Bílar tíu slökkviliða við hreinsunarstörf 28. maí 2011 09:00 Hreinsunarstarf á hamfarasvæðinu á Suðurlandi gekk að óskum í gær. Slökkvilið frá mörgum sveitarfélögum voru við störf með hjálp björgunarsveita. Gosvirkni í Grímsvötnum dvínar enn og viðbúnaðarstig hefur verið lækkað. Mynd/Stefán Karlsson Yfir hundrað manna lið slökkviliðs- og björgunarsveitamanna víðs vegar að tóku þátt í hreinsunarstarfi á Kirkjubæjarklaustri og nærsveitum í gær. Hreinsa þarf hundruð húsa allt frá Álftaveri austur að Lómagnúpi. Gosvirkni í Grímsvötnum dvínar stöðugt en áfram er fólki ráðið frá því að fara nærri eldstöðinni. Vagn Kristjánsson, verkefnastjóri þjónustumiðstöðvar almannavarna á Klaustri, segir að hreinsunarstarfið hafi gengið vonum framar. „Hér er afar öflugt lið slökkviliðs- og björgunarsveitarmanna við störf. Þetta eru fagmenn og eins og þeir hafi aldrei gert annað; samstarfið er frábært." Vagn segir að hér sé samstillt átak á ferðinni því slökkvilið af höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Hveragerði, Selfossi, Hellu, Vík, Klaustri og Öræfum var að störfum í gær auk þess sem Mjólkursamsalan á Selfossi lánaði mjólkurbíl með tengivagni til að keyra vatn til að fylla á bílana. Vagn segir verkefnið fram undan vera ærið. „Það þarf að skoða og þvo allt húsnæði frá Álftaveri austur að Lómagnúpi. Ég áætla að þetta séu nokkur hundruð hús sem gæta þarf að." Vagn segir útilokað að meta hvenær hægt sé að segja hreinsunarstörfum lokið enda sé það veðurguðanna að ákveða það. „Það fer eftir því hvað gerist þegar næst hreyfir vind, núna er rigning og allt gott." Fólk á hamfarasvæðinu hefur nokkrar áhyggjur af því ef hvessir úr óhagstæðri vindátt, enda kom það fram í viðtali við Magnús Tuma Guðmundsson jarðeðlisfræðing, í Fréttablaðinu í gær að óheyrilegt magn gjósku er á jöklinum. Í átta kílómetra fjarlægð frá eldstöðinni er þykkt gjóskunnar 170 sentimetrar. Samkvæmt stöðuskýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í gær dvínar gosvirkni í Grímsvötnum enn. Þó komu fram stöku óróapúlsar á nokkurra klukkustunda fresti. Ekki hefur sést til gosmakkar frá því í fyrradag á ratsjám Veðurstofnunnar. Viðbúnaðarstig hefur verið lækkað og ástand búfjár er metið almennt gott. Starfsmenn Landgræðslunnar og fleiri munu meta ástand afréttar í næstu viku og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fylgist með neysluvatni á svæðinu. svavar@frettabladid.is Helstu fréttir Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Sjá meira
Yfir hundrað manna lið slökkviliðs- og björgunarsveitamanna víðs vegar að tóku þátt í hreinsunarstarfi á Kirkjubæjarklaustri og nærsveitum í gær. Hreinsa þarf hundruð húsa allt frá Álftaveri austur að Lómagnúpi. Gosvirkni í Grímsvötnum dvínar stöðugt en áfram er fólki ráðið frá því að fara nærri eldstöðinni. Vagn Kristjánsson, verkefnastjóri þjónustumiðstöðvar almannavarna á Klaustri, segir að hreinsunarstarfið hafi gengið vonum framar. „Hér er afar öflugt lið slökkviliðs- og björgunarsveitarmanna við störf. Þetta eru fagmenn og eins og þeir hafi aldrei gert annað; samstarfið er frábært." Vagn segir að hér sé samstillt átak á ferðinni því slökkvilið af höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Hveragerði, Selfossi, Hellu, Vík, Klaustri og Öræfum var að störfum í gær auk þess sem Mjólkursamsalan á Selfossi lánaði mjólkurbíl með tengivagni til að keyra vatn til að fylla á bílana. Vagn segir verkefnið fram undan vera ærið. „Það þarf að skoða og þvo allt húsnæði frá Álftaveri austur að Lómagnúpi. Ég áætla að þetta séu nokkur hundruð hús sem gæta þarf að." Vagn segir útilokað að meta hvenær hægt sé að segja hreinsunarstörfum lokið enda sé það veðurguðanna að ákveða það. „Það fer eftir því hvað gerist þegar næst hreyfir vind, núna er rigning og allt gott." Fólk á hamfarasvæðinu hefur nokkrar áhyggjur af því ef hvessir úr óhagstæðri vindátt, enda kom það fram í viðtali við Magnús Tuma Guðmundsson jarðeðlisfræðing, í Fréttablaðinu í gær að óheyrilegt magn gjósku er á jöklinum. Í átta kílómetra fjarlægð frá eldstöðinni er þykkt gjóskunnar 170 sentimetrar. Samkvæmt stöðuskýrslu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í gær dvínar gosvirkni í Grímsvötnum enn. Þó komu fram stöku óróapúlsar á nokkurra klukkustunda fresti. Ekki hefur sést til gosmakkar frá því í fyrradag á ratsjám Veðurstofnunnar. Viðbúnaðarstig hefur verið lækkað og ástand búfjár er metið almennt gott. Starfsmenn Landgræðslunnar og fleiri munu meta ástand afréttar í næstu viku og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands fylgist með neysluvatni á svæðinu. svavar@frettabladid.is
Helstu fréttir Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Sjá meira