Indíánamynstur & litagleði 15. mars 2011 06:00 Tískuhúsið Proenza Schouler þykir með þeim mest spennandi um þessar mundir. Hönnunartvíeykið Jack McCollough og Lazaro Hernandez kynntist árið 1998 er þeir voru við nám í Parsons-hönnunarskólanum. McCollough og Hernandez sameinuðu krafta sína í útskriftarverkefni þeirra frá skólanum og slógu strax í gegn. Útskriftarlínan í heild sinni var keypt af hinni þekktu verslun Barneys New York og eftir það varð ekki aftur snúið. Ný haustlína tískuhússins var frumsýnd á tískuvikunni í New York fyrir stuttu og hafa McCollough og Hernandez fengið mikið lof fyrir hana. Fatnaðurinn er litríkur og klæðilegur og fengu hönnuðirnir innblásturinn að honum er þeir voru á ferðalagi um Santa Fe í Nýju Mexíkó. Þar heilluðust þeir af mynstri er prýddi teppi indíána og hönnuðu í kjölfarið sína eigin útgáfu af því.Hernandez og McCollough þakka fyrir sig að lokinni sýningu. Nafn tískuhússins er samsett úr eftirnöfnum mæðra þeirra beggja. Nordicphotos/gettyx Mest lesið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Lífið samstarf Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Tískuhúsið Proenza Schouler þykir með þeim mest spennandi um þessar mundir. Hönnunartvíeykið Jack McCollough og Lazaro Hernandez kynntist árið 1998 er þeir voru við nám í Parsons-hönnunarskólanum. McCollough og Hernandez sameinuðu krafta sína í útskriftarverkefni þeirra frá skólanum og slógu strax í gegn. Útskriftarlínan í heild sinni var keypt af hinni þekktu verslun Barneys New York og eftir það varð ekki aftur snúið. Ný haustlína tískuhússins var frumsýnd á tískuvikunni í New York fyrir stuttu og hafa McCollough og Hernandez fengið mikið lof fyrir hana. Fatnaðurinn er litríkur og klæðilegur og fengu hönnuðirnir innblásturinn að honum er þeir voru á ferðalagi um Santa Fe í Nýju Mexíkó. Þar heilluðust þeir af mynstri er prýddi teppi indíána og hönnuðu í kjölfarið sína eigin útgáfu af því.Hernandez og McCollough þakka fyrir sig að lokinni sýningu. Nafn tískuhússins er samsett úr eftirnöfnum mæðra þeirra beggja. Nordicphotos/gettyx
Mest lesið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Lífið samstarf Fleiri fréttir Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira