Innlent

Tvö kærumál á borði landsdóms

Þarna kemur landsdómur saman.
Þarna kemur landsdómur saman.
Fyrsta opna þinghald landsdóms fer fram næsta þriðjudag klukkan eitt í Þjóðmenningarhúsinu. Fyrir dómnum liggur að úrskurða um tvö atriði.

Annars vegar þarf dómurinn að taka afstöðu til þess hvort Héraðsdómur Reykjavíkur skuli fjalla um frávísunarkröfu Geirs H. Haarde áður en úrskurðað verður um það hvort Sigríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, fær í hendur tugi skýrslna rannsóknarnefndar Alþingis frá Þjóðskjalasafni.

Héraðsdómur hafnaði því að taka kröfuna til greina á meðan málið væri enn á rannsóknarstigi en Geir kærði þann úrskurð til landsdóms. Hins vegar þarf landsdómur að úrskurða um þá kröfu Sigríðar að hún fái að leggja hald á tölvupósthólf Geirs úr forsætisráðherratíð hans.

Fyrst óskaði Sigríður eftir tölvupóstsamskiptum Geirs frá Þjóðskjalasafni. Hún féll síðan frá því þegar í ljós kom að þar var lítið að hafa og sneri sér að forsætisráðuneytinu.

Ráðuneytið hafnaði óskinni og Sigríður kaus að kæra þá ákvörðun beint til landsdóms, úr því að hann þurfti á annað borð að koma saman. Fljótlegra væri að fá endanlega niðurstöðu strax.- sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×