Stór hluti stjórnenda er á móti kynjakvóta 14. maí 2011 07:00 Ráðstefna um konur og karla Húsfyllir var í stóra ráðstefnusalnum á Hilton Reykjavík Nordica í gærmorgun á alþjóðlegri ráðstefnu sem þar var haldin undir yfirskriftinni „Virkjum karla og konur til athafna“. Fréttablaðið/GVA Mari Teigen Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja er enn langt frá því marki sem lögbundið verður í ársbyrjun 2013. Þá má hlutfall hvors kyns ekki fara undir 40 prósent. Á alþjóðaráðstefnu Félags kvenna í atvinnurekstri sem haldin var í gærmorgun í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins kom fram að í 300 stærstu fyrirtækjum landsins væri hlutfall kvenna meðal stjórnarmanna einungis 19 prósent. Í nýjum tölum Creditinfo sem kynntar voru á ráðstefnunni kemur einnig fram að hér á landi séu 60 prósent stjórna með bæði kyn í stjórn, ef varamenn eru taldir með, en aðeins 14,5 prósent ef þeir eru ekki taldir með. Hlutfallið er svipað og verið hefur síðustu ár, 70 prósent aðalstjórna eru eingöngu skipaðar körlum. Þá kemur fram í nýrri könnun sem Capacent gerði meðal stjórnenda rúmlega þúsund fyrirtækja að 47 prósent þeirra séu andvígir sérstökum lögum um kynjakvóta. 32 prósent eru hlynntir lögunum og 22 prósent eru hvorki með né á móti. Mest er andstaðan meðal karla, en 54 prósent eru á móti lögunum, en einungis 28 prósent kvenna. Fram kom í máli Mari Teigen, yfirmanns rannsóknarseturs Miðstöðvar rannsókna í félagsvísindum í Ósló, að þar hafi einnig verið andstaða við lögin. Kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja þar hafi hins vegar ekki orðið jafnari fyrr en með lögbindingu. Um aldamótin hafi hlutur kvenna ekki verið nema um fimm prósent. Þá hafi fyrstu lögin verið sett, en í þeim var kveðið á um að hlutfallið yrði lögbundið næðist ekki markverður árangur í að auka hlut kvenna. Hlutur þeirra hafði aukist í 17 prósent árið 2005 og voru þá sett kynjakvótalög, en brot gegn þeim varða sektum og upplausn fyrirtækja. Ekki hefur þó komið til þess að refsingum hafi verið beitt. Núna er hlutfall kvenna í stjórnum í Noregi nálægt 40 prósentum, en hefur ekki farið yfir það, að því er fram kom hjá Mari. Þá segir hún ekki sigur unninn þótt kvóta sé náð. Staðan sé enn þannig að karlar séu fleiri í stóli stjórnarformanns, eða 95 á móti fimm prósentum. Konur í stjórnum séu aftur á móti alla jafna yngri og betur menntaðar en karlarnir. Sömuleiðis sé ekki að sjá að fjölgun kvenna hafi áhrif annars staðar, því konum hafi ekki fjölgað sjáanlega í stjórnunarstöðum. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Sjá meira
Mari Teigen Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja er enn langt frá því marki sem lögbundið verður í ársbyrjun 2013. Þá má hlutfall hvors kyns ekki fara undir 40 prósent. Á alþjóðaráðstefnu Félags kvenna í atvinnurekstri sem haldin var í gærmorgun í samstarfi við Viðskiptaráð Íslands og Samtök atvinnulífsins kom fram að í 300 stærstu fyrirtækjum landsins væri hlutfall kvenna meðal stjórnarmanna einungis 19 prósent. Í nýjum tölum Creditinfo sem kynntar voru á ráðstefnunni kemur einnig fram að hér á landi séu 60 prósent stjórna með bæði kyn í stjórn, ef varamenn eru taldir með, en aðeins 14,5 prósent ef þeir eru ekki taldir með. Hlutfallið er svipað og verið hefur síðustu ár, 70 prósent aðalstjórna eru eingöngu skipaðar körlum. Þá kemur fram í nýrri könnun sem Capacent gerði meðal stjórnenda rúmlega þúsund fyrirtækja að 47 prósent þeirra séu andvígir sérstökum lögum um kynjakvóta. 32 prósent eru hlynntir lögunum og 22 prósent eru hvorki með né á móti. Mest er andstaðan meðal karla, en 54 prósent eru á móti lögunum, en einungis 28 prósent kvenna. Fram kom í máli Mari Teigen, yfirmanns rannsóknarseturs Miðstöðvar rannsókna í félagsvísindum í Ósló, að þar hafi einnig verið andstaða við lögin. Kynjahlutföll í stjórnum fyrirtækja þar hafi hins vegar ekki orðið jafnari fyrr en með lögbindingu. Um aldamótin hafi hlutur kvenna ekki verið nema um fimm prósent. Þá hafi fyrstu lögin verið sett, en í þeim var kveðið á um að hlutfallið yrði lögbundið næðist ekki markverður árangur í að auka hlut kvenna. Hlutur þeirra hafði aukist í 17 prósent árið 2005 og voru þá sett kynjakvótalög, en brot gegn þeim varða sektum og upplausn fyrirtækja. Ekki hefur þó komið til þess að refsingum hafi verið beitt. Núna er hlutfall kvenna í stjórnum í Noregi nálægt 40 prósentum, en hefur ekki farið yfir það, að því er fram kom hjá Mari. Þá segir hún ekki sigur unninn þótt kvóta sé náð. Staðan sé enn þannig að karlar séu fleiri í stóli stjórnarformanns, eða 95 á móti fimm prósentum. Konur í stjórnum séu aftur á móti alla jafna yngri og betur menntaðar en karlarnir. Sömuleiðis sé ekki að sjá að fjölgun kvenna hafi áhrif annars staðar, því konum hafi ekki fjölgað sjáanlega í stjórnunarstöðum. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Sjá meira