Bieber-æði á Íslandi: Koma grátandi út úr bíó Atli Fannar Bjarkason skrifar 4. mars 2011 00:01 Justin Bieber hefur unnið hjörtu íslensku kvenþjóðarinnar. „Fólk er að missa sig, það er bara þannig," segir Sigurður Victor Chelbat hjá Sambíóunum. Heimildarmyndin Never Say Never, sem fjallar um ævi, uppvöxt og nýtilkomnar vinsældir söngvarans Justins Bieber, hefur slegið í gegn á Íslandi. Yfir 5.000 manns hafa séð myndina frá því að hún var frumsýnd á föstudaginn í síðustu viku og gestirnir, sem eru að mestu leyti ungar stúlkur, virðast sýna einkenni Bieber-æðis sem hefur breiðst hratt út í Bandaríkjunum undanfarna mánuði. Dæmi er um að stúlkurnar komi grátandi út af sýningunum, samkvæmt Sigurði Victori. „Á laugardaginn í síðustu viku komu stelpur hágrenjandi út úr salnum og létu þau orð falla að þær ætluðu í þriðja skiptið á myndina daginn eftir," segir hann. Fréttablaðinu hefur borist fregnir af því að bíógestir taki upp síma og reyni að ná myndum af Justin Bieber á hvíta tjaldinu. Sigurður staðfestir að það hafi gerst. „Það hefur eitthvað borið á því að fólk öskri að hann sé að horfa á það og taki myndir," segir hann. „En snilldin er sú að myndin er í þrívídd sem gerir frekar erfitt að taka upp. Nema þetta séu algjörir snillingar."Íris Hólm.Þessi kanadíski hjartaknúsari, sem varð 17 ára á þriðjudaginn, hefur ekki aðeins unnið hug og hjörtu kjökrandi táningsstúlkna. Söngkonan Íris Hólm viðurkennir fúslega að hún sé haldin Bieber-æði, en hún fór með ungri systur sinni á myndina í vikunni og hefur ekki verið söm síðan. „Hann er stórkostlegur listamaður," segir Íris. Hún viðurkennir að hafa ekki búist við miklu af söngvaranum unga, enda hefur tónlistarbransinn framleitt mörg ungstirnin með hjálp nútímatækni í stað hæfileika. „En svo sá ég að hann er rosalega hæfileikaríkur. Hann spilar á fullt af hljóðfærum og hefur þurft að vinna mikið fyrir velgengni sinni." Eins og yngri aðdáendur söngvarans sleppti Íris tilfinningunum lausum og grét yfir myndinni. „Ég grét þegar litlu stelpurnar grétu; þegar hann missti röddina og varð að aflýsa tónleikum. Honum fannst það mjög erfitt. Ég grét líka þegar hann náði að selja upp tónleika í Madison Square Garden á 22 mínútum," segir Íris að lokum og játar að um gleði- og sorgartár hafi verið að ræða. Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
„Fólk er að missa sig, það er bara þannig," segir Sigurður Victor Chelbat hjá Sambíóunum. Heimildarmyndin Never Say Never, sem fjallar um ævi, uppvöxt og nýtilkomnar vinsældir söngvarans Justins Bieber, hefur slegið í gegn á Íslandi. Yfir 5.000 manns hafa séð myndina frá því að hún var frumsýnd á föstudaginn í síðustu viku og gestirnir, sem eru að mestu leyti ungar stúlkur, virðast sýna einkenni Bieber-æðis sem hefur breiðst hratt út í Bandaríkjunum undanfarna mánuði. Dæmi er um að stúlkurnar komi grátandi út af sýningunum, samkvæmt Sigurði Victori. „Á laugardaginn í síðustu viku komu stelpur hágrenjandi út úr salnum og létu þau orð falla að þær ætluðu í þriðja skiptið á myndina daginn eftir," segir hann. Fréttablaðinu hefur borist fregnir af því að bíógestir taki upp síma og reyni að ná myndum af Justin Bieber á hvíta tjaldinu. Sigurður staðfestir að það hafi gerst. „Það hefur eitthvað borið á því að fólk öskri að hann sé að horfa á það og taki myndir," segir hann. „En snilldin er sú að myndin er í þrívídd sem gerir frekar erfitt að taka upp. Nema þetta séu algjörir snillingar."Íris Hólm.Þessi kanadíski hjartaknúsari, sem varð 17 ára á þriðjudaginn, hefur ekki aðeins unnið hug og hjörtu kjökrandi táningsstúlkna. Söngkonan Íris Hólm viðurkennir fúslega að hún sé haldin Bieber-æði, en hún fór með ungri systur sinni á myndina í vikunni og hefur ekki verið söm síðan. „Hann er stórkostlegur listamaður," segir Íris. Hún viðurkennir að hafa ekki búist við miklu af söngvaranum unga, enda hefur tónlistarbransinn framleitt mörg ungstirnin með hjálp nútímatækni í stað hæfileika. „En svo sá ég að hann er rosalega hæfileikaríkur. Hann spilar á fullt af hljóðfærum og hefur þurft að vinna mikið fyrir velgengni sinni." Eins og yngri aðdáendur söngvarans sleppti Íris tilfinningunum lausum og grét yfir myndinni. „Ég grét þegar litlu stelpurnar grétu; þegar hann missti röddina og varð að aflýsa tónleikum. Honum fannst það mjög erfitt. Ég grét líka þegar hann náði að selja upp tónleika í Madison Square Garden á 22 mínútum," segir Íris að lokum og játar að um gleði- og sorgartár hafi verið að ræða.
Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira