Liðið getur náð enn lengra Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. mars 2011 08:00 Dóra María Lárusdóttir skaut íslenska liðinu í úrslitaleik Algarve-mótsins með laglegu marki.fréttablaðið/daníel Stelpurnar okkar í knattspyrnulandsliðinu náðu einstökum árangri í gær er liðið komst í úrslitaleik Algarve-mótsins en í mótinu taka þátt öll bestu lið heims. Sigurður Ragnar landsliðsþjálfari segir enn meira búa í íslenska liðinu. Stelpurnar okkar skrifuðu íslenska knattspyrnusögu upp á nýtt í gær með 1-0 sigri á Dönum. Sigurinn tryggði liðinu farseðil í úrslitaleik Algarve-mótsins þar sem liðið mætir Bandaríkjunum sem eru líklega með besta lið heims. Þetta er einstakur árangur en Ísland hafði best náð sjötta sæti í mótinu. Þetta er í sjöunda skipti sem Ísland tekur þátt í mótinu. Stelpurnar hafa verið í hreint frábæru formi á mótinu og lagt bæði Svíþjóð og Danmörk í fyrsta skipti. Svíþjóð er í fjórða sæti á heimslistanum. "Þetta er ævintýri sem heldur endalaust áfram og nú er það úrslitaleikur. Allir leikirnir hafa verið vel spilaðir hjá liðinu og við gefið fá færi á okkur. Vörnin hefur verið alveg frábær á þessu móti og fjölmargir leikmenn að stórbæta sinn leik. Varamenn hafa einnig verið að leysa sín hlutverk vel og þetta er alveg frábær árangur hjá stelpunum," sagði afar kátur þjálfari íslenska liðsins, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, eftir leik. Það er óhætt að segja að íslenska liðið hafi komið skemmtilega á óvart í mótinu enda búið að vinna alla leiki sína til þessa. Hvernig útskýrir þjálfarinn það að liðið sé í þetta góðu standi núna? "Við erum ekki í toppleikæfingu en breiddin er að aukast. Svo eru það leikmennirnir sem hafa verið í atvinnumennsku kannski í tvö ár og hafa bætt leik sinn mikið. Það er alveg ljóst að því lengur sem okkar bestu menn spila erlendis, þeim mun betra verður landsliðið. Stelpurnar eru líka komnar með góða reynslu, hafa gengið í gegnum lokakeppni stórmóts. Þess utan eru ungir og efnilegir leikmenn að koma upp og margir þeirra eru komnir með góða reynslu líka. Það hjálpast allt að," sagði Sigurður og bætti við að einnig skipti máli að stelpurnar væru vel inni í þeirri taktík sem liðið spilaði. Allir þekktu sín hlutverk vel. "Það hefur verið stöðugur stígandi hjá þessu liði. Við klifrum sífellt ofar á þessum heimslista enda er liðið að styrkjast. Ég held að þetta lið geti náð enn lengra en það hefur gert. Liðið hefur sýnt að á góðum degi getur það unnið lið sem eru hærra skrifuð. Við vitum að við getum náð árangri gegn öllum þeim liðum sem við mætum. Það býr mikið í þessu liði og meira en það hefur sýnt hingað til. Stelpurnar hafa verið frábærar í þessu móti og eru að skrifa söguna upp á nýtt," sagði Sigurður Ragnar en hann vonast til þess að stelpurnar séu búnar að stimpla sig inn á meðal þeirra bestu í heimi með þessum árangri. "Við erum búin að koma mörgum á óvart á þessu móti og ég held að við séum að lágmarki búin að stimpla okkur inn sem lið sem önnur lið þurfa að varast. Ég vona líka að við séum búin að stimpla okkur inn meðal þeirra bestu." Úrslitaleikurinn er gegn Bandaríkjunum, eins og áður segir, en bandaríska liðið hefur verið á toppnum í mörg ár og er besta lið heims að flestra mati. "Við höfum spilað jafna leiki gegn Bandaríkjunum og verið óheppin að halda ekki jöfnu. Við berum ekki virðingu fyrir neinu liði og lítum á öll lið sem jafningja okkar. Þannig munum við mæta til leiks. Sjálfstraustið er mikið og minnkaði ekki eftir þennan leik gegn Dönum. Það er mjög spennandi að spila úrslitaleik enda ekki verið í þeirri stöðu áður." Íslenski boltinn Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Í beinni: Valur - Porrino | Evróputitill í boði Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn Enski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Stelpurnar