Góðlátlegt grín Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 28. apríl 2011 15:00 Bíó Arthur. Leikstjóri: Jason Winer. Aðalhlutverk: Russell Brand, Greta Gerwig, Helen Mirren Arthur er endurgerð samnefndrar kvikmyndar frá árinu 1981 þar sem Dudley Moore heitinn leikur drykkfellda milljónamæringinn Arthur Bach sem verður ástfanginn af stelsjúkri gengilbeinu. Fjölskylda hans vill hins vegar að hann kvænist stúlku af góðum ættum og hótar að gera Arthur arflausan verði hann ekki við þeim óskum. Í þessari nýju uppfærslu er það breski spaugarinn Russell Brand sem fer með hlutverk Arthurs. Hann gerir það nokkuð vel þrátt fyrir að vera ekki jafn fyndinn og forveri hans í rullunni. Á meðan gamli Arthur var fyrst og fremst þvoglumælt fyllibytta og leiðindaseggur er sá nýi sympatískari og mannlegri. Úr verður að nýja myndin kom mér töluvert sjaldnar til að hlæja en dramatíkin fannst mér sterkari. Greta Gerwig er þrælfín í hlutverki almúgastelpunnar og hefur reyndar vinninginn þar fram yfir Lizu Minelli, sem ég skildi aldrei almennilega hvað Arthur sá við í frumgerðinni. Skemmtilegustu persónu gömlu myndarinnar hefur þó verið breytt úr brytanum sem John Gielgud lék svo stórkostlega yfir í „barnfóstru“ en það er Helen Mirren sem reynir að tækla það og tekst ágætlega. Þó andlitslyfting myndarinnar hafi tekist betur en ég þorði að vona hlýtur maður samt að spyrja sig hvers vegna frábær gamanmynd er gerð upp á nýtt með ekki meiri breytingum en hér hafa verið gerðar, en innst inni veit maður auðvitað svarið. Niðurstaða: Krúttleg, rómantísk gamanmynd sem er brosleg frekar en fyndin. Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Bíó Arthur. Leikstjóri: Jason Winer. Aðalhlutverk: Russell Brand, Greta Gerwig, Helen Mirren Arthur er endurgerð samnefndrar kvikmyndar frá árinu 1981 þar sem Dudley Moore heitinn leikur drykkfellda milljónamæringinn Arthur Bach sem verður ástfanginn af stelsjúkri gengilbeinu. Fjölskylda hans vill hins vegar að hann kvænist stúlku af góðum ættum og hótar að gera Arthur arflausan verði hann ekki við þeim óskum. Í þessari nýju uppfærslu er það breski spaugarinn Russell Brand sem fer með hlutverk Arthurs. Hann gerir það nokkuð vel þrátt fyrir að vera ekki jafn fyndinn og forveri hans í rullunni. Á meðan gamli Arthur var fyrst og fremst þvoglumælt fyllibytta og leiðindaseggur er sá nýi sympatískari og mannlegri. Úr verður að nýja myndin kom mér töluvert sjaldnar til að hlæja en dramatíkin fannst mér sterkari. Greta Gerwig er þrælfín í hlutverki almúgastelpunnar og hefur reyndar vinninginn þar fram yfir Lizu Minelli, sem ég skildi aldrei almennilega hvað Arthur sá við í frumgerðinni. Skemmtilegustu persónu gömlu myndarinnar hefur þó verið breytt úr brytanum sem John Gielgud lék svo stórkostlega yfir í „barnfóstru“ en það er Helen Mirren sem reynir að tækla það og tekst ágætlega. Þó andlitslyfting myndarinnar hafi tekist betur en ég þorði að vona hlýtur maður samt að spyrja sig hvers vegna frábær gamanmynd er gerð upp á nýtt með ekki meiri breytingum en hér hafa verið gerðar, en innst inni veit maður auðvitað svarið. Niðurstaða: Krúttleg, rómantísk gamanmynd sem er brosleg frekar en fyndin.
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira