Hvað hangir á Icesave-spýtunni? 1. apríl 2011 06:00 Ég hef ekki komist hjá því að lesa og heyra málflutning þeirra sem eru andvígir því að samþykkja nýjustu samninga um uppgjör á Icesave. Tónninn er sá að við eigum ekki að borga, hafna samningum og velja dómstólaleiðina. Auðvitað hefði verið í lófa lagið frá upphafi þessa máls að fá úr því skorið hjá dómstólum hvar ábyrgðin lægi og hverjar væru lagalegar skuldbindingar Íslands. En þá er skylt að rifja upp að þáverandi fjármálaráðherra, Árni M. Mathiesen, sat fund fjármálaráðherra Evrópu í nóvember 2008 og hann lét til leiðast, undir þrýstingi, að samþykkja að skipaður yrði gerðardómur um það hvort íslenska ríkið bæri ábyrgð á Icesave-skuldinni. Það samþykki ráðherrans var dregið til baka daginn eftir, guði sé lof, enda lá strax ljóst fyrir að það var einróma álit þeirra þjóða sem þarna áttu í hlut að Ísland bæri þessa ábyrgð og yrði að standa undir henni. Ég var á Alþingi þegar hrunið skall á. Ég sat líka sem varaformaður í skatta- og efnahagsnefnd. Þar voru kallaðir fyrir forsvarsmenn atvinnurekenda, verkalýðs og embættismenn Seðlabanka, fjármálaráðuneytis og fjármálaeftirlits. Þar ríkti mikil örvilnun, því spurning var hvort greiðslukerfið stæðist álagið, hvort Ísland ætti fyrir mat, lyfjum, olíu og öðrum lífsnauðsynjum. Erlendir bankar höfðu lokað á gjaldeyrisviðskipti, útflytjendur komu ekki sínum gjaldeyri heim. Það var kolsvart fram undan og í allri örvæntingunni var leitað til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Okkur er öllum enn í minni hversu það dróst að fá peningalega aðstoð frá sjóðnum. Hver var ástæðan? Jú, Íslendingar þurftu að semja og ganga frá Icesave-málinu. Að öðrum kosti voru allar dyr lokaðar. Jafnvel frá okkar nánustu frændþjóðum. Þessi atburðarás sýndi fram á, svo ekki verður um villst, að Ísland stendur berskjaldað og má sín lítils ef samskiptin við umheiminn rofna og traustið á orðheldni og orðspori er ekki lengur til staðar. Í kjölfarið gáfu íslensk stjórnvöld út þá yfirlýsingu að þau stæðu við skuldbindingar sínar og samningar hófust. Og lán frá vinaþjóðum fengust á grundvelli þeirrar yfirlýsingar af hálfu Íslendinga að semja um málalok. Þetta mál snýst ekki eingöngu um lög, heldur og um siðferði, samskipti og orðspor. Segjum sem svo að breskur banki hefði opnað útibú á Íslandi og boðið Íslendingum að leggja lífeyri sinn inn á sparireikninga bankans með góðum vöxtum. Bankinn hefði síðan farið í þrot og breska ríkisstjórnin hefði sett lög, sem kvæðu á um að breskir innistæðueigendur fengju sínar innistæður í bankanum að fullu tryggðar, en innistæður íslenskra sparifjáreigenda væru tapaðar. Hvað hefðu Íslendingar sagt? Hvað hefði verið með jafnræðið, álit okkar á Bretum, traust okkar á starfsemi banka o.s.frv.? Hefði nokkur maður á Íslandi talið þetta réttlátt? Hvort heldur út frá lagalegum eða siðferðislegum sjónarmiðum. Nú liggur á borðinu samningur sem hugsanlega kostar okkur 32 milljarða króna, sem dreifast á næstu fimm árin. Og jafnvel minna þegar upp er staðið. Það er okkur ekki ofviða og jafnvel ódýrara en margar aðrar dauðagildrur, sem hrunið bjó til. Við þurfum á því að halda að létta gjaldeyrishöftum, við þurfum að koma atvinnulífinu í gang, við þurfum að endurnýja traust annarra þjóða á orðspori okkar og eiga þær að bandamönnum. Allt þetta hangir á Icesave-spýtunni. Nokkrir lögfræðimenntaðir menn hafa sent frá sér mörg greinarkorn um að hafna samningnum. Einn þeirra hefur jafnvel fullyrt að sigur Íslendinga í dómstólamáli sé „augljós niðurstaða“. Það kann að falla vel í kramið að fullyrða að Íslendingar eigi að standa á rétti sínum og neita að borga, nema með því að vera dæmdir til þess. Skora á fólk að hafna samningnum með því að hengja sig í lögfræðilegar fullyrðingar og þenja út brjóstkassann í nafni sjálfstæðis og fullveldis. Veruleikinn er hins vegar sá að sjálfstæði og fullveldi hverrar þjóðar byggist á samvinnu við aðrar þjóðir, lánafyrirgreiðslum, viðskiptum, gjaldeyristekjum og orðspori. Dagar Bjarts í Sumarhúsum eru liðnir. Það er af þessum ástæðum sem við eigum að láta af þeim sama sjálfbirgingshætti og leiddi til hrunsins. Draga úr áhættufíkninni og horfa til fleiri þátta en lögfræðinnar einnar, þegar kemur að lausn á milliríkjadeilum. Það er ekki auðvelt hlutverk að mæla með því að fólk greiði atkvæði með auknum útgjöldum og í rauninni fáránlegt að efna til slíkrar kosningar. En ég tek ofan hattinn fyrir þeim Bjarna Benediktssyni og Lárusi Blöndal, sem hafa mælt með samþykkt samningsins, og boðið birginn þeim háværu röddum innan Sjálfstæðisflokksins sem vilja segja nei við Icesave-samningnum. Þeir Bjarni og Lárus og fleiri úr þeirra röðum eru menn að meiri að taka ábyrga afstöðu, meta þjóðarhag fram yfir flokkadrætti og skilja samhengi málsins, skilja þá nauðsyn að Íslendingar geri það sem er skynsamlegast í stöðunni. Með dómstólaleiðinni er engin „augljós niðurstaða“ og mun taka langan tíma og kosta okkur jafnvel meiri pening en þann sem nú hefur verið samið um. Ég tala nú ekki um, ef málið tapast í þokkabót. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Icesave Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Vísindi, hugvit og seigla – hugsum stórt og svo stærra! Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Ég hef ekki komist hjá því að lesa og heyra málflutning þeirra sem eru andvígir því að samþykkja nýjustu samninga um uppgjör á Icesave. Tónninn er sá að við eigum ekki að borga, hafna samningum og velja dómstólaleiðina. Auðvitað hefði verið í lófa lagið frá upphafi þessa máls að fá úr því skorið hjá dómstólum hvar ábyrgðin lægi og hverjar væru lagalegar skuldbindingar Íslands. En þá er skylt að rifja upp að þáverandi fjármálaráðherra, Árni M. Mathiesen, sat fund fjármálaráðherra Evrópu í nóvember 2008 og hann lét til leiðast, undir þrýstingi, að samþykkja að skipaður yrði gerðardómur um það hvort íslenska ríkið bæri ábyrgð á Icesave-skuldinni. Það samþykki ráðherrans var dregið til baka daginn eftir, guði sé lof, enda lá strax ljóst fyrir að það var einróma álit þeirra þjóða sem þarna áttu í hlut að Ísland bæri þessa ábyrgð og yrði að standa undir henni. Ég var á Alþingi þegar hrunið skall á. Ég sat líka sem varaformaður í skatta- og efnahagsnefnd. Þar voru kallaðir fyrir forsvarsmenn atvinnurekenda, verkalýðs og embættismenn Seðlabanka, fjármálaráðuneytis og fjármálaeftirlits. Þar ríkti mikil örvilnun, því spurning var hvort greiðslukerfið stæðist álagið, hvort Ísland ætti fyrir mat, lyfjum, olíu og öðrum lífsnauðsynjum. Erlendir bankar höfðu lokað á gjaldeyrisviðskipti, útflytjendur komu ekki sínum gjaldeyri heim. Það var kolsvart fram undan og í allri örvæntingunni var leitað til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Okkur er öllum enn í minni hversu það dróst að fá peningalega aðstoð frá sjóðnum. Hver var ástæðan? Jú, Íslendingar þurftu að semja og ganga frá Icesave-málinu. Að öðrum kosti voru allar dyr lokaðar. Jafnvel frá okkar nánustu frændþjóðum. Þessi atburðarás sýndi fram á, svo ekki verður um villst, að Ísland stendur berskjaldað og má sín lítils ef samskiptin við umheiminn rofna og traustið á orðheldni og orðspori er ekki lengur til staðar. Í kjölfarið gáfu íslensk stjórnvöld út þá yfirlýsingu að þau stæðu við skuldbindingar sínar og samningar hófust. Og lán frá vinaþjóðum fengust á grundvelli þeirrar yfirlýsingar af hálfu Íslendinga að semja um málalok. Þetta mál snýst ekki eingöngu um lög, heldur og um siðferði, samskipti og orðspor. Segjum sem svo að breskur banki hefði opnað útibú á Íslandi og boðið Íslendingum að leggja lífeyri sinn inn á sparireikninga bankans með góðum vöxtum. Bankinn hefði síðan farið í þrot og breska ríkisstjórnin hefði sett lög, sem kvæðu á um að breskir innistæðueigendur fengju sínar innistæður í bankanum að fullu tryggðar, en innistæður íslenskra sparifjáreigenda væru tapaðar. Hvað hefðu Íslendingar sagt? Hvað hefði verið með jafnræðið, álit okkar á Bretum, traust okkar á starfsemi banka o.s.frv.? Hefði nokkur maður á Íslandi talið þetta réttlátt? Hvort heldur út frá lagalegum eða siðferðislegum sjónarmiðum. Nú liggur á borðinu samningur sem hugsanlega kostar okkur 32 milljarða króna, sem dreifast á næstu fimm árin. Og jafnvel minna þegar upp er staðið. Það er okkur ekki ofviða og jafnvel ódýrara en margar aðrar dauðagildrur, sem hrunið bjó til. Við þurfum á því að halda að létta gjaldeyrishöftum, við þurfum að koma atvinnulífinu í gang, við þurfum að endurnýja traust annarra þjóða á orðspori okkar og eiga þær að bandamönnum. Allt þetta hangir á Icesave-spýtunni. Nokkrir lögfræðimenntaðir menn hafa sent frá sér mörg greinarkorn um að hafna samningnum. Einn þeirra hefur jafnvel fullyrt að sigur Íslendinga í dómstólamáli sé „augljós niðurstaða“. Það kann að falla vel í kramið að fullyrða að Íslendingar eigi að standa á rétti sínum og neita að borga, nema með því að vera dæmdir til þess. Skora á fólk að hafna samningnum með því að hengja sig í lögfræðilegar fullyrðingar og þenja út brjóstkassann í nafni sjálfstæðis og fullveldis. Veruleikinn er hins vegar sá að sjálfstæði og fullveldi hverrar þjóðar byggist á samvinnu við aðrar þjóðir, lánafyrirgreiðslum, viðskiptum, gjaldeyristekjum og orðspori. Dagar Bjarts í Sumarhúsum eru liðnir. Það er af þessum ástæðum sem við eigum að láta af þeim sama sjálfbirgingshætti og leiddi til hrunsins. Draga úr áhættufíkninni og horfa til fleiri þátta en lögfræðinnar einnar, þegar kemur að lausn á milliríkjadeilum. Það er ekki auðvelt hlutverk að mæla með því að fólk greiði atkvæði með auknum útgjöldum og í rauninni fáránlegt að efna til slíkrar kosningar. En ég tek ofan hattinn fyrir þeim Bjarna Benediktssyni og Lárusi Blöndal, sem hafa mælt með samþykkt samningsins, og boðið birginn þeim háværu röddum innan Sjálfstæðisflokksins sem vilja segja nei við Icesave-samningnum. Þeir Bjarni og Lárus og fleiri úr þeirra röðum eru menn að meiri að taka ábyrga afstöðu, meta þjóðarhag fram yfir flokkadrætti og skilja samhengi málsins, skilja þá nauðsyn að Íslendingar geri það sem er skynsamlegast í stöðunni. Með dómstólaleiðinni er engin „augljós niðurstaða“ og mun taka langan tíma og kosta okkur jafnvel meiri pening en þann sem nú hefur verið samið um. Ég tala nú ekki um, ef málið tapast í þokkabót.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun