Krakkarnir í skólanum kalla mig Royal 29. apríl 2011 06:00 Óðinn heyrir reglulega í afa sínum í Boston Spa og segir hann spenntan fyrir brúðkaupinu í dag. Fréttablaðið/Anton „Hann er núna aðalkarlinn í þorpinu sínu," segir Óðinn Páll Ríkharðsson, sautján ára nemandi í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Þar vísar hann til afa síns, Davids Middleton, sem verður í dag viðstaddur brúðkaup frænku sinnar, Kate Middleton, og Vilhjálms Bretaprins í Westminster Abbey í London. Ekkjumaðurinn og lögfræðingurinn David er eins konar höfuð Middleton-fjölskyldunnar, elsti meðlimur hennar sem enn lifir. Hann og faðir brúðarinnar, Michael Middleton, eru systkinabörn. Óðinn Páll segist alla tíð hafa átt regluleg samskipti við afa sinn og heimsótt hann á sumrin til smábæjarins Boston Spa í Yorkshire-héraði, þar sem sá gamli er nú hrókur alls fagnaðar. Hann segist ekki hafa íhugað að taka upp eftirnafnið Middleton, eins og hann gæti gert. „Það væri þá frekar að breyta því í Richardsson," segir hann, en faðir hans er Richard Middleton, menntaskólakennari á Akureyri.Frænka Pabbi Kate Middleton og afi Óðins eru systkinasynir.Stóra spurningin er hins vegar þessi: Hefur Óðinn Páll hitt Kate? Hann segist ekki muna eftir því. „En ég hef örugglega verið með henni í fjölskylduboði einhvern tímann." Óðinn Páll segisthafa verið að skrifast á við afa sinn upp á síðkastið og kveður hann mjög spenntan fyrir brúðkaupinu í dag. En þá er ekki öll sagan sögð, því Óðinn Páll á annan afa, og raunar ömmu líka, sem einnig hafa verið viðstödd konunglegt brúðkaup í Bretlandi, ótrúlegt en satt. Móðurafi hans, Sigurður Bjarnason, var sendiherra Íslands í London á árum áður og fór sem slíkur í brúðkaup Karls Bretaprins og Díönu prinsessu af Wales fyrir þrjátíu árum ásamt konu sinni, Ólöfu Pálsdóttur. Óðinn Páll segist reyndar aldrei hafa rætt brúðkaupið við Sigurð afa sinn. „En ég get ímyndað mér að hann eigi nokkrar góðar sögur þaðan," bætir hann við. Og hvernig skyldi það vera fyrir sautján ára menntskæling uppi á Íslandi að eiga afa og ömmu sem hafa umgengist allt þetta kóngafólk? „Ég er alveg rólegur yfir þessu," segir hann, en játar að athyglin sem hann fær frá vinum sínum og félögum vegna málsins sé pínulítið spennandi. „Krakkarnir í skólanum kalla mig Royal," segir Óðinn Páll Ríkharðsson, frændi tilvonandi Bretaprinsessu. stigur@frettabladid.is William & Kate Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira
„Hann er núna aðalkarlinn í þorpinu sínu," segir Óðinn Páll Ríkharðsson, sautján ára nemandi í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Þar vísar hann til afa síns, Davids Middleton, sem verður í dag viðstaddur brúðkaup frænku sinnar, Kate Middleton, og Vilhjálms Bretaprins í Westminster Abbey í London. Ekkjumaðurinn og lögfræðingurinn David er eins konar höfuð Middleton-fjölskyldunnar, elsti meðlimur hennar sem enn lifir. Hann og faðir brúðarinnar, Michael Middleton, eru systkinabörn. Óðinn Páll segist alla tíð hafa átt regluleg samskipti við afa sinn og heimsótt hann á sumrin til smábæjarins Boston Spa í Yorkshire-héraði, þar sem sá gamli er nú hrókur alls fagnaðar. Hann segist ekki hafa íhugað að taka upp eftirnafnið Middleton, eins og hann gæti gert. „Það væri þá frekar að breyta því í Richardsson," segir hann, en faðir hans er Richard Middleton, menntaskólakennari á Akureyri.Frænka Pabbi Kate Middleton og afi Óðins eru systkinasynir.Stóra spurningin er hins vegar þessi: Hefur Óðinn Páll hitt Kate? Hann segist ekki muna eftir því. „En ég hef örugglega verið með henni í fjölskylduboði einhvern tímann." Óðinn Páll segisthafa verið að skrifast á við afa sinn upp á síðkastið og kveður hann mjög spenntan fyrir brúðkaupinu í dag. En þá er ekki öll sagan sögð, því Óðinn Páll á annan afa, og raunar ömmu líka, sem einnig hafa verið viðstödd konunglegt brúðkaup í Bretlandi, ótrúlegt en satt. Móðurafi hans, Sigurður Bjarnason, var sendiherra Íslands í London á árum áður og fór sem slíkur í brúðkaup Karls Bretaprins og Díönu prinsessu af Wales fyrir þrjátíu árum ásamt konu sinni, Ólöfu Pálsdóttur. Óðinn Páll segist reyndar aldrei hafa rætt brúðkaupið við Sigurð afa sinn. „En ég get ímyndað mér að hann eigi nokkrar góðar sögur þaðan," bætir hann við. Og hvernig skyldi það vera fyrir sautján ára menntskæling uppi á Íslandi að eiga afa og ömmu sem hafa umgengist allt þetta kóngafólk? „Ég er alveg rólegur yfir þessu," segir hann, en játar að athyglin sem hann fær frá vinum sínum og félögum vegna málsins sé pínulítið spennandi. „Krakkarnir í skólanum kalla mig Royal," segir Óðinn Páll Ríkharðsson, frændi tilvonandi Bretaprinsessu. stigur@frettabladid.is
William & Kate Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn Sjá meira