Við fáum engin gefins mörk fyrir að ganga vel í mars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2011 06:00 Sigurður Ragnar Eyjólfsson er á leið í þriðju undankeppnina.Fréttablaðið/Stefán Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu spila sinn fyrsta leik í undankeppni EM 2013 þegar Búlgarar mæta á Laugardalsvöllinn í næstu viku. Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari er búinn að velja 22 manna hóp fyrir leikinn. „Við rennum aðeins blint í sjóinn því við höfum aldrei spilað við Búlgaríu en ég er búinn að sjá nokkra leiki með þeim á DVD og þær eru sýnd veiði en ekki gefin,“ sagði Sigurður Ragnar, en þetta verður einn af skyldusigrum stelpnanna í riðlinum. „Þær töpuðu nokkrum leikjum frekar stórt í síðustu undankeppni en þeim tókst líka að ná jafntefli við Danmörku úti í Búlgaríu þannig að þær virðast geta varist. Við þurfum að sýna þolinmæði og reyna að brjóta þær niður,“ segir landsliðsþjálfarinn, en þetta er fyrsta verkefni liðsins síðan það komst í úrslitaleikinn á hinu sterka Algarve-móti. „Við spiluðum mjög vel á Algarve og þá var liðið sérstaklega öflugt varnarlega og markvarslan mjög góð. Núna reikna ég með að það muni reyna meira á hversu gott liðið er að sækja. Ég hugsa að við verðum miklu meira með boltann í þessum leik og þá snýst þetta aðallega um að reyna að brjóta niður vörnina hjá þeim. Algarve á að gefa okkur byr í seglin en það hjálpar okkur ekki beint því við fáum ekki gefins mark fyrir að hafa gengið vel í mars,“ segir Sigurður. Sigurður Ragnar valdi þær stelpur sem voru í aðalhlutverki þegar liðið náði öðru sæti í Algarve-bikarnum og þá kemur Hólmfríður Magnúsdóttir aftur inn í hópinn eftir meiðsli. Hann valdi líka þrjá nýliða í hópinn, Stjörnustelpuna Eyrúnu Guðmundsdóttur, KR-inginn Katrínu Ásbjörnsdóttur og hina sautján ára gömlu Guðmundu Brynju Óladóttur frá Selfossi. „Ég hef haldið mig við þessa stefnu því við höfum ekkert 21 árs lið. Þetta er aðeins til að brúa bilið og til að ungir og efnilegir leikmenn fái nasaþefinn af A-landsliðinu,“ segir Sigurður Ragnar. „Við höfum séð unga leikmenn vinna sér sæti í liðinu, eins og Söru Björk Gunnarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur og Rakel Hönnudóttur,“ segir Sigurður Ragnar, en Guðmunda hefur verið í aðalhlutverki með 17 ára landsliðinu sem komst alla leið í lokaúrslit EM. „Hún er aðeins eldri en Sara var þegar ég valdi hana fyrst. Í gegnum tíðina hafa okkar bestu leikmenn byrjað í landsliðinu á þessum aldri og núna höfum við aldrei átt jafn gott 17 ára landslið. Mér finnst mikilvægt að senda þau skilaboð út að ungir leikmenn geti unnið sér sæti í landsliðinu með því að standa sig vel. Ef leikmenn eru nógu góðir á ekki að skipta neinu máli hvað þeir eru gamlir eða hvar þeir spila,“ sagði Sigurður Ragnar að lokum. Íslenski boltinn Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Leik lokið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu spila sinn fyrsta leik í undankeppni EM 2013 þegar Búlgarar mæta á Laugardalsvöllinn í næstu viku. Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari er búinn að velja 22 manna hóp fyrir leikinn. „Við rennum aðeins blint í sjóinn því við höfum aldrei spilað við Búlgaríu en ég er búinn að sjá nokkra leiki með þeim á DVD og þær eru sýnd veiði en ekki gefin,“ sagði Sigurður Ragnar, en þetta verður einn af skyldusigrum stelpnanna í riðlinum. „Þær töpuðu nokkrum leikjum frekar stórt í síðustu undankeppni en þeim tókst líka að ná jafntefli við Danmörku úti í Búlgaríu þannig að þær virðast geta varist. Við þurfum að sýna þolinmæði og reyna að brjóta þær niður,“ segir landsliðsþjálfarinn, en þetta er fyrsta verkefni liðsins síðan það komst í úrslitaleikinn á hinu sterka Algarve-móti. „Við spiluðum mjög vel á Algarve og þá var liðið sérstaklega öflugt varnarlega og markvarslan mjög góð. Núna reikna ég með að það muni reyna meira á hversu gott liðið er að sækja. Ég hugsa að við verðum miklu meira með boltann í þessum leik og þá snýst þetta aðallega um að reyna að brjóta niður vörnina hjá þeim. Algarve á að gefa okkur byr í seglin en það hjálpar okkur ekki beint því við fáum ekki gefins mark fyrir að hafa gengið vel í mars,“ segir Sigurður. Sigurður Ragnar valdi þær stelpur sem voru í aðalhlutverki þegar liðið náði öðru sæti í Algarve-bikarnum og þá kemur Hólmfríður Magnúsdóttir aftur inn í hópinn eftir meiðsli. Hann valdi líka þrjá nýliða í hópinn, Stjörnustelpuna Eyrúnu Guðmundsdóttur, KR-inginn Katrínu Ásbjörnsdóttur og hina sautján ára gömlu Guðmundu Brynju Óladóttur frá Selfossi. „Ég hef haldið mig við þessa stefnu því við höfum ekkert 21 árs lið. Þetta er aðeins til að brúa bilið og til að ungir og efnilegir leikmenn fái nasaþefinn af A-landsliðinu,“ segir Sigurður Ragnar. „Við höfum séð unga leikmenn vinna sér sæti í liðinu, eins og Söru Björk Gunnarsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur og Rakel Hönnudóttur,“ segir Sigurður Ragnar, en Guðmunda hefur verið í aðalhlutverki með 17 ára landsliðinu sem komst alla leið í lokaúrslit EM. „Hún er aðeins eldri en Sara var þegar ég valdi hana fyrst. Í gegnum tíðina hafa okkar bestu leikmenn byrjað í landsliðinu á þessum aldri og núna höfum við aldrei átt jafn gott 17 ára landslið. Mér finnst mikilvægt að senda þau skilaboð út að ungir leikmenn geti unnið sér sæti í landsliðinu með því að standa sig vel. Ef leikmenn eru nógu góðir á ekki að skipta neinu máli hvað þeir eru gamlir eða hvar þeir spila,“ sagði Sigurður Ragnar að lokum.
Íslenski boltinn Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Leik lokið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira