Engill í húsi Sr. Sigurður Árni Þórðarson skrifar 3. maí 2011 07:00 Ég á fimm börn og þau eru gimsteinar. Þegar yngstu drengir mínir, tvíburar sem nú eru fimm ára, fæddust hafði ég næði til að íhuga hvernig börn geta breytt heiminum. Fyrstu vikurnar hleyptum við, heimilisfólkið, ekki streitu að okkur. Váleg tíðindi og vondum fréttum var haldið utan húss. Löngun að kveikja á sjónvarpsfréttum þvarr og útvarpsfréttir hljómuðu lágstemmt. Það var helst að ég fletti netmiðlum á skjánum til að skima fréttayfirlitin, þó ekki væri nema til að fylgjast með gengi minna manna í enska og spænska boltanum! Börn geta breytt heiminum, já – en hvernig? Litlum börnum fylgja vitaskuld álag og missvefn, en jafnframt kalla börn á afstöðubreytingu. Þau eru í altæku varnarleysi sínu brýning, að hindra að slæmt áreiti fái komist inn á heimilið og í fólk. Börn þarfnast að asa, óreiðu og stressi sé haldið utan dyra. Getur verið að þú þarfnist hins sama? Magnea Þorkelsdóttir var helg kona. Hún kom í mitt hús og fagnaði nýfæddum drengjum og sagði þessa sláandi setningu: „Þar sem er engill í húsi er ekki hægt að hugsa neitt vont.“ Spekin hefur lifað með mér. Hið vonda og skelfilega fær ekki sama aðgang að lífi manna þegar englar búa í húsi. Þau, sem eiga að vernda aðra, verða að hafa hlutverk sitt á hreinu og vera heil í afstöðu verndarinnar. Í ævintýrum er oft sagt frá álögum í tengslum við smábörn. Til að forðast ill álög þarf að rækta innri mann. Trú hefur um aldir verið besta heimavörnin í þeim efnum. Grikkir töluðu forðum um kaþarsis, sem varðar tæmingu eða hreinsun. Í trúræktarsamhengi er kaþarsis þegar einstaklingur losnar undan álögum, hinu illa. Tvíburarnir mínir urðu mér tilefni tæmingar og endurmats. Að baki var og er þrá að spilla í engu umönnun hins unga lífs, að leyfa ekki vonsku að seytla um sálir heimilisfólksins, síast í sængurföt barna og spilla frumbernsku englanna í vöggunum. Börn koma og fara, en lífshvatar þeirra mega lifa í öllum húsum. Engilafstaðan þarf að búa með og í okkur. Tilveran með engil í húsi er afstaða þroskans. Vitundin um átök lífsins hverfur ekki, heldur aðeins streitan og váin. Álög falla. Það sem börn þarfnast er allra þörf. Engill í húsi er eftirsóknarverður og englar í húsum eru guðsgjöf. Býr í þér þörf fyrir kyrru, visku – engil? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Skoðun
Ég á fimm börn og þau eru gimsteinar. Þegar yngstu drengir mínir, tvíburar sem nú eru fimm ára, fæddust hafði ég næði til að íhuga hvernig börn geta breytt heiminum. Fyrstu vikurnar hleyptum við, heimilisfólkið, ekki streitu að okkur. Váleg tíðindi og vondum fréttum var haldið utan húss. Löngun að kveikja á sjónvarpsfréttum þvarr og útvarpsfréttir hljómuðu lágstemmt. Það var helst að ég fletti netmiðlum á skjánum til að skima fréttayfirlitin, þó ekki væri nema til að fylgjast með gengi minna manna í enska og spænska boltanum! Börn geta breytt heiminum, já – en hvernig? Litlum börnum fylgja vitaskuld álag og missvefn, en jafnframt kalla börn á afstöðubreytingu. Þau eru í altæku varnarleysi sínu brýning, að hindra að slæmt áreiti fái komist inn á heimilið og í fólk. Börn þarfnast að asa, óreiðu og stressi sé haldið utan dyra. Getur verið að þú þarfnist hins sama? Magnea Þorkelsdóttir var helg kona. Hún kom í mitt hús og fagnaði nýfæddum drengjum og sagði þessa sláandi setningu: „Þar sem er engill í húsi er ekki hægt að hugsa neitt vont.“ Spekin hefur lifað með mér. Hið vonda og skelfilega fær ekki sama aðgang að lífi manna þegar englar búa í húsi. Þau, sem eiga að vernda aðra, verða að hafa hlutverk sitt á hreinu og vera heil í afstöðu verndarinnar. Í ævintýrum er oft sagt frá álögum í tengslum við smábörn. Til að forðast ill álög þarf að rækta innri mann. Trú hefur um aldir verið besta heimavörnin í þeim efnum. Grikkir töluðu forðum um kaþarsis, sem varðar tæmingu eða hreinsun. Í trúræktarsamhengi er kaþarsis þegar einstaklingur losnar undan álögum, hinu illa. Tvíburarnir mínir urðu mér tilefni tæmingar og endurmats. Að baki var og er þrá að spilla í engu umönnun hins unga lífs, að leyfa ekki vonsku að seytla um sálir heimilisfólksins, síast í sængurföt barna og spilla frumbernsku englanna í vöggunum. Börn koma og fara, en lífshvatar þeirra mega lifa í öllum húsum. Engilafstaðan þarf að búa með og í okkur. Tilveran með engil í húsi er afstaða þroskans. Vitundin um átök lífsins hverfur ekki, heldur aðeins streitan og váin. Álög falla. Það sem börn þarfnast er allra þörf. Engill í húsi er eftirsóknarverður og englar í húsum eru guðsgjöf. Býr í þér þörf fyrir kyrru, visku – engil?
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun