Lady Gaga vísar guðlasti á bug 7. maí 2011 13:00 Lady Gaga-maskínan virðist eitthvað vera farin að hiksta. Eftir fáránlega velgengni að undanförnu hefur nýjasta efninu hennar verið tekið fremur fálega. Og nýjasta myndbandið hennar virðist ekki ætla að valda þeim deilum sem lágu í loftinu. Bandaríska söngkonan Lady Gaga vísar því algerlega á bug í samtali við MTV-sjónvarpsstöðina að nýjasta myndband hennar við lagið Judas sé guðlast. Þvert á móti sé hún ákaflega trúuð og andlega sinnuð manneskja sem virði trúarbrögð allra. „Og þar að auki er ég mjög upptekin af trúarlegri list, eiginlega bara heltekin," hefur MTV eftir söngkonunni. Stiklan hafði vart sungið sitt síðasta fyrr en hinir og þessir kristnu trúarhópar tóku að úthrópa söngkonuna fyrir guðlast. Og það er ekkert skrítið að hinir móðgunargjörnu kristnu trúarhópar í Ameríku hafi fengið hland fyrir hjartað. Í myndbandinu birtist Gaga nefnilega í líki Maríu Magdalenu og á vingott við bæði Jesús og Júdas í einu. Hinir lærisveinarnir eru síðan sýndir leðurklæddir undir merkjum Hell's Angels. En það er engin predikari að brenna diska, plaköt og myndir af Gaga í Biblíubeltinu bandaríska. Á tónlistarvefsíðu Independent er fjallað um myndbandið og það mikla „hype" sem hafði verið skapað í kringum það. Gaga sagði sjálf að myndbandið væri vélhjólamynd að hætti Fellini þar sem lærisveinarnir eru uppreisnarseggir í Jerúsalem nútímans. „Maskínan fór af stað, þetta átti að verða umdeildasta myndband allra tíma og kosta meira en 10 milljónir dollara og þegar tilkynnt var að Lady Gaga væri aðstoðarleikstjóri fóru viðvörunarbjöllurnar strax að hringja," skrifar blaðamaður Independent. Hann bendir hins vegar á að Born This Way hafi ekki náð fyrsta sætinu í Bretlandi og smáskífan Júdas hafi dottið út af topp 20 eftir aðeins þrjár vikur og engan veginn náð sér á strik í Ameríku. „Það kom því ekkert á óvart að myndbandinu skyldi vera lekið á netið degi fyrir áætlaða frumsýningu." Lady Gaga er sjálf alin upp samkvæmt kaþólskum sið og hún hefur tekið fram að myndbandinu sé alls ekki beint gegn kristinni trú. Gaga er auðvitað ekki fyrsta söngkonan sem veldur fjaðrafoki meðal kristinna því Madonna gerði þetta ítrekað á sínum yngri árum. Og eins merkilegt og það kann að hljóma; þá er Madonna einnig alin upp á strangtrúuðu kaþólsku heimili. freyrgigja@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
Lady Gaga-maskínan virðist eitthvað vera farin að hiksta. Eftir fáránlega velgengni að undanförnu hefur nýjasta efninu hennar verið tekið fremur fálega. Og nýjasta myndbandið hennar virðist ekki ætla að valda þeim deilum sem lágu í loftinu. Bandaríska söngkonan Lady Gaga vísar því algerlega á bug í samtali við MTV-sjónvarpsstöðina að nýjasta myndband hennar við lagið Judas sé guðlast. Þvert á móti sé hún ákaflega trúuð og andlega sinnuð manneskja sem virði trúarbrögð allra. „Og þar að auki er ég mjög upptekin af trúarlegri list, eiginlega bara heltekin," hefur MTV eftir söngkonunni. Stiklan hafði vart sungið sitt síðasta fyrr en hinir og þessir kristnu trúarhópar tóku að úthrópa söngkonuna fyrir guðlast. Og það er ekkert skrítið að hinir móðgunargjörnu kristnu trúarhópar í Ameríku hafi fengið hland fyrir hjartað. Í myndbandinu birtist Gaga nefnilega í líki Maríu Magdalenu og á vingott við bæði Jesús og Júdas í einu. Hinir lærisveinarnir eru síðan sýndir leðurklæddir undir merkjum Hell's Angels. En það er engin predikari að brenna diska, plaköt og myndir af Gaga í Biblíubeltinu bandaríska. Á tónlistarvefsíðu Independent er fjallað um myndbandið og það mikla „hype" sem hafði verið skapað í kringum það. Gaga sagði sjálf að myndbandið væri vélhjólamynd að hætti Fellini þar sem lærisveinarnir eru uppreisnarseggir í Jerúsalem nútímans. „Maskínan fór af stað, þetta átti að verða umdeildasta myndband allra tíma og kosta meira en 10 milljónir dollara og þegar tilkynnt var að Lady Gaga væri aðstoðarleikstjóri fóru viðvörunarbjöllurnar strax að hringja," skrifar blaðamaður Independent. Hann bendir hins vegar á að Born This Way hafi ekki náð fyrsta sætinu í Bretlandi og smáskífan Júdas hafi dottið út af topp 20 eftir aðeins þrjár vikur og engan veginn náð sér á strik í Ameríku. „Það kom því ekkert á óvart að myndbandinu skyldi vera lekið á netið degi fyrir áætlaða frumsýningu." Lady Gaga er sjálf alin upp samkvæmt kaþólskum sið og hún hefur tekið fram að myndbandinu sé alls ekki beint gegn kristinni trú. Gaga er auðvitað ekki fyrsta söngkonan sem veldur fjaðrafoki meðal kristinna því Madonna gerði þetta ítrekað á sínum yngri árum. Og eins merkilegt og það kann að hljóma; þá er Madonna einnig alin upp á strangtrúuðu kaþólsku heimili. freyrgigja@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira