Geir ákærður í næstu viku 7. maí 2011 07:30 Geir H. Haarde Saksóknari Alþingis mun gefa út ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í næstu viku. Ákæruskjalið er tilbúið og verður sent dómnum og verjanda Geirs eftir helgi ásamt öllum gögnum málsins. Ákæran er einungis um tvær blaðsíður. Henni fylgja hins vegar ótal skjöl, samtals vel á fjórða þúsund blaðsíður upp úr tölvupósti, skýrslum rannsóknarnefndar Alþingis og öðru. Þegar Fréttablaðið hafði samband við Sigríði Friðjónsdóttur, saksóknara Alþingis, í gær voru hún og samstarfsmenn hennar tveir að leggja lokahönd á um hundrað síðna skjalaskrá, þar sem gerð er grein fyrir gögnunum og því markverðasta sem í þeim má finna. Eftir helgi verður ákæran og fylgigögnin send í ljósritun. Hver dómaranna fimmtán í landsdómi fær sitt eintak, eins og saksóknari og verjandi. Því má gera ráð fyrir að heildarfjöldi blaðsíðna sem ljósrita þarf verði á bilinu fjörutíu til sjötíu þúsund. Eintökin verða líklega í tíu bindum hvert. Þegar dómurinn hefur fengið ákæruna í hendur er það hlutverk hans að stefna Geir fyrir dóminn svo þingfesta megi ákæruna. Þingfestingin getur þó ekki farið fram fyrr en þremur vikum eftir að stefnan er birt. Það verður því tæpast fyrr en í lok mánaðar eða í byrjun júní, að mati Sigríðar.- sh Landsdómur Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Saksóknari Alþingis mun gefa út ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í næstu viku. Ákæruskjalið er tilbúið og verður sent dómnum og verjanda Geirs eftir helgi ásamt öllum gögnum málsins. Ákæran er einungis um tvær blaðsíður. Henni fylgja hins vegar ótal skjöl, samtals vel á fjórða þúsund blaðsíður upp úr tölvupósti, skýrslum rannsóknarnefndar Alþingis og öðru. Þegar Fréttablaðið hafði samband við Sigríði Friðjónsdóttur, saksóknara Alþingis, í gær voru hún og samstarfsmenn hennar tveir að leggja lokahönd á um hundrað síðna skjalaskrá, þar sem gerð er grein fyrir gögnunum og því markverðasta sem í þeim má finna. Eftir helgi verður ákæran og fylgigögnin send í ljósritun. Hver dómaranna fimmtán í landsdómi fær sitt eintak, eins og saksóknari og verjandi. Því má gera ráð fyrir að heildarfjöldi blaðsíðna sem ljósrita þarf verði á bilinu fjörutíu til sjötíu þúsund. Eintökin verða líklega í tíu bindum hvert. Þegar dómurinn hefur fengið ákæruna í hendur er það hlutverk hans að stefna Geir fyrir dóminn svo þingfesta megi ákæruna. Þingfestingin getur þó ekki farið fram fyrr en þremur vikum eftir að stefnan er birt. Það verður því tæpast fyrr en í lok mánaðar eða í byrjun júní, að mati Sigríðar.- sh
Landsdómur Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira