Fólk hamstrar vatn úr búðum í Tókýó 24. mars 2011 04:00 Biðjast afsökunar Yfirmenn kjarnorkuversins í Fukushima hneigðu sig djúpt að japönskum sið þegar þeir heimsóttu fólk sem þurfti að rýma íbúðir sínar vegna geislavirkni. fréttablaðið/AP „Ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Toru Kikutaka, verslunarmaður í Tókýó, þar sem verslunarhillur með vatnsflöskum tæmdust nánast á augabragði eftir að borgarstjórinn sagði geislamengun hafa mælst í kranavatni borgarinnar. Geislavirknin í vatninu er það mikil að ekki er óhætt að gefa það ungbörnum. Hins vegar er hún ekki svo mikil að eldri börn og fullorðið fólk geti ekki drukkið það sér að skaðlausu. Geislamengunin hefur þegar haft áhrif á efnahagslíf Japans. Stjórnvöld í Hong Kong skýrðu í gær frá því að öllum innflutningi á matvælum frá fimm héruðum Japans, sem harðast urðu úti, verði hætt. Bandaríkin hafa sömuleiðis hætt innflutningi á sumum vörutegundum. Tala látinna vegna hamfaranna í Japan hefur hækkað jafnt og þétt nánast daglega undanfarið. Lögreglan í Japan hafði í gær fengið staðfestar upplýsingar um nærri 9.500 dauðsföll af völdum hamfaranna í landinu. Að auki var nærri sextán þúsund manns saknað. Reikna má með að þessar tölur skarist eitthvað því erfiðlega hefur gengið að bera kennsl á margar þeirra líkamsleifa sem fundist hafa. Kjarnorkuslysið í Fukushima hefur strax haft nokkur áhrif á framtíð kjarnorkunýtingar á Vesturlöndum. Ítalir hafa frestað um eitt ár öllum áformum um að hefja á ný rekstur kjarnorkuvera, en þeir lögðu alla slíka starfsemi niður fyrir tuttugu árum vegna jarðskjálftahættu. Þá hefur þýska stjórnin lýst því yfir að áformum um að leggja niður öll kjarnorkuver í landinu verði nú hraðað mjög, en áður hafði verið tekin ákvörðun um að leggja þau niður smám saman á næstu 25 árum.- gb Jarðskjálfti í Japan Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
„Ég hef aldrei séð annað eins,“ sagði Toru Kikutaka, verslunarmaður í Tókýó, þar sem verslunarhillur með vatnsflöskum tæmdust nánast á augabragði eftir að borgarstjórinn sagði geislamengun hafa mælst í kranavatni borgarinnar. Geislavirknin í vatninu er það mikil að ekki er óhætt að gefa það ungbörnum. Hins vegar er hún ekki svo mikil að eldri börn og fullorðið fólk geti ekki drukkið það sér að skaðlausu. Geislamengunin hefur þegar haft áhrif á efnahagslíf Japans. Stjórnvöld í Hong Kong skýrðu í gær frá því að öllum innflutningi á matvælum frá fimm héruðum Japans, sem harðast urðu úti, verði hætt. Bandaríkin hafa sömuleiðis hætt innflutningi á sumum vörutegundum. Tala látinna vegna hamfaranna í Japan hefur hækkað jafnt og þétt nánast daglega undanfarið. Lögreglan í Japan hafði í gær fengið staðfestar upplýsingar um nærri 9.500 dauðsföll af völdum hamfaranna í landinu. Að auki var nærri sextán þúsund manns saknað. Reikna má með að þessar tölur skarist eitthvað því erfiðlega hefur gengið að bera kennsl á margar þeirra líkamsleifa sem fundist hafa. Kjarnorkuslysið í Fukushima hefur strax haft nokkur áhrif á framtíð kjarnorkunýtingar á Vesturlöndum. Ítalir hafa frestað um eitt ár öllum áformum um að hefja á ný rekstur kjarnorkuvera, en þeir lögðu alla slíka starfsemi niður fyrir tuttugu árum vegna jarðskjálftahættu. Þá hefur þýska stjórnin lýst því yfir að áformum um að leggja niður öll kjarnorkuver í landinu verði nú hraðað mjög, en áður hafði verið tekin ákvörðun um að leggja þau niður smám saman á næstu 25 árum.- gb
Jarðskjálfti í Japan Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira