Fjórir kostir í gjaldeyrismálum Jón Steinsson skrifar 11. apríl 2011 06:00 Stjórnvöld virðast telja að við Íslendingar eigum einungis tvo kosti í gjaldeyrismálum: Krónu á bak við gjaldeyrishöft eða evru eftir inngöngu í ESB. Ég er ekki að öllu leyti sammála þessu. Ég tel að við eigum fjóra kosti í gjaldeyrismálum. 1. Sterk króna Það er ekkert náttúrulögmál að íslenska krónan þurfi að vera veikur gjaldmiðill með himinháa vexti. Þýskaland sneri við blaðinu eftir einhverja mestu óðaverðbólgu allra tíma og fylkti sér á bak við sterkt mark. Svissneski frankinn er sterkur og stöðugur gjaldmiðill með lága vexti þrátt fyrir að Sviss sé lítið land. Vandi okkar Íslendinga hefur verið að pólitískur vilji til þess að reka sterkan gjaldmiðil hefur aldrei verið fyrir hendi. Það hefur verið þjóðaríþrótt landsmanna að skammast í Seðlabankanum þegar hann hækkar vexti og reynir að halda aftur af eyðingu verðgildis krónunnar. Það er himinn og haf milli þeirra viðhorfa sem eru ríkjandi á Íslandi hvað varðar krónuna og þess sem þarf til þess að hún geti verið sterkur gjaldmiðill með lága vexti og lága verðbólgu til lengri tíma. En viðhorf geta breyst. Icesave-deilan setur reyndar strik í reikninginn eins og stendur. Það er líklegast ógerningur að reka sterkan sjálfstæðan gjaldmiðil á Íslandi þar til sú deila er leyst. En ef hún er leysist farsællega fyrir Ísland – stórt ef – er bjargfastur almennur pólitískur stuðningur við aðhaldssama peningamálastefnu það „eina" sem þarf til viðbótar. 2. Króna á bak við lás og slá Ef við höldum í krónuna en breytum ekki viðhorfum okkar til peningamála er líklega rétt að við þurfum á gjaldeyrishöftunum að halda í talsverðan tíma. Hvað er fengið með því að hafa gjaldeyrishöft? Það eru 450 ma.kr af erlendu fé sem er læst inni í landinu og getur ekkert annað gert en að fjármagna íslenska ríkið og íslensku bankana. Þar að auki er líklega talsvert af íslensku fé sem vill komast burt. Gjaldeyrishöftin hjálpa okkur því að halda vöxtum lágum og fjármagna ríkissjóð. Ef við lyftum gjaldeyrishöftunum án þess að sannfæra fjármagnseigendur (íslenska og erlenda) um að allt annar og meiri pólitískur stuðningur sé fyrir aðhaldssamri peningamálstefnu í framtíðinni, munu hundruð milljarða flýja land og einungis koma til baka ef þeir fá greidda himinháa vexti. Slíkt vaxtastig myndi drepa allt atvinnulíf á Íslandi. Eina ástæða þess að háir vextir drápu ekki allt kvikt á síðasta áratug var að bönkunum var leyft að horfa framhjá þeim efnahagslega raunveruleika sem þeir lifðu við og lána út í eitt í loftbóluverkefni. 3. ESB og svo evru Frá sjónarhóli gjaldeyrismála er evra í gegnum ESB afskaplega góður kostur. Í raun afsölum við okkur forræði yfir peningamálum og flytjum þannig inn þann trúverðugleika sem Seðlabanki Evrópu fékk í arf frá Seðlabanka Þýskalands. Vitaskuld gefum við eftir sveigjanleika. En hann er dýru verði keyptur. Fyrir hann þyrftum við áfram að greiða í formi himinhárra vaxta nema að okkur takist að fylkja okkur pólitískt á bak við aðhaldssama peningamálastefnu. Vandinn við þessa leið er að það hangir meira á ESB spýtunni en einungis evran. Í fyrsta langi þurfum við að ná góðum samningum varðandi auðlindir þjóðarinnar. Önnur stór spurning hefur með stefnu ESB þegar kemur að fjárhagsvandræðum aðildarríkja þess. Stefna sambandsins á síðustu misserum hefur verið að eigendur skuldabréfa banka og aðildarríkja sambandsins tapi aldrei eyri. Sambandið segist nú hafa markað aðra stefnu varðandi framtíðina. Þær yfirlýsingar verða hins vegar að teljast gjörsamlega ótrúverðugar. Ef samtryggingar skuldabréfaeigenda verður áfram stefna ESB er það verulegur ókostur við inngöngu í sambandið. Slík stefna leiðir af sér að þjóðir sem standa sig betur í fjármálum þurfa að greiða skuldir hinna. Og þrátt fyrir allt sem hefur gengið á síðustu ár er skuldastaða íslenska ríkisins betri en staða margra ríkja innan Evrópusambandsins. 4. Einhliða upptaka Flestir „málsmetandi menn" telja að einhliða upptaka alþjóðlegrar myntar sé ótækur kostur. Því er ég ósammála. Förum í gegnum helstu mótbárurnar. Við myndum verða af myntsláttuhagnaði ef við réðumst í einhliða upptöku. En það er kostnaður upp á aðeins 1-2% af VLF eins árs. Framtíðarskipan peningamála er nægilega mikilvæg til þess að 1-2% af VLF eins árs á ekki að ríða baggamun. Margir telja að einhliða upptaka leiði til þess að ríkið geti ekki lengur verið bakhjarl bankakerfisins í neyð. Því er ég ósammála. Hvort ríkið getur verið bakhjarl bankakerfisins í neyð snýst í grunninn um lánstraust ríkisins, ekki það hvort krónan er fyrir hendi. Áhlaupi á íslenska bankakerfið fylgir einatt áhlaup á krónuna (ef hún er til). Svo tilvist krónunnar hjálpar lítið ef ríkið vill stemma stigu við slíku áhlaupi. Það hjálpar að geta skellt á gjaldeyrishöftum. Það gætum við ekki gert í venjulegum skilningi ef við köstuðum krónunni. Gott lánstraust ríkisins væri því enn mikilvægara en ella. En, það er ekki útilokað að íslensk stjórnvöld hefðu tök á því að loka tímabundið á greiðslur inn og út úr íslenska bankakerfinu þótt krónan væri ekki lengur til staðar. Slíkar tímabundnar lokanir gætu verið það tæki sem við hefðum til reiðu og notuðum ef til almennrar skelfingar (e. panic) kæmi. Það er vitað að ESB lítur það mjög hornauga að ríki taki upp evru einhliða. En hvort það er meira í orði en á borði er erfitt að segja. Ef til vill væri hagstæðara frá pólitísku sjónarmiði að taka einhliða upp dönsku krónuna. Þar sem gengi dönsku krónunnar er fast við evru og vextir í Danmörku nánast þeir sömu og á evrusvæðinu hefur einhliða upptaka dönsku krónunnar nánast sömu kosti og einhliða upptaka evru. Annar kostur er Bandaríkjadalur. Hann er rótgróin og trúverðug alþjóðleg mynt og það er ólíklegt að stjórnvöld í Bandaríkjunum myndu bregðast illa við einhliða upptöku okkar Íslendinga. Það væri fljótfærni að útiloka alla kosti í gjaldeyrismálum nema þá sem kalla annað hvort á gjaldeyrishöft eða inngöngu í Evrópusambandið. Bæði sterk króna og einhliða upptaka eru kostir sem við eigum að taka alvarlega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Stjórnvöld virðast telja að við Íslendingar eigum einungis tvo kosti í gjaldeyrismálum: Krónu á bak við gjaldeyrishöft eða evru eftir inngöngu í ESB. Ég er ekki að öllu leyti sammála þessu. Ég tel að við eigum fjóra kosti í gjaldeyrismálum. 1. Sterk króna Það er ekkert náttúrulögmál að íslenska krónan þurfi að vera veikur gjaldmiðill með himinháa vexti. Þýskaland sneri við blaðinu eftir einhverja mestu óðaverðbólgu allra tíma og fylkti sér á bak við sterkt mark. Svissneski frankinn er sterkur og stöðugur gjaldmiðill með lága vexti þrátt fyrir að Sviss sé lítið land. Vandi okkar Íslendinga hefur verið að pólitískur vilji til þess að reka sterkan gjaldmiðil hefur aldrei verið fyrir hendi. Það hefur verið þjóðaríþrótt landsmanna að skammast í Seðlabankanum þegar hann hækkar vexti og reynir að halda aftur af eyðingu verðgildis krónunnar. Það er himinn og haf milli þeirra viðhorfa sem eru ríkjandi á Íslandi hvað varðar krónuna og þess sem þarf til þess að hún geti verið sterkur gjaldmiðill með lága vexti og lága verðbólgu til lengri tíma. En viðhorf geta breyst. Icesave-deilan setur reyndar strik í reikninginn eins og stendur. Það er líklegast ógerningur að reka sterkan sjálfstæðan gjaldmiðil á Íslandi þar til sú deila er leyst. En ef hún er leysist farsællega fyrir Ísland – stórt ef – er bjargfastur almennur pólitískur stuðningur við aðhaldssama peningamálastefnu það „eina" sem þarf til viðbótar. 2. Króna á bak við lás og slá Ef við höldum í krónuna en breytum ekki viðhorfum okkar til peningamála er líklega rétt að við þurfum á gjaldeyrishöftunum að halda í talsverðan tíma. Hvað er fengið með því að hafa gjaldeyrishöft? Það eru 450 ma.kr af erlendu fé sem er læst inni í landinu og getur ekkert annað gert en að fjármagna íslenska ríkið og íslensku bankana. Þar að auki er líklega talsvert af íslensku fé sem vill komast burt. Gjaldeyrishöftin hjálpa okkur því að halda vöxtum lágum og fjármagna ríkissjóð. Ef við lyftum gjaldeyrishöftunum án þess að sannfæra fjármagnseigendur (íslenska og erlenda) um að allt annar og meiri pólitískur stuðningur sé fyrir aðhaldssamri peningamálstefnu í framtíðinni, munu hundruð milljarða flýja land og einungis koma til baka ef þeir fá greidda himinháa vexti. Slíkt vaxtastig myndi drepa allt atvinnulíf á Íslandi. Eina ástæða þess að háir vextir drápu ekki allt kvikt á síðasta áratug var að bönkunum var leyft að horfa framhjá þeim efnahagslega raunveruleika sem þeir lifðu við og lána út í eitt í loftbóluverkefni. 3. ESB og svo evru Frá sjónarhóli gjaldeyrismála er evra í gegnum ESB afskaplega góður kostur. Í raun afsölum við okkur forræði yfir peningamálum og flytjum þannig inn þann trúverðugleika sem Seðlabanki Evrópu fékk í arf frá Seðlabanka Þýskalands. Vitaskuld gefum við eftir sveigjanleika. En hann er dýru verði keyptur. Fyrir hann þyrftum við áfram að greiða í formi himinhárra vaxta nema að okkur takist að fylkja okkur pólitískt á bak við aðhaldssama peningamálastefnu. Vandinn við þessa leið er að það hangir meira á ESB spýtunni en einungis evran. Í fyrsta langi þurfum við að ná góðum samningum varðandi auðlindir þjóðarinnar. Önnur stór spurning hefur með stefnu ESB þegar kemur að fjárhagsvandræðum aðildarríkja þess. Stefna sambandsins á síðustu misserum hefur verið að eigendur skuldabréfa banka og aðildarríkja sambandsins tapi aldrei eyri. Sambandið segist nú hafa markað aðra stefnu varðandi framtíðina. Þær yfirlýsingar verða hins vegar að teljast gjörsamlega ótrúverðugar. Ef samtryggingar skuldabréfaeigenda verður áfram stefna ESB er það verulegur ókostur við inngöngu í sambandið. Slík stefna leiðir af sér að þjóðir sem standa sig betur í fjármálum þurfa að greiða skuldir hinna. Og þrátt fyrir allt sem hefur gengið á síðustu ár er skuldastaða íslenska ríkisins betri en staða margra ríkja innan Evrópusambandsins. 4. Einhliða upptaka Flestir „málsmetandi menn" telja að einhliða upptaka alþjóðlegrar myntar sé ótækur kostur. Því er ég ósammála. Förum í gegnum helstu mótbárurnar. Við myndum verða af myntsláttuhagnaði ef við réðumst í einhliða upptöku. En það er kostnaður upp á aðeins 1-2% af VLF eins árs. Framtíðarskipan peningamála er nægilega mikilvæg til þess að 1-2% af VLF eins árs á ekki að ríða baggamun. Margir telja að einhliða upptaka leiði til þess að ríkið geti ekki lengur verið bakhjarl bankakerfisins í neyð. Því er ég ósammála. Hvort ríkið getur verið bakhjarl bankakerfisins í neyð snýst í grunninn um lánstraust ríkisins, ekki það hvort krónan er fyrir hendi. Áhlaupi á íslenska bankakerfið fylgir einatt áhlaup á krónuna (ef hún er til). Svo tilvist krónunnar hjálpar lítið ef ríkið vill stemma stigu við slíku áhlaupi. Það hjálpar að geta skellt á gjaldeyrishöftum. Það gætum við ekki gert í venjulegum skilningi ef við köstuðum krónunni. Gott lánstraust ríkisins væri því enn mikilvægara en ella. En, það er ekki útilokað að íslensk stjórnvöld hefðu tök á því að loka tímabundið á greiðslur inn og út úr íslenska bankakerfinu þótt krónan væri ekki lengur til staðar. Slíkar tímabundnar lokanir gætu verið það tæki sem við hefðum til reiðu og notuðum ef til almennrar skelfingar (e. panic) kæmi. Það er vitað að ESB lítur það mjög hornauga að ríki taki upp evru einhliða. En hvort það er meira í orði en á borði er erfitt að segja. Ef til vill væri hagstæðara frá pólitísku sjónarmiði að taka einhliða upp dönsku krónuna. Þar sem gengi dönsku krónunnar er fast við evru og vextir í Danmörku nánast þeir sömu og á evrusvæðinu hefur einhliða upptaka dönsku krónunnar nánast sömu kosti og einhliða upptaka evru. Annar kostur er Bandaríkjadalur. Hann er rótgróin og trúverðug alþjóðleg mynt og það er ólíklegt að stjórnvöld í Bandaríkjunum myndu bregðast illa við einhliða upptöku okkar Íslendinga. Það væri fljótfærni að útiloka alla kosti í gjaldeyrismálum nema þá sem kalla annað hvort á gjaldeyrishöft eða inngöngu í Evrópusambandið. Bæði sterk króna og einhliða upptaka eru kostir sem við eigum að taka alvarlega.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun