Inspired by 639.000 kr. Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 19. maí 2011 10:00 Hálfsársuppgjör heimilisins liggur fyrir. Með því að eiga ekki bíl hef ég sparað 639.000 krónur frá því í fyrrahaust. Hvert ætti ég að fara í sumar fyrir peningana? Ég er búin að spara svo mikið á því að kveikja ekki í laununum mínum við bensíndæluna að ég gæti auðveldlega leigt mér bíl til að aka hringinn í júlí, skutlast nokkra hringi ef því er að skipta. Leigt jeppa, tjaldvagn, fellihýsi, húsbíl – það má ýmislegt gera fyrir upphæðina. Síðan er líka hægt að nota skemmtilegt fyrirbæri sem er 20 milljóna króna vagn með launuðum bílstjóra og heitir rúta. Í sumar ætla ég að fara til lands sem mörg hundruð þúsund manns heimsækja á ári hverju. Flestir flykkjast þangað út af náttúrunni – sem er alveg geggjuð. Ótrúlegar andstæður þarna, mjög sérstök kvöldbirta og fullt af ósnortnu landi þar sem ekki er netsamband og allt þetta rugl sem gerir mann svo víraðan allan veturinn. Magnaðar perlur þarna: Á Íslandi. Í hreinskilni sagt eru íslensku vetrarkvöldin alltof dimm og drungaleg til að ég vilji fara til útlanda í lengri tíma á sumrin. Eftir margra mánaða myrkur tími ég einfaldlega ekki missa af björtu sumarnóttunum. Halló? Glætan. Flestir Íslendinga vinna auk þess innivinnu og sjálf tilheyri ég þeim morkna og loftlausa hópi. Eins og gefur að skilja eyði ég vetrunum því að mestu leyti… inni við. Þess vegna er frábært að vera úti við á sumrin. Og þá má alveg rigna mín vegna. Ég nenni ekki heldur að æsa mig yfir roki og hagléli og hvað þetta allt heitir sem auðveldlega getur komið í hausinn á fólki um hásumar hér á landi – bara að maður fái nógu mikið súrefni eftir allt inniloftið um veturinn. Íslendingar eru duglegir við að hreykja sér af náttúrunni sinni og selja hugmyndina um hana til erlendra ferðamanna. Um daginn var ég spurð af einum slíkum hversu duglegir Íslendingar væru við að njóta náttúrunnar sem aðrir ættu að verða svona „inspired by“. Fara sem sé í styttri og lengri göngur, hjóla um landið, skoða það, hlusta á þögnina uppi á hálendinu, taka inn ferska loftið? Ég ranghvolfdi í mér augunum og sagði að íslenska þjóðin væri sko mjög dugleg við það. Þegar hann var farinn áttaði ég mig á að ég hafði ekki græna glóru um þetta. Hvort Íslendingar væru eitthvað sérlega duglegir við að nýta sér það sem landið hefði upp á að bjóða og njóta náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun
Hálfsársuppgjör heimilisins liggur fyrir. Með því að eiga ekki bíl hef ég sparað 639.000 krónur frá því í fyrrahaust. Hvert ætti ég að fara í sumar fyrir peningana? Ég er búin að spara svo mikið á því að kveikja ekki í laununum mínum við bensíndæluna að ég gæti auðveldlega leigt mér bíl til að aka hringinn í júlí, skutlast nokkra hringi ef því er að skipta. Leigt jeppa, tjaldvagn, fellihýsi, húsbíl – það má ýmislegt gera fyrir upphæðina. Síðan er líka hægt að nota skemmtilegt fyrirbæri sem er 20 milljóna króna vagn með launuðum bílstjóra og heitir rúta. Í sumar ætla ég að fara til lands sem mörg hundruð þúsund manns heimsækja á ári hverju. Flestir flykkjast þangað út af náttúrunni – sem er alveg geggjuð. Ótrúlegar andstæður þarna, mjög sérstök kvöldbirta og fullt af ósnortnu landi þar sem ekki er netsamband og allt þetta rugl sem gerir mann svo víraðan allan veturinn. Magnaðar perlur þarna: Á Íslandi. Í hreinskilni sagt eru íslensku vetrarkvöldin alltof dimm og drungaleg til að ég vilji fara til útlanda í lengri tíma á sumrin. Eftir margra mánaða myrkur tími ég einfaldlega ekki missa af björtu sumarnóttunum. Halló? Glætan. Flestir Íslendinga vinna auk þess innivinnu og sjálf tilheyri ég þeim morkna og loftlausa hópi. Eins og gefur að skilja eyði ég vetrunum því að mestu leyti… inni við. Þess vegna er frábært að vera úti við á sumrin. Og þá má alveg rigna mín vegna. Ég nenni ekki heldur að æsa mig yfir roki og hagléli og hvað þetta allt heitir sem auðveldlega getur komið í hausinn á fólki um hásumar hér á landi – bara að maður fái nógu mikið súrefni eftir allt inniloftið um veturinn. Íslendingar eru duglegir við að hreykja sér af náttúrunni sinni og selja hugmyndina um hana til erlendra ferðamanna. Um daginn var ég spurð af einum slíkum hversu duglegir Íslendingar væru við að njóta náttúrunnar sem aðrir ættu að verða svona „inspired by“. Fara sem sé í styttri og lengri göngur, hjóla um landið, skoða það, hlusta á þögnina uppi á hálendinu, taka inn ferska loftið? Ég ranghvolfdi í mér augunum og sagði að íslenska þjóðin væri sko mjög dugleg við það. Þegar hann var farinn áttaði ég mig á að ég hafði ekki græna glóru um þetta. Hvort Íslendingar væru eitthvað sérlega duglegir við að nýta sér það sem landið hefði upp á að bjóða og njóta náttúrunnar.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun