Fyrsti maí - dagur samstöðu Elín Björg Jónsdóttir skrifar 30. apríl 2011 06:00 Fyrsti maí – alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Í raun þarf ekki að segja mikið meira um þennan dag en bara þetta; mikilvægi hans og hlutverk liggur í þessum orðum. Um þennan dag liggur órofa þráður allt frá frönsku byltingunni til launafólks nútímans. Það var á hundrað ára afmæli byltingarinnar, árið 1889, þegar ákveðið var að þessi dagur skyldi helgaður baráttu verkafólks um allan heim. Hingað barst hefðin árið 1923 þegar fyrsta kröfugangan var farin. Og á morgun göngum við enn. Við göngum til að minnast unninna sigra, til að minnast genginna kynslóða og áunninna réttinda. Við göngum til að heiðra forgöngumenn og konur sem börðust fyrir réttindum sem við teljum í dag sjálfsögð. Sem börðust fyrir átta stunda vinnudegi, betri vinnuaðstöðu, bættum kjörum, öflugu velferðarkerfi og mannsæmandi húsnæði. Börðust og höfðu sigur. Þeirra minnumst við nú. En fyrsti maí er ekki bara minningarhátíð, öðru nær. Um leið og við lítum til fortíðar er nauðsynlegt að horfa einnig fram á veg. Horfa til þess sem er óunnið og þar er af nógu að taka. Undanfarin ár hafa verið okkur erfið og endurreisn íslensks samfélags hefur kostað okkur miklar fórnir. Launafólk hefur þurft að taka á sig kjaraskerðingu og ótal margir hafa misst vinnuna. Langtímaatvinnuleysi er orðið vandamál í íslensku samfélagi. Skorið hefur verið niður og nú er svo komið að sjálfu velferðarkerfinu, fjöreggi þjóðarinnar, er hætta búin. Þar verður einfaldlega ekki skorið meira niður eigi að viðhalda því öryggisneti sem velferðarkerfið er og forfeður okkar komu á fót, oftar en ekki við mjög erfiðar aðstæður. Fyrsti maí á að brýna okkur til góðra verka. Hann á að efla samstöðu okkar, hvetja okkur til að taka höndum saman og byggja upp réttlátt þjóðfélag. Öll hljótum við að vilja réttlátt þjóðfélag og ef viljinn er til staðar er annað einungis úrlausnarefni. Vissulega flókið, en með samstöðu okkar allra tekst okkur ætlunarverkið. BSRB hefur margoft lýst sig reiðubúið til viðræðna um breytta samfélagsgerð, um uppbyggingu þjóðfélagsins. Slíkar viðræður eiga hins vegar að vera ótengdar kjarasamningum. Það er sorgleg staðreynd að fyrsti maí renni nú upp og enn sé ósamið eftir að kjarasamningar hafa verið lausir í hálft ár. Það er fráleit staða að ríkisvaldið og sveitarfélögin hafi ekki getu og kjark til að ganga frá samningum við sína starfsmenn, heldur láti lítinn hluta atvinnurekenda ráða för í kjarasamningum. Slíkt ber ekki vott um virðingu fyrir starfsmönnum. Stjórn BSRB hefur samþykkt ályktun þar sem fjármálaráðherra, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg eru hvött til að viðurkenna ábyrgð gagnvart starfsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra. Það er þjóðfélagsleg nauðsyn að ljúka gera kjarasamninga án tafar. Látum fyrsta maí blása okkur bjartsýnisanda í brjóst. Látum hann verða til að sameina okkur til að bæta samfélagið. Látum hann efla samkenndina með okkur sem er samfélaginu nauðsynleg. Tökum saman höndum og tökum til starfa. Gleðilegan fyrsta maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Fyrsti maí – alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins. Í raun þarf ekki að segja mikið meira um þennan dag en bara þetta; mikilvægi hans og hlutverk liggur í þessum orðum. Um þennan dag liggur órofa þráður allt frá frönsku byltingunni til launafólks nútímans. Það var á hundrað ára afmæli byltingarinnar, árið 1889, þegar ákveðið var að þessi dagur skyldi helgaður baráttu verkafólks um allan heim. Hingað barst hefðin árið 1923 þegar fyrsta kröfugangan var farin. Og á morgun göngum við enn. Við göngum til að minnast unninna sigra, til að minnast genginna kynslóða og áunninna réttinda. Við göngum til að heiðra forgöngumenn og konur sem börðust fyrir réttindum sem við teljum í dag sjálfsögð. Sem börðust fyrir átta stunda vinnudegi, betri vinnuaðstöðu, bættum kjörum, öflugu velferðarkerfi og mannsæmandi húsnæði. Börðust og höfðu sigur. Þeirra minnumst við nú. En fyrsti maí er ekki bara minningarhátíð, öðru nær. Um leið og við lítum til fortíðar er nauðsynlegt að horfa einnig fram á veg. Horfa til þess sem er óunnið og þar er af nógu að taka. Undanfarin ár hafa verið okkur erfið og endurreisn íslensks samfélags hefur kostað okkur miklar fórnir. Launafólk hefur þurft að taka á sig kjaraskerðingu og ótal margir hafa misst vinnuna. Langtímaatvinnuleysi er orðið vandamál í íslensku samfélagi. Skorið hefur verið niður og nú er svo komið að sjálfu velferðarkerfinu, fjöreggi þjóðarinnar, er hætta búin. Þar verður einfaldlega ekki skorið meira niður eigi að viðhalda því öryggisneti sem velferðarkerfið er og forfeður okkar komu á fót, oftar en ekki við mjög erfiðar aðstæður. Fyrsti maí á að brýna okkur til góðra verka. Hann á að efla samstöðu okkar, hvetja okkur til að taka höndum saman og byggja upp réttlátt þjóðfélag. Öll hljótum við að vilja réttlátt þjóðfélag og ef viljinn er til staðar er annað einungis úrlausnarefni. Vissulega flókið, en með samstöðu okkar allra tekst okkur ætlunarverkið. BSRB hefur margoft lýst sig reiðubúið til viðræðna um breytta samfélagsgerð, um uppbyggingu þjóðfélagsins. Slíkar viðræður eiga hins vegar að vera ótengdar kjarasamningum. Það er sorgleg staðreynd að fyrsti maí renni nú upp og enn sé ósamið eftir að kjarasamningar hafa verið lausir í hálft ár. Það er fráleit staða að ríkisvaldið og sveitarfélögin hafi ekki getu og kjark til að ganga frá samningum við sína starfsmenn, heldur láti lítinn hluta atvinnurekenda ráða för í kjarasamningum. Slíkt ber ekki vott um virðingu fyrir starfsmönnum. Stjórn BSRB hefur samþykkt ályktun þar sem fjármálaráðherra, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg eru hvött til að viðurkenna ábyrgð gagnvart starfsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra. Það er þjóðfélagsleg nauðsyn að ljúka gera kjarasamninga án tafar. Látum fyrsta maí blása okkur bjartsýnisanda í brjóst. Látum hann verða til að sameina okkur til að bæta samfélagið. Látum hann efla samkenndina með okkur sem er samfélaginu nauðsynleg. Tökum saman höndum og tökum til starfa. Gleðilegan fyrsta maí.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar