Steypa Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 21. apríl 2011 08:00 Reykjavík er malbik. Nær helmingur lands í borginni fer undir samgöngumannvirki. Ekki tíu prósent eða þrjátíu, heldur tæp fimmtíu. Það er meira land en notað er undir byggð svæði. Byggingar fá 42%, bílar 48%. Gott og vel – við þurfum að komast á milli staða. En er sjálfsagt að allir geti alltaf lagt bílum sínum hvar sem er, hvenær sem er, einungis nokkra metra frá áfangastað – og það ókeypis? Það kallar auðvitað á steypu og enn meiri steypu, heilan hafsjó af bílastæðum sem saman teppaleggja borgina. Yfir Reykjavík liggur þykkt steyputeppi með rándýrum „ókeypis" stæðum. Því auðvitað er nákvæmlega ekkert ókeypis við þau. Öll gjaldfrjálsu bílastæðin við stofnanir, fyrirtæki, verslanir og framhaldsskóla standa á rándýru landi og kosta formúu. Ekki er hins vegar rukkað gjald nema fyrir brotabrot af bílastæðunum á höfuðborgarsvæðinu: 99% stæðanna eru gjaldfrjáls. Eitt stæði þarfnast að minnsta kosti 12 fermetra af landi. Eiga skilyrðislaust að vera á lausu 12 fermetrar af „ókeypis" malbiki hvert sem mér dettur í hug að aka bílnum mínum? Ef ég sjálf á skilyrðislaust að geta lagt bílnum heima við og hjá vinnustaðnum er bíllinn minn búinn að eigna sér 24 fermetra af borgarlandinu án þess að ég hafi lagt það undir nokkurn mann. Ef ég á í ofanálag að geta skroppið í Smáralind, bíó eða niður að Tjörn – og valið úr stæðum sem þar skulu bíða eftir mér við hvert fótmál – þarf augljóslega enn meiri steypu, enn fleiri fermetra og enn meira land undir umferðarmannvirki. Auðvitað er rugl að ekki sé meginregla að menn stafli bílum frekar en að búa til endalaust af flötum bílastæðum þar sem einum bíl eru gefnir eftir 12 fermetrar. Bílastæðahús og bílakjallarar eru vissulega einkar ósjarmerandi en á móti er sóun á landi að leggja ekki mörgum bílum á mörgum hæðum á sömu 12 fermetrunum í borginni. Halló, meirihluti borgarbúa býr í fjölbýli því það að stafla fólkinu er ... tjah ... hagkvæm og skynsamleg nýting lóðarinnar ... Reykjavík er hafsjór af risavöxnum bílaplönum. Nýlegt dæmi er að finna hjá Háskólanum í Reykjavík sem fékk úthlutað lóð á einum besta stað í bænum. Og hvað var þá gert í útivistarparadísinni Nauthólsvík? Hellt malbiki yfir allt saman. Flottustu fermetrar borgarinnar voru lagðir undir flatt bílaplan með einum bíl í hverju plássi. Planið stendur hálftómt öll kvöld, allar nætur og allar helgar. Eins og öll hin bílastæðin við stofnanir og fyrirtæki í borginni. Dálítið mikil steypa? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun
Reykjavík er malbik. Nær helmingur lands í borginni fer undir samgöngumannvirki. Ekki tíu prósent eða þrjátíu, heldur tæp fimmtíu. Það er meira land en notað er undir byggð svæði. Byggingar fá 42%, bílar 48%. Gott og vel – við þurfum að komast á milli staða. En er sjálfsagt að allir geti alltaf lagt bílum sínum hvar sem er, hvenær sem er, einungis nokkra metra frá áfangastað – og það ókeypis? Það kallar auðvitað á steypu og enn meiri steypu, heilan hafsjó af bílastæðum sem saman teppaleggja borgina. Yfir Reykjavík liggur þykkt steyputeppi með rándýrum „ókeypis" stæðum. Því auðvitað er nákvæmlega ekkert ókeypis við þau. Öll gjaldfrjálsu bílastæðin við stofnanir, fyrirtæki, verslanir og framhaldsskóla standa á rándýru landi og kosta formúu. Ekki er hins vegar rukkað gjald nema fyrir brotabrot af bílastæðunum á höfuðborgarsvæðinu: 99% stæðanna eru gjaldfrjáls. Eitt stæði þarfnast að minnsta kosti 12 fermetra af landi. Eiga skilyrðislaust að vera á lausu 12 fermetrar af „ókeypis" malbiki hvert sem mér dettur í hug að aka bílnum mínum? Ef ég sjálf á skilyrðislaust að geta lagt bílnum heima við og hjá vinnustaðnum er bíllinn minn búinn að eigna sér 24 fermetra af borgarlandinu án þess að ég hafi lagt það undir nokkurn mann. Ef ég á í ofanálag að geta skroppið í Smáralind, bíó eða niður að Tjörn – og valið úr stæðum sem þar skulu bíða eftir mér við hvert fótmál – þarf augljóslega enn meiri steypu, enn fleiri fermetra og enn meira land undir umferðarmannvirki. Auðvitað er rugl að ekki sé meginregla að menn stafli bílum frekar en að búa til endalaust af flötum bílastæðum þar sem einum bíl eru gefnir eftir 12 fermetrar. Bílastæðahús og bílakjallarar eru vissulega einkar ósjarmerandi en á móti er sóun á landi að leggja ekki mörgum bílum á mörgum hæðum á sömu 12 fermetrunum í borginni. Halló, meirihluti borgarbúa býr í fjölbýli því það að stafla fólkinu er ... tjah ... hagkvæm og skynsamleg nýting lóðarinnar ... Reykjavík er hafsjór af risavöxnum bílaplönum. Nýlegt dæmi er að finna hjá Háskólanum í Reykjavík sem fékk úthlutað lóð á einum besta stað í bænum. Og hvað var þá gert í útivistarparadísinni Nauthólsvík? Hellt malbiki yfir allt saman. Flottustu fermetrar borgarinnar voru lagðir undir flatt bílaplan með einum bíl í hverju plássi. Planið stendur hálftómt öll kvöld, allar nætur og allar helgar. Eins og öll hin bílastæðin við stofnanir og fyrirtæki í borginni. Dálítið mikil steypa?
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun