Unnustinn vill ekki hjálpa við þrifin Á rúmstokknum. Sigga Dögg skrifar 20. mars 2011 06:00 Kæra Sigga Dögg! Ég er búin að vera í sambúð með unnusta mínum í þrjú ár og yfirleitt erum við nokkuð lukkuleg. Þegar okkur lendir saman er það oftast vegna smávægilegra hluta sem við koma heimilishaldi. Ég er ekkert allt of þrifin sjálf, er gjörn á að láta föt liggja á gólfinu alltof lengi og finnst hundleiðinlegt að vaska upp, en ég skil að þetta er eitthvað sem þarf bara að gera. Unnusti minn virðist ekki vera á sama máli og það er nánast ómögulegt að fá hann til að hjálpa við þrifin og hann ofnotar setninguna: Ég sé bara ekki þennan skít þannig að hvernig á ég að geta þrifið? Kanntu einhver ráð til að gera hann virkari í heimilishaldinu?Svar: Þegar stórt er spurt! Ég er einmitt sú sem held yfirborði heimilisins hreinu en er ekki mikið fyrir að þrífa „ósýnilega“ skítinn. Maðurinn minn á hinn bóginn ryksugar undir húsgögnunum og á bak við þau og það er nokkuð sem ég hef aldrei pælt í að gera. Þetta leysir þó tæpast þinn vanda. Óþrifnaður, eða skítaþröskuldurinn, er einstaklingsbundinn og því er þetta eitt af þeim málum sem hvert par þarf að koma sér saman um þegar það hefur sambúð. Hér er málamiðlun lykilorðið og nú reynir á hæfni ykkar í samskiptum sem byggja á þolinmæði, skilningi og sveigjanleika. Það þarf samt að fara varlega í skilgreiningar á skít og hverslags þrifum hver þarf að sinna og hversu reglulega þeim skal sinnt. Ég hef heyrt konur ráðleggja hvor annarri ýmislegt misskynsamlegt þegar kemur að því að virkja makann og gott ef þær ráðleggingar snúist oftar en ekki um kynferðislega neitun og aðhald. Ég mæli ekki með því enda græðir þú ekkert á því nema meiri skít og pirring. Hér tel ég að það þurfi að taka uppeldisfræðilega á málunum. Þú þarft að setja upp verðlaunakerfi fyrir ykkur bæði. Þó hann sjái ekki skítinn þá gilda reglur á heimilinu og þetta er bara eitt af því sem þarf að gera. Heimilið er ekki svo frábrugðið hreinlæti líkamans, báðu þarf að sinna reglulega. Það gildir líka fyrir þig hvað varðar frágang á fatnaði því það er erfitt að skúra þegar hindranir eru á vegi manns. Nú komið þið ykkur saman um þrifdag, skiptið niður verkum og verðlaunið ykkur svo að verklokum. Fólk þrífur á ólíkan hátt og misvel og það er eitthvað sem maður þarf að sætta sig við. Ef þér finnst hlutirnir illa gerðir þá kannski ættir þú að slaka á kröfunum eða gera þá sjálf. Það er fátt meira óþolandi en að hafa þriflögguna yfir sér kvartandi og kveinandi yfir því að borðtuskunni sé ekki snúið rétt á borðinu. Það er engin ein rétt leið og ef einhver vill þurrka af í kassamunstri en ekki áttlaga þá má það líka. Aftur að verðlaunakerfinu, persónulega finnst mér mjög hvetjandi að geta hugsað mér gott til glóðarinnar þegar ég þríf klósettskálina því það þykir mér leiðinlegt að gera. Ef þrifmálin fara að verða stórmál á ykkar heimili og orsök deilna þá má líka kanna hvort þið séuð tilbúin til að borga reglulega utanaðkomandi manneskju fyrir þrifin. Það er atvinnuskapandi, fríar ykkar tíma og þið hættið að rífast og þar með er málið leyst! Sendu Siggu Dögg póst með spurningum eða óskum um umfjöllunarefni. Netfangið er kynlif@frettabladid.