Fréttaskýring: Land þrýstist upp en ekki til hliðar 12. mars 2011 21:30 Dr. Benedikt Halldórsson Risajarðskjálftinn sem varð í gær undan ströndum Japans er allt annars eðlis en skjálftar sem þekkjast hér á landi. Orkan sem leystist úr læðingi í stærsta skjálftanum er um 900 sinnum meiri en þekkist í stærstu skjálftum hér. „Rætt er um að skjálftinn hafi verið 8,9 að stærð,“ segir Benedikt Halldórsson, sérfræðingur á Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði. „Þegar skjálftar eru komnir í þessa stærð þá eru það orðnir svokallaðir risaskjálftar.“ Benedikt bendir á að orkan sem leysist úr læðingi aukist þrjátíufalt með hverri heilli stærð á Richter-skala. „Það er því níuhundruð sinnum meiri orka í skjálfta upp á 8,9 en í skjálfta upp á 6,9,“ segir hann og bendir á að ekki sé gert ráð fyrir að stærstu skjálftar sem verði hér á landi verði stærri en sjö á Richter. Suðurlandsskjálftinn árið 2008 var 6,3 á Richter. Þá bendir Benedikt á að hér verða stærstu skjálftarnir á svokölluðum þvergengjum, þar sem land færist til hliðar eftir brotalínu, en skjálftinn undan strönd Japans hafi átt sér stað á svokölluðu sökkbelti. „Þar gengur Kyrrahafsflekinn undir Japan og landið ýtist upp á skilunum.“ Risaskjálftar þar sem einn fleki gengur undir annan standa líka lengur yfir en skjálftar sem hér þekkjast. „Svona skjálfti tekur kannski eina til tvær mínútur, meðan meginhreyfingarnar í skjálftanum hér 2008 tóku fjórar til fimm sekúndur.“ Þeim mun lengri tíma sem skjálftinn tekur þeim mun meira álag verður á mannvirki. Benedikt segir að auk þess séu líkur á tjóni stærðargráðum meiri en hér, einfaldlega sökum mannfjölda. Þó sé öll hönnun húsa í Japan afar vel úr garði gerð. „Það sem gerir þennan skjálfta einstakan er hversu stór hann er og hversu nálægt hann er gríðarlega þéttbýlu svæði,“ segir Benedikt og bendir á að um 10 þúsund manns hafi verið á aðaláhrifasvæði Suðurlandsskjálftans 2008, en á áhrifasvæði skjálftanna í Japan í gær sú 30 milljónir manna. - óká Jarðskjálfti í Japan Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
Risajarðskjálftinn sem varð í gær undan ströndum Japans er allt annars eðlis en skjálftar sem þekkjast hér á landi. Orkan sem leystist úr læðingi í stærsta skjálftanum er um 900 sinnum meiri en þekkist í stærstu skjálftum hér. „Rætt er um að skjálftinn hafi verið 8,9 að stærð,“ segir Benedikt Halldórsson, sérfræðingur á Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði. „Þegar skjálftar eru komnir í þessa stærð þá eru það orðnir svokallaðir risaskjálftar.“ Benedikt bendir á að orkan sem leysist úr læðingi aukist þrjátíufalt með hverri heilli stærð á Richter-skala. „Það er því níuhundruð sinnum meiri orka í skjálfta upp á 8,9 en í skjálfta upp á 6,9,“ segir hann og bendir á að ekki sé gert ráð fyrir að stærstu skjálftar sem verði hér á landi verði stærri en sjö á Richter. Suðurlandsskjálftinn árið 2008 var 6,3 á Richter. Þá bendir Benedikt á að hér verða stærstu skjálftarnir á svokölluðum þvergengjum, þar sem land færist til hliðar eftir brotalínu, en skjálftinn undan strönd Japans hafi átt sér stað á svokölluðu sökkbelti. „Þar gengur Kyrrahafsflekinn undir Japan og landið ýtist upp á skilunum.“ Risaskjálftar þar sem einn fleki gengur undir annan standa líka lengur yfir en skjálftar sem hér þekkjast. „Svona skjálfti tekur kannski eina til tvær mínútur, meðan meginhreyfingarnar í skjálftanum hér 2008 tóku fjórar til fimm sekúndur.“ Þeim mun lengri tíma sem skjálftinn tekur þeim mun meira álag verður á mannvirki. Benedikt segir að auk þess séu líkur á tjóni stærðargráðum meiri en hér, einfaldlega sökum mannfjölda. Þó sé öll hönnun húsa í Japan afar vel úr garði gerð. „Það sem gerir þennan skjálfta einstakan er hversu stór hann er og hversu nálægt hann er gríðarlega þéttbýlu svæði,“ segir Benedikt og bendir á að um 10 þúsund manns hafi verið á aðaláhrifasvæði Suðurlandsskjálftans 2008, en á áhrifasvæði skjálftanna í Japan í gær sú 30 milljónir manna. - óká
Jarðskjálfti í Japan Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira