Kæra 7 ára barn, hertu þig Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 2. júní 2011 06:00 Hvernig varð það að viðtekinni hugmynd að börn sem hafa áhuga á að stunda íþróttir stefni almennt á að verða afreksíþróttafólk eða atvinnumenn? Þau skuli öll skara fram úr – með góðu eða illu. Hreyfing er fyrir öllu. Kannski sérstaklega í ljósi þess að fimmta hvert barn á Íslandi mælist yfir kjörþyngd og fimm prósent barna of feit. Við eigum mikið af frábærum kornungum íþróttabörnum – en það þurfa ekki allir krakkar að verða afreksmenn. Við myndum aldrei gera þá kröfu á alla fullorðna sem vilja hreyfa sig. Ég var barn sem hafði gaman af íþróttum. Ég endaði hins vegar með að ráfa kófsveitt á milli greina af því að ég meikaði ekki hvað allir voru æstir í að láta mig taka þetta grafalvarlega. Ég var til dæmis ekki búin að æfa körfubolta nema í stutta stund, ellefu ára, þegar mér var uppálagt að taka þátt í móti. Ég varð mjög stressuð þar sem ég kunni enn varla reglurnar. Hafði fyrst og fremst byrjað að æfa því þarna voru skemmtilegir krakkar. Mótið fór með mig. Ég steig ofan á tærnar á stelpu sem brjálaðist. Fékk sjálf boltann í hausinn og fannst ég glötuð. Tórði út veturinn, hætti síðan. Áður hafði ég farið á sundæfingu en séð að ég hafði ekki roð við afreksfólkinu þar. Bekkjarfélagarnir voru allir farnir að æfa fimm daga í viku þegar ég loks rankaði við mér. Of gömul. Kornung. Bróðir minn æfði fótbolta og ég man vel eftir sumrinu þegar hann var fjórtán ára. Hann gat ekki farið í sumarfrí með okkur því hann þurfti að mæta á stífar æfingar. Litlu seinna fór ég sjálf að æfa karate. Þegar kom að prófi númer þrjú, rauða beltinu, hætti ég. Glopraði því þó aldrei út úr mér að mig hefði bara langað að læra sjálfsvörn í friði. Ég fann mig í samkvæmisdansi. Adam var þó ekki lengi í paradís. Í bænum mínum voru nánast engir strákar að æfa dans og í níunda bekk mátti ég ekki lengur keppa á mótum og dansa við stelpu. Ég var ókeppnisfær. Skilaboðin voru að þar með væri botninn dottinn úr þessu sprikli mínu. Takk og bless. Ég lærði líka á píanó og ekki er minni afreksáhersla þar. Eftir sex ára nám var ég komin með upp í kok af skölum, prófum og stigsprófum. Keppnisskapið hjá mér kom ekki fyrr en síðar. Ég held að þegar ég var barn hafi mig bara langað að fá að vera barn. Hlaupa, sprikla, spila af fingrum fram – og hafa það gaman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun
Hvernig varð það að viðtekinni hugmynd að börn sem hafa áhuga á að stunda íþróttir stefni almennt á að verða afreksíþróttafólk eða atvinnumenn? Þau skuli öll skara fram úr – með góðu eða illu. Hreyfing er fyrir öllu. Kannski sérstaklega í ljósi þess að fimmta hvert barn á Íslandi mælist yfir kjörþyngd og fimm prósent barna of feit. Við eigum mikið af frábærum kornungum íþróttabörnum – en það þurfa ekki allir krakkar að verða afreksmenn. Við myndum aldrei gera þá kröfu á alla fullorðna sem vilja hreyfa sig. Ég var barn sem hafði gaman af íþróttum. Ég endaði hins vegar með að ráfa kófsveitt á milli greina af því að ég meikaði ekki hvað allir voru æstir í að láta mig taka þetta grafalvarlega. Ég var til dæmis ekki búin að æfa körfubolta nema í stutta stund, ellefu ára, þegar mér var uppálagt að taka þátt í móti. Ég varð mjög stressuð þar sem ég kunni enn varla reglurnar. Hafði fyrst og fremst byrjað að æfa því þarna voru skemmtilegir krakkar. Mótið fór með mig. Ég steig ofan á tærnar á stelpu sem brjálaðist. Fékk sjálf boltann í hausinn og fannst ég glötuð. Tórði út veturinn, hætti síðan. Áður hafði ég farið á sundæfingu en séð að ég hafði ekki roð við afreksfólkinu þar. Bekkjarfélagarnir voru allir farnir að æfa fimm daga í viku þegar ég loks rankaði við mér. Of gömul. Kornung. Bróðir minn æfði fótbolta og ég man vel eftir sumrinu þegar hann var fjórtán ára. Hann gat ekki farið í sumarfrí með okkur því hann þurfti að mæta á stífar æfingar. Litlu seinna fór ég sjálf að æfa karate. Þegar kom að prófi númer þrjú, rauða beltinu, hætti ég. Glopraði því þó aldrei út úr mér að mig hefði bara langað að læra sjálfsvörn í friði. Ég fann mig í samkvæmisdansi. Adam var þó ekki lengi í paradís. Í bænum mínum voru nánast engir strákar að æfa dans og í níunda bekk mátti ég ekki lengur keppa á mótum og dansa við stelpu. Ég var ókeppnisfær. Skilaboðin voru að þar með væri botninn dottinn úr þessu sprikli mínu. Takk og bless. Ég lærði líka á píanó og ekki er minni afreksáhersla þar. Eftir sex ára nám var ég komin með upp í kok af skölum, prófum og stigsprófum. Keppnisskapið hjá mér kom ekki fyrr en síðar. Ég held að þegar ég var barn hafi mig bara langað að fá að vera barn. Hlaupa, sprikla, spila af fingrum fram – og hafa það gaman.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun