Manchester bíður eftir Björk - Tónleikar á Íslandi ekki ákveðnir enn 23. mars 2011 17:00 Björk frumflytur tónlist af Biophilia í Manchester. Björk Guðmundsdóttir frumflytur tónlist af plötu sinni Biophilia í sumar með aðstoð hugbúnaðar og nýrra hljóðfæra, þar á meðal stafræns pípuorgels og tíu metra pendúls. Björk kemur fram á sex tónleikum á Alþjóðlegu listahátíðinni í Manchester, MIF, í sumar. Hún verður gestalistamaður á margmiðlunarsviði hátíðarinnar í þrjár vikur þar sem hún frumflytur tónlist af væntanlegri plötu sinni Biophillia með aðstoð hugbúnaðar og nýrra hljóðfæra sem hafa verið sköpuð fyrir þetta verkefni. Á meðal sérhannaðra hljóðfæra verður pípuorgel sem verður stjórnað stafrænt og um tíu metra pendúll sem nýtir sér þyngdarafl jarðarinnar til að skapa tónlistarleg mynstur sem skapa brú milli þess forna og nútímalega. Verkefnið Biophilia fagnar því hvernig hljóð birtist í náttúrunni í tengslum við óendanlega útþenslu alheimsins, frá sólkerfum til samsetningar atómsins. Tónlistin og hugbúnaðurinn verður fáanlegur hjá iTunes og í App-búðinni. Tónlistin verður einnig fáanleg á geisla- og vínylplötu. Enn á eftir að tilkynna útgáfudag. Í sérstöku samstarfi við MIF-hátíðina ferðast Björk með Biophilia til annarra borga í heiminum eftir frumflutninginn í Manchester. „Það er heiður að fá að vinna með Björk og hjálpa henni við þessa metnaðarfullu frumsýningu og við hlökkum til að ferðast með þetta verkefni til helstu borga heims," sagði Alex Poots, stjórnandi hátíðarinnar. Ísland hefur hingað til ekki verið útundan í tónleikaferðum Bjarkar og vafalítið hefðu íslenskir áhorfendur gaman af að sjá þetta nýjasta sjónarspil hennar. Ásmundur Jónsson hjá Smekkleysu segir að enn eigi eftir að ganga frá þeim málum. „Það er ekki ennþá komið á hreint en Ísland hefur alltaf verið með í öllum þessum ferðum hennar." MIF-hátíðin mun einnig vinna með ungu fólki í Manchester til að kynna sér tónlistarlegar, vísindalegar og tæknilegar hugmyndir sem liggja á bak við verkefnið. Skólabörnum verður gefið tækifæri til að kynnast heimi Biophilia frá fyrstu hendi í gegnum námskeið sem veitir þeim innblástur og gerir þeim kleift að sökkva sér inn í heim þar sem tækni, tónlist og náttúra mætast. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Sjá meira
Björk Guðmundsdóttir frumflytur tónlist af plötu sinni Biophilia í sumar með aðstoð hugbúnaðar og nýrra hljóðfæra, þar á meðal stafræns pípuorgels og tíu metra pendúls. Björk kemur fram á sex tónleikum á Alþjóðlegu listahátíðinni í Manchester, MIF, í sumar. Hún verður gestalistamaður á margmiðlunarsviði hátíðarinnar í þrjár vikur þar sem hún frumflytur tónlist af væntanlegri plötu sinni Biophillia með aðstoð hugbúnaðar og nýrra hljóðfæra sem hafa verið sköpuð fyrir þetta verkefni. Á meðal sérhannaðra hljóðfæra verður pípuorgel sem verður stjórnað stafrænt og um tíu metra pendúll sem nýtir sér þyngdarafl jarðarinnar til að skapa tónlistarleg mynstur sem skapa brú milli þess forna og nútímalega. Verkefnið Biophilia fagnar því hvernig hljóð birtist í náttúrunni í tengslum við óendanlega útþenslu alheimsins, frá sólkerfum til samsetningar atómsins. Tónlistin og hugbúnaðurinn verður fáanlegur hjá iTunes og í App-búðinni. Tónlistin verður einnig fáanleg á geisla- og vínylplötu. Enn á eftir að tilkynna útgáfudag. Í sérstöku samstarfi við MIF-hátíðina ferðast Björk með Biophilia til annarra borga í heiminum eftir frumflutninginn í Manchester. „Það er heiður að fá að vinna með Björk og hjálpa henni við þessa metnaðarfullu frumsýningu og við hlökkum til að ferðast með þetta verkefni til helstu borga heims," sagði Alex Poots, stjórnandi hátíðarinnar. Ísland hefur hingað til ekki verið útundan í tónleikaferðum Bjarkar og vafalítið hefðu íslenskir áhorfendur gaman af að sjá þetta nýjasta sjónarspil hennar. Ásmundur Jónsson hjá Smekkleysu segir að enn eigi eftir að ganga frá þeim málum. „Það er ekki ennþá komið á hreint en Ísland hefur alltaf verið með í öllum þessum ferðum hennar." MIF-hátíðin mun einnig vinna með ungu fólki í Manchester til að kynna sér tónlistarlegar, vísindalegar og tæknilegar hugmyndir sem liggja á bak við verkefnið. Skólabörnum verður gefið tækifæri til að kynnast heimi Biophilia frá fyrstu hendi í gegnum námskeið sem veitir þeim innblástur og gerir þeim kleift að sökkva sér inn í heim þar sem tækni, tónlist og náttúra mætast. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Sjá meira