
Fyrsta lagið af plötunni, H.A.M., kom út í janúar. Rapparinn Talib Kweli, vinur þeirra Jay-Z og Kanye segir það ekki líkjast hinum lögunum á plötunni. „Það var örugglega síðasta lagið sem ég bjóst við að heyra frá Jay og Kanye. Þeir eiga nokkur tromp uppi í erminni. Þeir eiga lög sem eru týpískari fyrir þá. Miðað við það sem ég hef heyrt hafa þeir haft fjölbreytileikann að leiðarljósi,“ sagði hann.
Kanye West er einnig með nýja sólóplötu í undirbúningi sem er væntanleg í sumar. Hún mun fylgja eftir hinni vel heppnuðuðu My Beautiful Dark Twisted Fantasy sem kom út í lok síðasta árs.