna sig á verðbréfamarkaði,“ segir Már. Að öðrum kosti verði ekki hægt að taka áhættuna á því að ganga á gjaldeyrisforða landsins í stuðningi við gjaldmiðilinn. Þar segir hann líka koma að vandamálinu með Icesave, því ríkissjóður geti ekki endurfjármagnað sig á markaði með það mál ólokið. Verði nýjum Icesave-samningi hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu segir Már viðbúið að lánshæfi ríkissjóðs myndi lækka og taka muni mjög langan tíma fyrir landið, með Icesave-deiluna óleysta, að komast á markaði. Hann bendir á að gjalddagar stórra lána nálgist hjá ríkinu, á þessu ári og því næsta og því yrði að herða mjög á söfnun gjaldeyrisforða til að geta mætt þeim, auk þess sem meiri niðurskurð þyrfti hjá ríkinu. „Við látum það ekki gerast að íslenska ríkið lendi í greiðsluþroti því það myndi hafa afleiðingar langt inn í framtíðina.“ Már segir að samningahópurinn um gjaldmiðilsmál í aðildarviðræðunum við ESB, sem hann fer fyrir, hafi fengið það veganesti að stefnt skyldi að evruaðild eins fljótt og auðið yrði. Leiðin að evrunni væri þó nokkuð löng. Landið þyrfti að ganga í ESB áður en til ERM II myntsamstarfs gæti komið og í því samstarfi þyrfti að vera í tvö ár hið minnsta áður en kæmi til upptöku evru. Þá þyrfti að uppfylla ýmis skilyrði önnur, svo sem að taka á athugasemdum ESB um að hér þyrfti að tryggja betur með lögum sjálfstæði Seðlabankans. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Sjá meira