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Kæra Sigga Dögg! Ég er búin að vera í sambúð með unnusta mínum í þrjú ár og yfirleitt erum við nokkuð lukkuleg. Þegar okkur lendir saman er það oftast vegna smávægilegra hluta sem við koma heimilishaldi. Ég er ekkert allt of þrifin sjálf, er gjörn á að láta föt liggja á gólfinu alltof lengi og finnst hundleiðinlegt að vaska upp, en ég skil að þetta er eitthvað sem þarf bara að gera. Unnusti minn virðist ekki vera á sama máli og það er nánast ómögulegt að fá hann til að hjálpa við þrifin og hann ofnotar setninguna: Ég sé bara ekki þennan skít þannig að hvernig á ég að geta þrifið? Kanntu einhver ráð til að gera hann virkari í heimilishaldinu?Svar: Þegar stórt er spurt! Ég er einmitt sú sem held yfirborði heimilisins hreinu en er ekki mikið fyrir að þrífa „ósýnilega“ skítinn. Maðurinn minn á hinn bóginn ryksugar undir húsgögnunum og á bak við þau og það er nokkuð sem ég hef aldrei pælt í að gera. Þetta leysir þó tæpast þinn vanda. Óþrifnaður, eða skítaþröskuldurinn, er einstaklingsbundinn og því er þetta eitt af þeim málum sem hvert par þarf að koma sér saman um þegar það hefur sambúð. Hér er málamiðlun lykilorðið og nú reynir á hæfni ykkar í samskiptum sem byggja á þolinmæði, skilningi og sveigjanleika. Það þarf samt að fara varlega í skilgreiningar á skít og hverslags þrifum hver þarf að sinna og hversu reglulega þeim skal sinnt. Ég hef heyrt konur ráðleggja hvor annarri ýmislegt misskynsamlegt þegar kemur að því að virkja makann og gott ef þær ráðleggingar snúist oftar en ekki um kynferðislega neitun og aðhald. Ég mæli ekki með því enda græðir þú ekkert á því nema meiri skít og pirring. Hér tel ég að það þurfi að taka uppeldisfræðilega á málunum. Þú þarft að setja upp verðlaunakerfi fyrir ykkur bæði. Þó hann sjái ekki skítinn þá gilda reglur á heimilinu og þetta er bara eitt af því sem þarf að gera. Heimilið er ekki svo frábrugðið hreinlæti líkamans, báðu þarf að sinna reglulega. Það gildir líka fyrir þig hvað varðar frágang á fatnaði því það er erfitt að skúra þegar hindranir eru á vegi manns. Nú komið þið ykkur saman um þrifdag, skiptið niður verkum og verðlaunið ykkur svo að verklokum. Fólk þrífur á ólíkan hátt og misvel og það er eitthvað sem maður þarf að sætta sig við. Ef þér finnst hlutirnir illa gerðir þá kannski ættir þú að slaka á kröfunum eða gera þá sjálf. Það er fátt meira óþolandi en að hafa þriflögguna yfir sér kvartandi og kveinandi yfir því að borðtuskunni sé ekki snúið rétt á borðinu. Það er engin ein rétt leið og ef einhver vill þurrka af í kassamunstri en ekki áttlaga þá má það líka. Aftur að verðlaunakerfinu, persónulega finnst mér mjög hvetjandi að geta hugsað mér gott til glóðarinnar þegar ég þríf klósettskálina því það þykir mér leiðinlegt að gera. Ef þrifmálin fara að verða stórmál á ykkar heimili og orsök deilna þá má líka kanna hvort þið séuð tilbúin til að borga reglulega utanaðkomandi manneskju fyrir þrifin. Það er atvinnuskapandi, fríar ykkar tíma og þið hættið að rífast og þar með er málið leyst! Sendu Siggu Dögg póst með spurningum eða óskum um umfjöllunarefni. Netfangið er kynlif@frettabladid.is.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun