Misskilningur ritstjóra 1. apríl 2011 06:00 guðl Ólafur Stephensen ritstjóri skrifar leiðara í Fréttablaðið laugardaginn 26. mars. Ritstjórinn fellur þar í þá gryfju að endurtaka ónákvæmni um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna og færa ábyrgð á stöðunni þaðan sem hún á heima. Fyrir 14 árum sömdu heildarsamtök opinberra starfsmanna og fjármálaráðuneytið um breytingar á lífeyrissjóðskerfi opinberra starfsmanna, en hann virkaði þá nánast sem gegnumstreymissjóður. Áhvíldum skuldbindingum sjóðsins var komið fyrir í B-deild og henni lokað fyrir nýjum félögum. Þetta var árið 1997. Nýir starfsmenn, og þeir eldri sem það kusu, fóru inn í A-deild, en þar eru greiðslur samtímagreiddar, þar sem ákveðið var að koma í veg fyrir frekari uppsöfnun á skuldbindingum vegna lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna. Ríkisvaldið hefur hins vegar ekki greitt það sem því ber inn í B-deildina og því hefur safnast þar upp 350 milljarða skuld, ekki 500 milljarðar eins og ritstjórinn ræddi um. Það var val launagreiðandans, ríkisvaldsins, að nota það fé í önnur verkefni; um það höfðu opinberir starfsmenn ekkert að segja. Að frumkvæði opinberra starfsmanna eru nú hafnar viðræður um hvernig sú uppsöfnun verður greidd niður. Mikilvægt er að hafa í huga að B-deildin á fyrir skuldbindingum sínum til áranna 2023-2025. Hefjist reglulegar innágreiðslur nú þegar, er um að ræða 7-8 milljarða króna á ári þar til sjóðurinn hefur verið gerður upp. En hver eru hin raunverulegu lífeyriskjör og þýðir þetta að opinberir starfsmenn fái í raun mun hærri upphæðir til framfærslu í ellinni en aðrir? Svo er alls ekki og raunar hafa forystumenn BSRB og BHM bent á að þegar launa- og lífeyriskjör yfir ævina eru skoðuð saman, það er ævitekjur, fá opinberir starfsmenn lægri greiðslur en þeir á almenna markaðnum. Lög tryggja öllum að lágmarki 184.140 krónur á mánuði í lífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins. Greiðslur úr lífeyrissjóðum dragast frá þeirri upphæð. Almennt fá lífeyrisþegar úr opinberu sjóðunum hærri greiðslur þaðan og þar af leiðandi lægri frá Tryggingastofnun. Þeir sem hafa lakari lífeyri, svo sem starfsmenn á almenna markaðnum, þiggja hins vegar hærri greiðslur frá Tryggingastofnun. Þessi mál þarf því að kanna í samhengi og opinberir starfsmenn hafa hafið þá vinnu. Fróðlegt verður að sjá niðurstöðurnar og hver er skuldbinding ríkissjóðs, í gegnum Tryggingastofnun, vegna lífeyrisþega úr almennu lífeyrissjóðunum. Falin skuldbinding ríkissjóðs vegna sjóðfélaga almennu sjóðanna er því gríðarlega mikil. Ríkissjóður er öryggisnetið og greiðslan lendir á Tryggingastofnun standi lífeyrissjóðir ekki undir henni. Það er því í raun ekki skrýtið að atvinnurekendur vilji heldur halda iðgjöldum í sjóðina lágum, ríkið hleypur undir bagga með þeim hvort eð er. Í þessu samhengi þarf einnig að skoða skuldbindinguna varðandi B-deildina; 350 milljarða króna. Hve hár hluti hennar fer aftur í ríkissjóð í formi skatta? Hversu mikið lækka greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins vegna útgreiðslna B-deildarinnar? Allt þetta þarf að kanna áður en farið er af stað, líkt og ritstjórinn gerir, og fullyrt að lífeyrisskuldbindingar gagnvart opinberum starfsmönnum vinni á einhvern hátt gegn skattgreiðendum. Um nokkra hríð hefur staðið yfir vinna til samræmingar nýs lífeyriskerfis í landinu. Það er stórmerkileg vinna og í fyrsta sinn í sögunni sem allir aðilar koma með opnum huga að slíku borði. Það er leitt að órökstuddar upphrópanir, bæði þeirra sem standa í vinnunni og þeirra sem standa utan hennar, skuli skemma fyrir því góða samstarfi sem þar er rækt.eir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
guðl Ólafur Stephensen ritstjóri skrifar leiðara í Fréttablaðið laugardaginn 26. mars. Ritstjórinn fellur þar í þá gryfju að endurtaka ónákvæmni um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna og færa ábyrgð á stöðunni þaðan sem hún á heima. Fyrir 14 árum sömdu heildarsamtök opinberra starfsmanna og fjármálaráðuneytið um breytingar á lífeyrissjóðskerfi opinberra starfsmanna, en hann virkaði þá nánast sem gegnumstreymissjóður. Áhvíldum skuldbindingum sjóðsins var komið fyrir í B-deild og henni lokað fyrir nýjum félögum. Þetta var árið 1997. Nýir starfsmenn, og þeir eldri sem það kusu, fóru inn í A-deild, en þar eru greiðslur samtímagreiddar, þar sem ákveðið var að koma í veg fyrir frekari uppsöfnun á skuldbindingum vegna lífeyrisréttinda opinberra starfsmanna. Ríkisvaldið hefur hins vegar ekki greitt það sem því ber inn í B-deildina og því hefur safnast þar upp 350 milljarða skuld, ekki 500 milljarðar eins og ritstjórinn ræddi um. Það var val launagreiðandans, ríkisvaldsins, að nota það fé í önnur verkefni; um það höfðu opinberir starfsmenn ekkert að segja. Að frumkvæði opinberra starfsmanna eru nú hafnar viðræður um hvernig sú uppsöfnun verður greidd niður. Mikilvægt er að hafa í huga að B-deildin á fyrir skuldbindingum sínum til áranna 2023-2025. Hefjist reglulegar innágreiðslur nú þegar, er um að ræða 7-8 milljarða króna á ári þar til sjóðurinn hefur verið gerður upp. En hver eru hin raunverulegu lífeyriskjör og þýðir þetta að opinberir starfsmenn fái í raun mun hærri upphæðir til framfærslu í ellinni en aðrir? Svo er alls ekki og raunar hafa forystumenn BSRB og BHM bent á að þegar launa- og lífeyriskjör yfir ævina eru skoðuð saman, það er ævitekjur, fá opinberir starfsmenn lægri greiðslur en þeir á almenna markaðnum. Lög tryggja öllum að lágmarki 184.140 krónur á mánuði í lífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins. Greiðslur úr lífeyrissjóðum dragast frá þeirri upphæð. Almennt fá lífeyrisþegar úr opinberu sjóðunum hærri greiðslur þaðan og þar af leiðandi lægri frá Tryggingastofnun. Þeir sem hafa lakari lífeyri, svo sem starfsmenn á almenna markaðnum, þiggja hins vegar hærri greiðslur frá Tryggingastofnun. Þessi mál þarf því að kanna í samhengi og opinberir starfsmenn hafa hafið þá vinnu. Fróðlegt verður að sjá niðurstöðurnar og hver er skuldbinding ríkissjóðs, í gegnum Tryggingastofnun, vegna lífeyrisþega úr almennu lífeyrissjóðunum. Falin skuldbinding ríkissjóðs vegna sjóðfélaga almennu sjóðanna er því gríðarlega mikil. Ríkissjóður er öryggisnetið og greiðslan lendir á Tryggingastofnun standi lífeyrissjóðir ekki undir henni. Það er því í raun ekki skrýtið að atvinnurekendur vilji heldur halda iðgjöldum í sjóðina lágum, ríkið hleypur undir bagga með þeim hvort eð er. Í þessu samhengi þarf einnig að skoða skuldbindinguna varðandi B-deildina; 350 milljarða króna. Hve hár hluti hennar fer aftur í ríkissjóð í formi skatta? Hversu mikið lækka greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins vegna útgreiðslna B-deildarinnar? Allt þetta þarf að kanna áður en farið er af stað, líkt og ritstjórinn gerir, og fullyrt að lífeyrisskuldbindingar gagnvart opinberum starfsmönnum vinni á einhvern hátt gegn skattgreiðendum. Um nokkra hríð hefur staðið yfir vinna til samræmingar nýs lífeyriskerfis í landinu. Það er stórmerkileg vinna og í fyrsta sinn í sögunni sem allir aðilar koma með opnum huga að slíku borði. Það er leitt að órökstuddar upphrópanir, bæði þeirra sem standa í vinnunni og þeirra sem standa utan hennar, skuli skemma fyrir því góða samstarfi sem þar er rækt.eir
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar