Megrun vitsmunanna Sif Sigmarsdóttir skrifar 8. júní 2011 00:00 Ég rauk upp frá tölvuskjánum. Ég þurfti að strauja skyrtur eiginmannsins, skúra gólfið, leggja á mér hárið, marinera nautasteikina og gera magaæfingar. Bíddu, bíddu… Ég hristi af mér internetmókið. Hvað var ég að hugsa? Kallinn mátti strauja sínar skyrtur sjálfur; gólfið skúraði ég bara á jólunum; úfið tagl var fullkomlega viðunandi greiðsla; árið var ekki 1950. Undanfarin misseri hefur sprottið upp á netinu fjöldi vefsíðna – sjálfstæðra jafnt sem undirsíðna rótgróinna miðla – sem ætlaðar eru konum. Hlutur kvenna í fjölmiðlum er rýr. Engin kona er ritstjóri stærstu íslensku blaðanna. Rannsóknir sýna að aðeins 30 prósent viðmælenda fjölmiðla eru konur. Nýjunginni bæri því að fagna ef ekki væri fyrir þær sakir að efnistök miðlanna, sem m.a. eru kenndir við pjatt, „smartleika" og litinn sem Kolbrún Halldórsdóttir reyndi eitt sinn að úthýsa af fæðingardeildum, eru á mannskemmandi lágu plani. Þótt miðillinn sem notaður er til að koma innihaldinu á framfæri gæti ekki verið nútímalegri eru skilaboðin meira í ætt við viðhorf sem uppi voru á miðri 20. öld. Þau minna á sjónvarpsþættina Mad Men sem gerast á bandarískri auglýsingastofu kringum 1960 þar sem konur eru annaðhvort vel til hafðar útungunarvélar eða áhrifalausir ritarar með munúðarlega afturenda sem yfirmönnunum er frjálst að dást að. Er að furða að maður gleymi á hvaða öld maður er uppi með fyrirsagnir á borð við þessar fyrir augunum: Vaknaðu fyrr, þrífðu heimilið og farðu í heimsókn – Svona á kvenpeningurinn að mála sig – Fáðu partýhár á mettíma – Losnaðu við bumbuna og baugana – Sjálfsöryggi í rúminu – Litrík og glaðleg barnaherbergi fyrir krílið þitt – Unaðsleg kálfasteik: Uppskrift – Íþróttaföt sem grenna um heilt númer. Nú hef ég ekkert á móti einstaka förðunarráði, mataruppskrift eða umfjöllun um fatnað. En að álykta sem svo að sjálfsmynd kvenna byggist fyrst og fremst á þjónustuhlutverki við aðra heimilismeðlimi – að vera börnum og maka augnayndi, listakokkur (sem snertir þó aðeins sjálfur á hollmetinu svo línunum verði ekki meint af), gaumgæfinn uppalandi og skörulegur rekkjufélagi – eru hleypidómar og ranghugmyndir. Hvers vegna er engin umfjöllun um pólitík, listir, menningu eða starfsframann á þessum nýju kvennamiðlum? Hvar er kvikmyndagagnrýnin sem er einmitt nær eingöngu fengin körlum á hinum hefðbundnu miðlum þótt vitað sé að kvikmyndasmekkur sé nokkuð kynbundinn? Núverandi kvennamiðlar svelta lesendur sína vitsmunalegri örvun eins og megrunarkúrarnir sem þeir mæla með svelta þá næringu. Óskandi er að næsta vefsvæði fyrir konur sýni lesendahópi sínum meiri virðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Ég rauk upp frá tölvuskjánum. Ég þurfti að strauja skyrtur eiginmannsins, skúra gólfið, leggja á mér hárið, marinera nautasteikina og gera magaæfingar. Bíddu, bíddu… Ég hristi af mér internetmókið. Hvað var ég að hugsa? Kallinn mátti strauja sínar skyrtur sjálfur; gólfið skúraði ég bara á jólunum; úfið tagl var fullkomlega viðunandi greiðsla; árið var ekki 1950. Undanfarin misseri hefur sprottið upp á netinu fjöldi vefsíðna – sjálfstæðra jafnt sem undirsíðna rótgróinna miðla – sem ætlaðar eru konum. Hlutur kvenna í fjölmiðlum er rýr. Engin kona er ritstjóri stærstu íslensku blaðanna. Rannsóknir sýna að aðeins 30 prósent viðmælenda fjölmiðla eru konur. Nýjunginni bæri því að fagna ef ekki væri fyrir þær sakir að efnistök miðlanna, sem m.a. eru kenndir við pjatt, „smartleika" og litinn sem Kolbrún Halldórsdóttir reyndi eitt sinn að úthýsa af fæðingardeildum, eru á mannskemmandi lágu plani. Þótt miðillinn sem notaður er til að koma innihaldinu á framfæri gæti ekki verið nútímalegri eru skilaboðin meira í ætt við viðhorf sem uppi voru á miðri 20. öld. Þau minna á sjónvarpsþættina Mad Men sem gerast á bandarískri auglýsingastofu kringum 1960 þar sem konur eru annaðhvort vel til hafðar útungunarvélar eða áhrifalausir ritarar með munúðarlega afturenda sem yfirmönnunum er frjálst að dást að. Er að furða að maður gleymi á hvaða öld maður er uppi með fyrirsagnir á borð við þessar fyrir augunum: Vaknaðu fyrr, þrífðu heimilið og farðu í heimsókn – Svona á kvenpeningurinn að mála sig – Fáðu partýhár á mettíma – Losnaðu við bumbuna og baugana – Sjálfsöryggi í rúminu – Litrík og glaðleg barnaherbergi fyrir krílið þitt – Unaðsleg kálfasteik: Uppskrift – Íþróttaföt sem grenna um heilt númer. Nú hef ég ekkert á móti einstaka förðunarráði, mataruppskrift eða umfjöllun um fatnað. En að álykta sem svo að sjálfsmynd kvenna byggist fyrst og fremst á þjónustuhlutverki við aðra heimilismeðlimi – að vera börnum og maka augnayndi, listakokkur (sem snertir þó aðeins sjálfur á hollmetinu svo línunum verði ekki meint af), gaumgæfinn uppalandi og skörulegur rekkjufélagi – eru hleypidómar og ranghugmyndir. Hvers vegna er engin umfjöllun um pólitík, listir, menningu eða starfsframann á þessum nýju kvennamiðlum? Hvar er kvikmyndagagnrýnin sem er einmitt nær eingöngu fengin körlum á hinum hefðbundnu miðlum þótt vitað sé að kvikmyndasmekkur sé nokkuð kynbundinn? Núverandi kvennamiðlar svelta lesendur sína vitsmunalegri örvun eins og megrunarkúrarnir sem þeir mæla með svelta þá næringu. Óskandi er að næsta vefsvæði fyrir konur sýni lesendahópi sínum meiri virðingu.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun