Solla Soulful með sumarplötu 1. júní 2011 13:00 Sólveig Þórðardóttir, eða Solla Soulful, hefur gefið út sína fyrstu plötu. Mynd/GVA Tónlistarkonan Sólveig Þórðardóttir, sem kallar sig Sollu Soulful, hefur nú gefið út sína fyrstu plötu, Open a Window. Platan inniheldur lög og texta eftir hana sjálfa og má heyra í þeim áhrif frá sálartónlist, djassi og blús. Platan átti upphaflega að koma út fyrir síðustu jól en vegna þess hve seint hún kom til landsins ákvað Solla að fresta útgáfunni. „Ég sé ekki eftir því. Þetta er meiri sumarplata hvort sem er,“ segir Solla, sem útskrifaðist af djass- og rokkbraut FÍH fyrir tveimur árum. Lögin á plötunni fjalla mest um ástina og hennar fylgifiska. „Ég sem voða mikið út frá minni persónulegu reynslu. Textarnir eru bjartir og dimmir í senn. Stundum fara þeir út á ævintýralegar slóðir en meginþemað er ástin,“ segir hún. En hvaðan kemur nafnið Solla Soulful? „Mér fannst nafnið Solla vera eitthvað svo einmanalegt eitt og sér. Ég hugsaði með mér hvaða nafn myndi bæði lýsa sjálfri mér og tónlistinni. Ég er „soulful“ í túlkun og tónlistin er líka undir áhrifum frá sálartónlist.“ Með henni á plötunni eru Ragnar Emilsson á gítar, Ingi Björn Ingason á bassa, Egill Örn Rafnsson á trommur og Kjartan Valdemarsson á píanó og Hammond. Þær Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir og Unnur Birna Björnsdóttir spila einnig á strengi í nokkrum lögum. Útgáfutónleikar vegna plötunnar verða á Café Rosenberg 8. júní kl. 21.30. - fb Tónlist Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Sjá meira
Tónlistarkonan Sólveig Þórðardóttir, sem kallar sig Sollu Soulful, hefur nú gefið út sína fyrstu plötu, Open a Window. Platan inniheldur lög og texta eftir hana sjálfa og má heyra í þeim áhrif frá sálartónlist, djassi og blús. Platan átti upphaflega að koma út fyrir síðustu jól en vegna þess hve seint hún kom til landsins ákvað Solla að fresta útgáfunni. „Ég sé ekki eftir því. Þetta er meiri sumarplata hvort sem er,“ segir Solla, sem útskrifaðist af djass- og rokkbraut FÍH fyrir tveimur árum. Lögin á plötunni fjalla mest um ástina og hennar fylgifiska. „Ég sem voða mikið út frá minni persónulegu reynslu. Textarnir eru bjartir og dimmir í senn. Stundum fara þeir út á ævintýralegar slóðir en meginþemað er ástin,“ segir hún. En hvaðan kemur nafnið Solla Soulful? „Mér fannst nafnið Solla vera eitthvað svo einmanalegt eitt og sér. Ég hugsaði með mér hvaða nafn myndi bæði lýsa sjálfri mér og tónlistinni. Ég er „soulful“ í túlkun og tónlistin er líka undir áhrifum frá sálartónlist.“ Með henni á plötunni eru Ragnar Emilsson á gítar, Ingi Björn Ingason á bassa, Egill Örn Rafnsson á trommur og Kjartan Valdemarsson á píanó og Hammond. Þær Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir og Unnur Birna Björnsdóttir spila einnig á strengi í nokkrum lögum. Útgáfutónleikar vegna plötunnar verða á Café Rosenberg 8. júní kl. 21.30. - fb
Tónlist Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Sjá meira