okkar í knattspyrnulandsliðinu náðu einstökum árangri í gær er liðið komst í úrslitaleik Algarve-mótsins en í mótinu taka þátt öll bestu lið heims. Sigurður Ragnar landsliðsþjálfari segir enn meira búa í íslenska liðinu. Stelpurnar okkar skrifuðu íslenska knattspyrnusögu upp á nýtt í gær með 1-0 sigri á Dönum. Sigurinn tryggði liðinu farseðil í úrslitaleik Algarve-mótsins þar sem liðið mætir Bandaríkjunum sem eru líklega með besta lið heims. Þetta er einstakur árangur en Ísland hafði best náð sjötta sæti í mótinu. Þetta er í sjöunda skipti sem Ísland tekur þátt í mótinu. Stelpurnar hafa verið í hreint frábæru formi á mótinu og lagt bæði Svíþjóð og Danmörk í fyrsta skipti. Svíþjóð er í fjórða sæti á heimslistanum. "Þetta er ævintýri sem heldur endalaust áfram og nú er það úrslitaleikur. Allir leikirnir hafa verið vel spilaðir hjá liðinu og við gefið fá færi á okkur. Vörnin hefur verið alveg frábær á þessu móti og fjölmargir leikmenn að stórbæta sinn leik. Varamenn hafa einnig verið að leysa sín hlutverk vel og þetta er alveg frábær árangur hjá stelpunum," sagði afar kátur þjálfari íslenska liðsins, Sigurður Ragnar Eyjólfsson, eftir leik. Það er óhætt að segja að íslenska liðið hafi komið skemmtilega á óvart í mótinu enda búið að vinna alla leiki sína til þessa. Hvernig útskýrir þjálfarinn það að liðið sé í þetta góðu standi núna? "Við erum ekki í toppleikæfingu en breiddin er að aukast. Svo eru það leikmennirnir sem hafa verið í atvinnumennsku kannski í tvö ár og hafa bætt leik sinn mikið. Það er alveg ljóst að því lengur sem okkar bestu menn spila erlendis, þeim mun betra verður landsliðið. Stelpurnar eru líka komnar með góða reynslu, hafa gengið í gegnum lokakeppni stórmóts. Þess utan eru ungir og efnilegir leikmenn að koma upp og margir þeirra eru komnir með góða reynslu líka. Það hjálpast allt að," sagði Sigurður og bætti við að einnig skipti máli að stelpurnar væru vel inni í þeirri taktík sem liðið spilaði. Allir þekktu sín hlutverk vel. "Það hefur verið stöðugur stígandi hjá þessu liði. Við klifrum sífellt ofar á þessum heimslista enda er liðið að styrkjast. Ég held að þetta lið geti náð enn lengra en það hefur gert. Liðið hefur sýnt að á góðum degi getur það unnið lið sem eru hærra skrifuð. Við vitum að við getum náð árangri gegn öllum þeim liðum sem við mætum. Það býr mikið í þessu liði og meira en það hefur sýnt hingað til. Stelpurnar hafa verið frábærar í þessu móti og eru að skrifa söguna upp á nýtt," sagði Sigurður Ragnar en hann vonast til þess að stelpurnar séu búnar að stimpla sig inn á meðal þeirra bestu í heimi með þessum árangri. "Við erum búin að koma mörgum á óvart á þessu móti og ég held að við séum að lágmarki búin að stimpla okkur inn sem lið sem önnur lið þurfa að varast. Ég vona líka að við séum búin að stimpla okkur inn meðal þeirra bestu." Úrslitaleikurinn er gegn Bandaríkjunum, eins og áður segir, en bandaríska liðið hefur verið á toppnum í mörg ár og er besta lið heims að flestra mati. "Við höfum spilað jafna leiki gegn Bandaríkjunum og verið óheppin að halda ekki jöfnu. Við berum ekki virðingu fyrir neinu liði og lítum á öll lið sem jafningja okkar. Þannig munum við mæta til leiks. Sjálfstraustið er mikið og minnkaði ekki eftir þennan leik gegn Dönum. Það er mjög spennandi að spila úrslitaleik enda ekki verið í þeirri stöðu áður."
Íslenski boltinn Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Í beinni: Valur - Porrino | Evróputitill í boði Handbolti Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Í beinni: Crystal Palace - Man. City | Bikarúrslitaleikurinn Enski boltinn „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Í beinni: Fram - Þór/KA | Framarar geta unnið þriðja leikinn í röð Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast