Móðir náttúra á túr 7. apríl 2011 22:30 Tölvuleikir - Gagnrýni úr Popp í Fréttablaðinu Motorstorm Apocalypse Heimurinn er á hraðleið til helvítis og hvað gera þá allir heilvita ökuþórar? Jú, þeir skella upp kappakstursbrautum á brennandi rústum siðmenningarinnar og keppa síðan sín á milli um hver sé tæpastur á geði. Þetta er í raun plottið í Motorstorm Apocalypse. Apocalypse er fjórði leikurinn í Motorstorm-seríunni, ef PSP-leikurinn er talinn með, og hefur leikurinn þróast nokkuð í gegnum tíðina. Helsta breytingin sem menn munu taka eftir er að nú er boðið upp á sérstakan söguþráð, þrjá nánar tiltekið, þar sem kappaksturinn er brotinn upp með kjánalegum teiknimyndum sem eiga að gefa innsýn í þennan klikkaða hóp ökuþóra, menningu þeirra, vinatengsl og svo framvegis. Menn spila sem nýliðinn, reyndi gaurinn og svo síðast sem goðsögnin, guðfaðirinn sem hóf þessa geðveiki. Þessi nýjung, að klína söguþræði í leikinn, er svo sem ágætis hugmynd en gallinn er að sögurnar bæta engu við spilun leiksins, eru lítið meira en langur pirrandi hlaðskjár (e.þ. loading screen). Sem betur fer er Motorstorm Apocalypse í essinu sínu þegar kemur að sjálfum akstrinum. Það er kannski ekki í anda pólitískrar rétthugsunar að þeysa um á götum stórborgar sem hefur verið lögð í rúst í jarðskjálfta en það er andskoti gaman. Motorstorm Apocalypse er hraður, óreiðukenndur og gersamlega truflaður á geði. Hann er kannski ekki hinn fullkomni kappakstursleikur en hann býður upp á upplifun sem er hreint einstök. Hvern hefur ekki dreymt um að takast á við móður náttúru á heiftarlegum túr? - vijSpilun 5/5Grafík 5/5Hljóð 4/5Ending 3/5 Niðurstaða 4/5 Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Tölvuleikir - Gagnrýni úr Popp í Fréttablaðinu Motorstorm Apocalypse Heimurinn er á hraðleið til helvítis og hvað gera þá allir heilvita ökuþórar? Jú, þeir skella upp kappakstursbrautum á brennandi rústum siðmenningarinnar og keppa síðan sín á milli um hver sé tæpastur á geði. Þetta er í raun plottið í Motorstorm Apocalypse. Apocalypse er fjórði leikurinn í Motorstorm-seríunni, ef PSP-leikurinn er talinn með, og hefur leikurinn þróast nokkuð í gegnum tíðina. Helsta breytingin sem menn munu taka eftir er að nú er boðið upp á sérstakan söguþráð, þrjá nánar tiltekið, þar sem kappaksturinn er brotinn upp með kjánalegum teiknimyndum sem eiga að gefa innsýn í þennan klikkaða hóp ökuþóra, menningu þeirra, vinatengsl og svo framvegis. Menn spila sem nýliðinn, reyndi gaurinn og svo síðast sem goðsögnin, guðfaðirinn sem hóf þessa geðveiki. Þessi nýjung, að klína söguþræði í leikinn, er svo sem ágætis hugmynd en gallinn er að sögurnar bæta engu við spilun leiksins, eru lítið meira en langur pirrandi hlaðskjár (e.þ. loading screen). Sem betur fer er Motorstorm Apocalypse í essinu sínu þegar kemur að sjálfum akstrinum. Það er kannski ekki í anda pólitískrar rétthugsunar að þeysa um á götum stórborgar sem hefur verið lögð í rúst í jarðskjálfta en það er andskoti gaman. Motorstorm Apocalypse er hraður, óreiðukenndur og gersamlega truflaður á geði. Hann er kannski ekki hinn fullkomni kappakstursleikur en hann býður upp á upplifun sem er hreint einstök. Hvern hefur ekki dreymt um að takast á við móður náttúru á heiftarlegum túr? - vijSpilun 5/5Grafík 5/5Hljóð 4/5Ending 3/5 Niðurstaða 4/5
Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira