Aldarfjórðungur frá slysinu í Tsjernobyl 26. apríl 2011 03:15 Ban ki-Moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Viktor Janúkovitsj, forseti Úkraínu, og Yukiya Amano, yfirmaður kjarnorkustofnunar Sameinuðu þjóðanna, fyrir utan kjarnaofninn sem sprakk fyrir aldarfjórðungi. nordicphotos/AFP Heimsbyggðin minnist þess að í dag verður liðinn aldarfjórðungur frá kjarnorkuslysinu í Tsjernobyl, fjórtán þúsund manna bæ í Úkraínu sem þá tilheyrði Sovétríkjunum. Atburðirnir í kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan hafa orðið til að minna enn frekar á þá hættu, sem fylgir nýtingu kjarnorkunnar. Þó eru þeir varla sambærilegir við það sem gerðist í Tsjernobyl. Á miðvikudag hófst alþjóðleg ráðstefna í Úkraínu til þess að safna fé til hreinsunarstarfs í Tsjernobyl, þar sem enn er mikið verk óunnið þótt aldarfjórðungur sé liðinn frá slysinu. Árangur fjársöfnunarinnar olli hins vegar vonbrigðum. Vonast hafði verið til að um 115 milljarðar króna myndu safnast, en þátttakendur ráðstefnunnar, sem voru bæði ríki og stofnanir, gáfu einungis vilyrði fyrir tæplega 70 milljörðum króna. Yukiya Amano, yfirmaður Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar, sagði í síðustu viku að hvorki Tsjernobylslysið né atburðirnir í Fukushima nú nýverið dragi úr vægi kjarnorkunnar. Hún verði áfram notuð víða um heim, en alþjóðasamfélagið verði samt að tryggja öryggi hennar.Í Japan gengur baráttan við lekann úr kjarnorkuverinu í Fukushima, sem skemmdist illa í hamförunum í síðasta mánuði, þó enn brösuglega. Japönsk stjórnvöld hafa ákveðið að framfylgja betur banni við mannaferðum í 20 kílómetra hringferli umhverfis verið. Á þessu svæði bjuggu nærri 80 þúsund manns í tíu þorpum og bæjum. Í Úkraínu komu tvö þúsund manns, sem unnu að hreinsun eftir slysið þar fyrir aldarfjórðungi, saman um síðustu helgi til að mótmæla því að lífeyrir til þeirra hefur lækkað. Alls voru um 600 þúsund manns sendir til Tsjernobyl víðs vegar að frá Sovétríkjunum til að sinna hreinsunarverkum og bjarga því sem bjargað varð. „Ég var 23 ára þá og sinnti skylduverkum mínum fyrir þjóðina," segir Leonid Lítvínenko, 48 ára gamall maður sem segist nú þurfa að nota helminginn af lífeyri sínum til að kaupa lyf. „Nú er ég öryrki og þjóðin mín hefur varpað mér fyrir borð." gudsteinn@frettabladid.is Tsjernobyl Úkraína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Heimsbyggðin minnist þess að í dag verður liðinn aldarfjórðungur frá kjarnorkuslysinu í Tsjernobyl, fjórtán þúsund manna bæ í Úkraínu sem þá tilheyrði Sovétríkjunum. Atburðirnir í kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan hafa orðið til að minna enn frekar á þá hættu, sem fylgir nýtingu kjarnorkunnar. Þó eru þeir varla sambærilegir við það sem gerðist í Tsjernobyl. Á miðvikudag hófst alþjóðleg ráðstefna í Úkraínu til þess að safna fé til hreinsunarstarfs í Tsjernobyl, þar sem enn er mikið verk óunnið þótt aldarfjórðungur sé liðinn frá slysinu. Árangur fjársöfnunarinnar olli hins vegar vonbrigðum. Vonast hafði verið til að um 115 milljarðar króna myndu safnast, en þátttakendur ráðstefnunnar, sem voru bæði ríki og stofnanir, gáfu einungis vilyrði fyrir tæplega 70 milljörðum króna. Yukiya Amano, yfirmaður Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar, sagði í síðustu viku að hvorki Tsjernobylslysið né atburðirnir í Fukushima nú nýverið dragi úr vægi kjarnorkunnar. Hún verði áfram notuð víða um heim, en alþjóðasamfélagið verði samt að tryggja öryggi hennar.Í Japan gengur baráttan við lekann úr kjarnorkuverinu í Fukushima, sem skemmdist illa í hamförunum í síðasta mánuði, þó enn brösuglega. Japönsk stjórnvöld hafa ákveðið að framfylgja betur banni við mannaferðum í 20 kílómetra hringferli umhverfis verið. Á þessu svæði bjuggu nærri 80 þúsund manns í tíu þorpum og bæjum. Í Úkraínu komu tvö þúsund manns, sem unnu að hreinsun eftir slysið þar fyrir aldarfjórðungi, saman um síðustu helgi til að mótmæla því að lífeyrir til þeirra hefur lækkað. Alls voru um 600 þúsund manns sendir til Tsjernobyl víðs vegar að frá Sovétríkjunum til að sinna hreinsunarverkum og bjarga því sem bjargað varð. „Ég var 23 ára þá og sinnti skylduverkum mínum fyrir þjóðina," segir Leonid Lítvínenko, 48 ára gamall maður sem segist nú þurfa að nota helminginn af lífeyri sínum til að kaupa lyf. „Nú er ég öryrki og þjóðin mín hefur varpað mér fyrir borð." gudsteinn@frettabladid.is
Tsjernobyl Úkraína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira