Lady Gaga vísar guðlasti á bug 7. maí 2011 13:00 Lady Gaga-maskínan virðist eitthvað vera farin að hiksta. Eftir fáránlega velgengni að undanförnu hefur nýjasta efninu hennar verið tekið fremur fálega. Og nýjasta myndbandið hennar virðist ekki ætla að valda þeim deilum sem lágu í loftinu. Bandaríska söngkonan Lady Gaga vísar því algerlega á bug í samtali við MTV-sjónvarpsstöðina að nýjasta myndband hennar við lagið Judas sé guðlast. Þvert á móti sé hún ákaflega trúuð og andlega sinnuð manneskja sem virði trúarbrögð allra. „Og þar að auki er ég mjög upptekin af trúarlegri list, eiginlega bara heltekin," hefur MTV eftir söngkonunni. Stiklan hafði vart sungið sitt síðasta fyrr en hinir og þessir kristnu trúarhópar tóku að úthrópa söngkonuna fyrir guðlast. Og það er ekkert skrítið að hinir móðgunargjörnu kristnu trúarhópar í Ameríku hafi fengið hland fyrir hjartað. Í myndbandinu birtist Gaga nefnilega í líki Maríu Magdalenu og á vingott við bæði Jesús og Júdas í einu. Hinir lærisveinarnir eru síðan sýndir leðurklæddir undir merkjum Hell's Angels. En það er engin predikari að brenna diska, plaköt og myndir af Gaga í Biblíubeltinu bandaríska. Á tónlistarvefsíðu Independent er fjallað um myndbandið og það mikla „hype" sem hafði verið skapað í kringum það. Gaga sagði sjálf að myndbandið væri vélhjólamynd að hætti Fellini þar sem lærisveinarnir eru uppreisnarseggir í Jerúsalem nútímans. „Maskínan fór af stað, þetta átti að verða umdeildasta myndband allra tíma og kosta meira en 10 milljónir dollara og þegar tilkynnt var að Lady Gaga væri aðstoðarleikstjóri fóru viðvörunarbjöllurnar strax að hringja," skrifar blaðamaður Independent. Hann bendir hins vegar á að Born This Way hafi ekki náð fyrsta sætinu í Bretlandi og smáskífan Júdas hafi dottið út af topp 20 eftir aðeins þrjár vikur og engan veginn náð sér á strik í Ameríku. „Það kom því ekkert á óvart að myndbandinu skyldi vera lekið á netið degi fyrir áætlaða frumsýningu." Lady Gaga er sjálf alin upp samkvæmt kaþólskum sið og hún hefur tekið fram að myndbandinu sé alls ekki beint gegn kristinni trú. Gaga er auðvitað ekki fyrsta söngkonan sem veldur fjaðrafoki meðal kristinna því Madonna gerði þetta ítrekað á sínum yngri árum. Og eins merkilegt og það kann að hljóma; þá er Madonna einnig alin upp á strangtrúuðu kaþólsku heimili. freyrgigja@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Lady Gaga-maskínan virðist eitthvað vera farin að hiksta. Eftir fáránlega velgengni að undanförnu hefur nýjasta efninu hennar verið tekið fremur fálega. Og nýjasta myndbandið hennar virðist ekki ætla að valda þeim deilum sem lágu í loftinu. Bandaríska söngkonan Lady Gaga vísar því algerlega á bug í samtali við MTV-sjónvarpsstöðina að nýjasta myndband hennar við lagið Judas sé guðlast. Þvert á móti sé hún ákaflega trúuð og andlega sinnuð manneskja sem virði trúarbrögð allra. „Og þar að auki er ég mjög upptekin af trúarlegri list, eiginlega bara heltekin," hefur MTV eftir söngkonunni. Stiklan hafði vart sungið sitt síðasta fyrr en hinir og þessir kristnu trúarhópar tóku að úthrópa söngkonuna fyrir guðlast. Og það er ekkert skrítið að hinir móðgunargjörnu kristnu trúarhópar í Ameríku hafi fengið hland fyrir hjartað. Í myndbandinu birtist Gaga nefnilega í líki Maríu Magdalenu og á vingott við bæði Jesús og Júdas í einu. Hinir lærisveinarnir eru síðan sýndir leðurklæddir undir merkjum Hell's Angels. En það er engin predikari að brenna diska, plaköt og myndir af Gaga í Biblíubeltinu bandaríska. Á tónlistarvefsíðu Independent er fjallað um myndbandið og það mikla „hype" sem hafði verið skapað í kringum það. Gaga sagði sjálf að myndbandið væri vélhjólamynd að hætti Fellini þar sem lærisveinarnir eru uppreisnarseggir í Jerúsalem nútímans. „Maskínan fór af stað, þetta átti að verða umdeildasta myndband allra tíma og kosta meira en 10 milljónir dollara og þegar tilkynnt var að Lady Gaga væri aðstoðarleikstjóri fóru viðvörunarbjöllurnar strax að hringja," skrifar blaðamaður Independent. Hann bendir hins vegar á að Born This Way hafi ekki náð fyrsta sætinu í Bretlandi og smáskífan Júdas hafi dottið út af topp 20 eftir aðeins þrjár vikur og engan veginn náð sér á strik í Ameríku. „Það kom því ekkert á óvart að myndbandinu skyldi vera lekið á netið degi fyrir áætlaða frumsýningu." Lady Gaga er sjálf alin upp samkvæmt kaþólskum sið og hún hefur tekið fram að myndbandinu sé alls ekki beint gegn kristinni trú. Gaga er auðvitað ekki fyrsta söngkonan sem veldur fjaðrafoki meðal kristinna því Madonna gerði þetta ítrekað á sínum yngri árum. Og eins merkilegt og það kann að hljóma; þá er Madonna einnig alin upp á strangtrúuðu kaþólsku heimili. freyrgigja@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira