Fallegir opnunartónleikar Trausti Júlíusson skrifar 24. maí 2011 10:00 Tónleikar Ólafar Arnalds og Skúla Sverrissonar í Hörpunni voru vel heppnaðir. Fréttablaðið/stefán Tónleikar Listahátíð í Reykjavík. Harpa Norðurljós 20. maí. Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson. Það var fullt hús í Norðurljósasal Hörpunnar á föstudagskvöldið þegar Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson komu þar fram ásamt hópi hljóðfæraleikara á fyrstu tónleikum Listahátíðar í Reykjavík 2011. Ólöf og Skúli hafa starfað töluvert saman. Hún vakti fyrst athygli fyrir lögin sem hún söng á plötunni hans Seríu sem kom út árið 2006 og eins og hún sagði á tónleikunum þá var það eftir það samstarf sem hún fór sjálf að semja lög. Skúli kemur líka við sögu á báðum plötum Ólafar. Dagskráin samanstóð af lögum þeirra beggja, aðallega af plötum Skúla, Sería og Sería II og Ólafar, Við og við og Innundir skinni. Tónleikarnir hófust á lögunum Spontanious Kindness og Sería eftir Skúla og svo komu Englar og dárar og Klara eftir Ólöfu og þannig hélt dagskráin áfram út tónleikana, lögin þeirra til skiptis. Tónlistin þeirra passar ágætlega saman. Lögin hans Skúla eru flest án söngs. Þau eru seiðmögnuð og melódísk og stundum dáleiðandi falleg. Þau komu sérstaklega vel út á þessum tónleikum þar sem hljómur allra hljóðfæranna skilaði sér fullkomlega út í salinn. Sönglög Ólafar eru öðruvísi upp byggð, en líka hljómfögur og stemningsfull. Hljómsveitin samanstóð af fólki sem hefur mikið unnið með Ólöfu og Skúla. Hildur Guðnadóttir spilaði á celló, Eyvind Kang og Maía Huld Markan á fiðlur, Amadeo Pace (úr Blonde Redhead) og Róbert Reynisson á gítara, Matthías Hemstock á slagverk og Kjartan Sveinsson á hljómborð. Skúli spilaði á bassann og Ólöf bæði á fiðlu og gítara, auk þess að syngja og kynna lögin. Ragnar Kjartansson söng hið frábæra Crazy Car með Ólöfu og Daníel Bjarnason spilaði á píanó í laginu Madrid. Þetta voru fínir tónleikar. Falleg tónlistin naut sín vel í Norðurljósasalnum og svo gerðu heimilislegu og skemmtilegu kynningarnar hennar Ólafar líka mikið fyrir stemninguna. Það má því segja að tónleikahald á Listahátíð hafi farið mjög vel af stað. Niðurstaða: Skúli Sverrisson og Ólöf Arnalds fylltu Norðurljósasal Hörpunnar af fallegum tónum á vel heppnuðum tónleikum. Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónleikar Listahátíð í Reykjavík. Harpa Norðurljós 20. maí. Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson. Það var fullt hús í Norðurljósasal Hörpunnar á föstudagskvöldið þegar Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson komu þar fram ásamt hópi hljóðfæraleikara á fyrstu tónleikum Listahátíðar í Reykjavík 2011. Ólöf og Skúli hafa starfað töluvert saman. Hún vakti fyrst athygli fyrir lögin sem hún söng á plötunni hans Seríu sem kom út árið 2006 og eins og hún sagði á tónleikunum þá var það eftir það samstarf sem hún fór sjálf að semja lög. Skúli kemur líka við sögu á báðum plötum Ólafar. Dagskráin samanstóð af lögum þeirra beggja, aðallega af plötum Skúla, Sería og Sería II og Ólafar, Við og við og Innundir skinni. Tónleikarnir hófust á lögunum Spontanious Kindness og Sería eftir Skúla og svo komu Englar og dárar og Klara eftir Ólöfu og þannig hélt dagskráin áfram út tónleikana, lögin þeirra til skiptis. Tónlistin þeirra passar ágætlega saman. Lögin hans Skúla eru flest án söngs. Þau eru seiðmögnuð og melódísk og stundum dáleiðandi falleg. Þau komu sérstaklega vel út á þessum tónleikum þar sem hljómur allra hljóðfæranna skilaði sér fullkomlega út í salinn. Sönglög Ólafar eru öðruvísi upp byggð, en líka hljómfögur og stemningsfull. Hljómsveitin samanstóð af fólki sem hefur mikið unnið með Ólöfu og Skúla. Hildur Guðnadóttir spilaði á celló, Eyvind Kang og Maía Huld Markan á fiðlur, Amadeo Pace (úr Blonde Redhead) og Róbert Reynisson á gítara, Matthías Hemstock á slagverk og Kjartan Sveinsson á hljómborð. Skúli spilaði á bassann og Ólöf bæði á fiðlu og gítara, auk þess að syngja og kynna lögin. Ragnar Kjartansson söng hið frábæra Crazy Car með Ólöfu og Daníel Bjarnason spilaði á píanó í laginu Madrid. Þetta voru fínir tónleikar. Falleg tónlistin naut sín vel í Norðurljósasalnum og svo gerðu heimilislegu og skemmtilegu kynningarnar hennar Ólafar líka mikið fyrir stemninguna. Það má því segja að tónleikahald á Listahátíð hafi farið mjög vel af stað. Niðurstaða: Skúli Sverrisson og Ólöf Arnalds fylltu Norðurljósasal Hörpunnar af fallegum tónum á vel heppnuðum tónleikum.
Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira