Tálsýnin – lífskjör á lánum Kristinn H. Gunnarsson skrifar 6. júní 2011 08:00 Verðtryggingu lánsfjár er mjög kennt um skuldavanda fyrirtækja og heimila. Því er haldið fram að vandinn væri minni eða hverfandi ef lánin væru óverðtryggð eða í erlendum gjaldmiðli. Hvort tveggja eru miklar bábiljur. Vandinn er skuldin sjálf en ekki form hennar. Skuldasúpan væri svipuð þótt hún væri óverðtryggð eða í evrum. Enginn lánar peninga með tapi og vaxtaákvæði allra lána eru þannig að lánveitandinn fær verðgildi lánsins til baka og einhverja vexti að auki. Óverðtryggð lán eru skuldurum dýrari en verðtryggð þar sem vextir eru að jafnaði hærri. Skuldarar eru því engu bættari að lánstíma loknum með þeim lánum. Kosturinn við verðtrygginguna er sá að á hverjum gjalddaga þarf ekki að greiða alla vexti sem tilfallnir eru heldur dreifast greiðslurnar á allt lánstímabilið. Greiðslubyrðin verður því léttari en ella. Ókostur er að höfuðstóll skuldarinnar hækkar um frestuðu vextina. Óverðtryggð lán eru aðeins veitt með breytilegum vöxtum. Þar hækka vextir jafnskjótt og verðbólgan. Allir vextir af skuldinni greiðast við hvern gjalddaga og greiðslubyrðin verður mjög þung, einkum þegar verðbólgan vex, en höfuðstóllinn lækkar. Kostur óverðtryggðu lánanna fyrir efnahagsstjórn er að hækkandi greiðsla af lánum dregur úr einkaneyslu, minnkar þenslu og verðbólgan lækkar. Mögulegt er að hafa erlendan gjaldmiðil, t.d. evru. En þá þarf líka að undirgangast efnahagsstjórn sem gerir evruna að stöðugum gjaldmiðli. Það nær til hækkana launa, skatta, útgjalda ríkissjóðs, vaxta og útlánastefnu viðskiptabankanna. Það er ekki í boði að vera með íslenskan skuldakaupmátt í erlendu lánaumhverfi. Allt er þetta val og hver kostur mögulegur en alltaf verður að endurgreiða lánin að fullu. Skynsamlegasta efnahagsstjórnin er líklegast sú að hafa verðtryggingu einungis í boði á íbúðalánum til langs tíma en banna verðtryggingu á öllum neyslulánum og bílalánum. Þá myndi efnahagsstjórn gegn þenslu virka nokkuð örugglega. Skuldavandinn er fyrst og fremst skuldin sjálf, innihaldið en ekki formið. Við vandanum verður aðeins brugðist með því að breyta hugarfarinu. Lífskjör á lánum eru falskur heimur, tálsýn, sem alltaf hrynur að lokum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Verðtryggingu lánsfjár er mjög kennt um skuldavanda fyrirtækja og heimila. Því er haldið fram að vandinn væri minni eða hverfandi ef lánin væru óverðtryggð eða í erlendum gjaldmiðli. Hvort tveggja eru miklar bábiljur. Vandinn er skuldin sjálf en ekki form hennar. Skuldasúpan væri svipuð þótt hún væri óverðtryggð eða í evrum. Enginn lánar peninga með tapi og vaxtaákvæði allra lána eru þannig að lánveitandinn fær verðgildi lánsins til baka og einhverja vexti að auki. Óverðtryggð lán eru skuldurum dýrari en verðtryggð þar sem vextir eru að jafnaði hærri. Skuldarar eru því engu bættari að lánstíma loknum með þeim lánum. Kosturinn við verðtrygginguna er sá að á hverjum gjalddaga þarf ekki að greiða alla vexti sem tilfallnir eru heldur dreifast greiðslurnar á allt lánstímabilið. Greiðslubyrðin verður því léttari en ella. Ókostur er að höfuðstóll skuldarinnar hækkar um frestuðu vextina. Óverðtryggð lán eru aðeins veitt með breytilegum vöxtum. Þar hækka vextir jafnskjótt og verðbólgan. Allir vextir af skuldinni greiðast við hvern gjalddaga og greiðslubyrðin verður mjög þung, einkum þegar verðbólgan vex, en höfuðstóllinn lækkar. Kostur óverðtryggðu lánanna fyrir efnahagsstjórn er að hækkandi greiðsla af lánum dregur úr einkaneyslu, minnkar þenslu og verðbólgan lækkar. Mögulegt er að hafa erlendan gjaldmiðil, t.d. evru. En þá þarf líka að undirgangast efnahagsstjórn sem gerir evruna að stöðugum gjaldmiðli. Það nær til hækkana launa, skatta, útgjalda ríkissjóðs, vaxta og útlánastefnu viðskiptabankanna. Það er ekki í boði að vera með íslenskan skuldakaupmátt í erlendu lánaumhverfi. Allt er þetta val og hver kostur mögulegur en alltaf verður að endurgreiða lánin að fullu. Skynsamlegasta efnahagsstjórnin er líklegast sú að hafa verðtryggingu einungis í boði á íbúðalánum til langs tíma en banna verðtryggingu á öllum neyslulánum og bílalánum. Þá myndi efnahagsstjórn gegn þenslu virka nokkuð örugglega. Skuldavandinn er fyrst og fremst skuldin sjálf, innihaldið en ekki formið. Við vandanum verður aðeins brugðist með því að breyta hugarfarinu. Lífskjör á lánum eru falskur heimur, tálsýn, sem alltaf hrynur að lokum.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar