Manchester bíður eftir Björk - Tónleikar á Íslandi ekki ákveðnir enn 23. mars 2011 17:00 Björk frumflytur tónlist af Biophilia í Manchester. Björk Guðmundsdóttir frumflytur tónlist af plötu sinni Biophilia í sumar með aðstoð hugbúnaðar og nýrra hljóðfæra, þar á meðal stafræns pípuorgels og tíu metra pendúls. Björk kemur fram á sex tónleikum á Alþjóðlegu listahátíðinni í Manchester, MIF, í sumar. Hún verður gestalistamaður á margmiðlunarsviði hátíðarinnar í þrjár vikur þar sem hún frumflytur tónlist af væntanlegri plötu sinni Biophillia með aðstoð hugbúnaðar og nýrra hljóðfæra sem hafa verið sköpuð fyrir þetta verkefni. Á meðal sérhannaðra hljóðfæra verður pípuorgel sem verður stjórnað stafrænt og um tíu metra pendúll sem nýtir sér þyngdarafl jarðarinnar til að skapa tónlistarleg mynstur sem skapa brú milli þess forna og nútímalega. Verkefnið Biophilia fagnar því hvernig hljóð birtist í náttúrunni í tengslum við óendanlega útþenslu alheimsins, frá sólkerfum til samsetningar atómsins. Tónlistin og hugbúnaðurinn verður fáanlegur hjá iTunes og í App-búðinni. Tónlistin verður einnig fáanleg á geisla- og vínylplötu. Enn á eftir að tilkynna útgáfudag. Í sérstöku samstarfi við MIF-hátíðina ferðast Björk með Biophilia til annarra borga í heiminum eftir frumflutninginn í Manchester. „Það er heiður að fá að vinna með Björk og hjálpa henni við þessa metnaðarfullu frumsýningu og við hlökkum til að ferðast með þetta verkefni til helstu borga heims," sagði Alex Poots, stjórnandi hátíðarinnar. Ísland hefur hingað til ekki verið útundan í tónleikaferðum Bjarkar og vafalítið hefðu íslenskir áhorfendur gaman af að sjá þetta nýjasta sjónarspil hennar. Ásmundur Jónsson hjá Smekkleysu segir að enn eigi eftir að ganga frá þeim málum. „Það er ekki ennþá komið á hreint en Ísland hefur alltaf verið með í öllum þessum ferðum hennar." MIF-hátíðin mun einnig vinna með ungu fólki í Manchester til að kynna sér tónlistarlegar, vísindalegar og tæknilegar hugmyndir sem liggja á bak við verkefnið. Skólabörnum verður gefið tækifæri til að kynnast heimi Biophilia frá fyrstu hendi í gegnum námskeið sem veitir þeim innblástur og gerir þeim kleift að sökkva sér inn í heim þar sem tækni, tónlist og náttúra mætast. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira
Björk Guðmundsdóttir frumflytur tónlist af plötu sinni Biophilia í sumar með aðstoð hugbúnaðar og nýrra hljóðfæra, þar á meðal stafræns pípuorgels og tíu metra pendúls. Björk kemur fram á sex tónleikum á Alþjóðlegu listahátíðinni í Manchester, MIF, í sumar. Hún verður gestalistamaður á margmiðlunarsviði hátíðarinnar í þrjár vikur þar sem hún frumflytur tónlist af væntanlegri plötu sinni Biophillia með aðstoð hugbúnaðar og nýrra hljóðfæra sem hafa verið sköpuð fyrir þetta verkefni. Á meðal sérhannaðra hljóðfæra verður pípuorgel sem verður stjórnað stafrænt og um tíu metra pendúll sem nýtir sér þyngdarafl jarðarinnar til að skapa tónlistarleg mynstur sem skapa brú milli þess forna og nútímalega. Verkefnið Biophilia fagnar því hvernig hljóð birtist í náttúrunni í tengslum við óendanlega útþenslu alheimsins, frá sólkerfum til samsetningar atómsins. Tónlistin og hugbúnaðurinn verður fáanlegur hjá iTunes og í App-búðinni. Tónlistin verður einnig fáanleg á geisla- og vínylplötu. Enn á eftir að tilkynna útgáfudag. Í sérstöku samstarfi við MIF-hátíðina ferðast Björk með Biophilia til annarra borga í heiminum eftir frumflutninginn í Manchester. „Það er heiður að fá að vinna með Björk og hjálpa henni við þessa metnaðarfullu frumsýningu og við hlökkum til að ferðast með þetta verkefni til helstu borga heims," sagði Alex Poots, stjórnandi hátíðarinnar. Ísland hefur hingað til ekki verið útundan í tónleikaferðum Bjarkar og vafalítið hefðu íslenskir áhorfendur gaman af að sjá þetta nýjasta sjónarspil hennar. Ásmundur Jónsson hjá Smekkleysu segir að enn eigi eftir að ganga frá þeim málum. „Það er ekki ennþá komið á hreint en Ísland hefur alltaf verið með í öllum þessum ferðum hennar." MIF-hátíðin mun einnig vinna með ungu fólki í Manchester til að kynna sér tónlistarlegar, vísindalegar og tæknilegar hugmyndir sem liggja á bak við verkefnið. Skólabörnum verður gefið tækifæri til að kynnast heimi Biophilia frá fyrstu hendi í gegnum námskeið sem veitir þeim innblástur og gerir þeim kleift að sökkva sér inn í heim þar sem tækni, tónlist og náttúra mætast. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira