Nýjar áherslur í utanríkisstefnu Íslands Össur Skarphéðinsson skrifar 8. júní 2011 08:00 Varðstaða um hagsmuni Íslands í breiðum skilningi og barátta fyrir auknum mannréttindum eru hin sígildu stef í utanríkisstefnu Íslands. Þrátt fyrir niðurskurð hefur ráðuneytið af fullum krafti sinnt fyrri klassískum verkefnum, s.s. pólitískum samskiptum við önnur ríki, þjónustu við atvinnulífið, gerð viðskiptasamninga, loftslagsáherslum Íslands, stuðningi við mannréttindi að ógleymdu Palestínuverkefninu sem nú er í deiglu. Á síðustu tveimur árum hefur líka verið hrundið í framkvæmd breyttum áherslum og nýjum verkefnum. Þetta hefur gengið mjög vel, þrátt fyrir stífan niðurskurð, einkum vegna hnitmiðaðrar mannauðsstjórnar, skapandi hreyfanleika á mannskap, skarpari forgangsröðun en mest þó líklega vegna vinnuanda í ráðuneytinu sem minnir á aflahrotur í sjómennskunni í gamla daga. Áhersla á samkynhneigðaSíðustu tvö ár hefur utanríkisráðuneytið sérstaklega tekið upp réttindi samkynhneigðra sem áhersluþátt um mannréttindi. Ég tók þau, einn utanríkisráðherra, upp með skýrum hætti í ræðu minni á síðasta Allsherjarþingi SÞ. Sú áhersla hefur síðan birst skýrt í starfi ráðuneytisins. Ísland tók þátt í hörðum mótmælum við stjórnvöld landa sem beitt hafa harðræði við samkynhneigða, s.s. Malaví og Úganda, krafðist náðunar þar sem dæmt var á grunni kynhneigðar, beitti sér gegn handtöku forvígismanns samkynhneigðra í einu Evrópulandanna, og gegn opinberum tálmum á Gay Pride-göngu í öðru. Ég er stoltur af því að í skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis var í fyrsta skipti kafli: „Réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transgender-einstaklinga." Ný stefna um norðurslóðirNorðurslóðir eru nú skilgreindur forgangsþáttur í utanríkisstefnunni. Hörðum höndum er nú unnið að framkvæmd ítarlegrar stefnu sem Alþingi samþykkti einróma á grundvelli tillögu minnar. Varnir gegn olíuslysum, strandríkisréttur Íslands, alþjóðleg björgunarmiðstöð, lausn deilumála gegnum Hafréttarsáttmálann, traustar reglur um hafskipatúrisma í norðurhöfum, íslensk þjónusta við norðursiglingar, og sjálfbær nýting lifandi auðlinda eru þar í forgangi. Eitt af markmiðum stefnunnar er að efla þá fræðakjarna sem vinna við rannsóknir um norðrið. Þau verða markvisst styrkt með tvíhliða samningum sem ég hef þegar rætt við utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Noregs og eru á dagskrá fundar sem utanríkisráðherra Rússa hefur boðið til, og sömuleiðis í viðræðum við kanadíska ráðherra í þessari viku og í kjölfarið fyrirhugaðri heimsókn til Kanada. Ég tel að Íslendingar verði að eignast Norðurskautsstofnun, og tvíhliða samningar við þjóðir norðurhvelsins leggja í það púkk. Langtímastefna um þróunaraðstoðÍ fyrsta sinn var í vetur lagt fram af utanríkisráðherra Íslands þingmál um þróunarsamvinnu með tímasettum áföngum um að ná árið 2020 markmiði Sameinuðu þjóðanna um að veita 0,7% af vergri þjóðarframleiðslu til þróunaraðstoðar. Við erum meðal ríkustu þjóða heims og höfum skyldur til að taka þátt í að draga úr hungri og barnadauða og hjálpa hinum fátækustu til að hjálpa sér sjálfir. Það gildir ekki síst á sviðum þar sem Ísland hefur einstaka reynslu og þekkingu að bjóða, s.s. í sjávarútvegi og endurnýjanlegri orku. Fyrsta þjóðaröryggisstefnanÍ framhaldi af niðurlagningu Varnarmálastofnunar er fyrsta þjóðaröryggisstefna Íslands nú í undirbúningi. Ég hef lagt fyrir Alþingi tillögu um þverpólitíska mótun hennar með aðkomu allra flokka. Hún tekur mið af gjörbreyttum aðstæðum í okkar heimshluta, herleysi Íslands, og að öryggi Íslendinga verði tryggt á grunni borgaralegra gilda og borgaralegra stofnana í virkri samvinnu við önnur ríki. Hernaðarógn fyrri tíma er ekki lengur til staðar og það gefur okkur færi á að brjóta endanlega af okkur klakabönd kalda stríðsins. Ég efast ekki um að Alþingi getur náð breiðri sátt um grundvallaráherslur nýrrar þjóðaröryggisstefnu. Sögulegir EvrópusamningarSögulegasta nýmælið sem ég hef flutt á 20 ára ferli er þó tillagan sem Alþingi samþykkti um að gjörbreyta utanríkisstefnunni með því að sækja um aðild að Evrópusambandinu og leggja niðurstöður samninganna undir dóm þjóðarinnar. Það snýst um að bæta lífskjör og tryggja fullveldi og öryggi þjóðarinnar. Þetta er stærsta verkefni utanríkisráðuneytisins fyrr og síðar. Alþingi lagði niður rauðu strikin, og við, þjónar almennings í ráðuneytinu, höfum í hvívetna gætt þess að vinna málið í fullu samræmi við ítarlegan vegvísi Alþingis, og þar með hagsmuni Íslendinga. Virk og breið þátttaka fjölmargra hagsmunasamtaka hefur tryggt aðkomu ólíkra sjónarmiða. Ég hef gætt þess að hafa ferlið eins gagnsætt og unnt er. Hvert skref hefur verið kynnt og útskýrt fyrir utanríkismálanefnd, eða starfshópi hennar um Evrópumál. Óskum fagnefnda þingsins og þingflokka um yfirferðir um tiltekna málaflokka er jafnóðum sinnt. Öll gögn eru lögð út á Netið um leið og íslenskir hagsmunir leyfa. Nú er að ljúka svokallaðri rýnivinnu þar sem skilgreindir eru þeir þættir sem um þarf að semja. Samningarnir sjálfir hefjast síðar í þessum mánuði. Þá verða söguleg kaflaskipti í umsóknarferlinu. Athyglisvert er hversu sterkur meirihluti þjóðarinnar hefur ítrekað lýst í könnunum að hún vill ljúka samningunum og fá sjálf að taka endanlega afstöðu í þjóðaratkvæði. Sá réttur verður ekki frá þjóðinni tekinn, enda núorðið fáir sem fyrir því mæla ef undan eru skildir nokkrir af glæstustu fulltrúum gamla Íslands. PalestínuverkefniðÉg hef lýst skýrum stuðningi við sjálfstæði Palestínu miðað við landamærin frá 1967, andstöðu við ofbeldi, og nauðsyn á samkomulagi sem byggir á tveggja ríkja lausninni. Kaflaskipti urðu í síðasta mánuði þegar Palestína reif sig úr læstri stöðu og Hamas og Fatah ákváðu að styðja sameiginlega embættismannastjórn. Ég hef sjálfur átt í viðræðum við utanríkisráðherra Palestínu, Riad Al-Malki, um hvernig Ísland geti best stutt við sjálfstæðisbaráttu Palestínumanna. Ýmsir möguleikar eru á því. Við höfum frá upphafi þessarar stjórnar unnið þétt að Palestínumálinu. Til að mynda sendi ég mína fulltrúa í síðustu viku til Ramallah sem ræddu við utanríkisráðherrann þar, leiðtoga samningateymisins, aðra fulltrúa palestínsku heimastjórnarinnar og alþjóðaliðið um mögulegan framgang. Engar ákvarðanir verða teknar fyrr en eftir lögbundið samráð við utanríkismálanefnd Alþingis sem hefur sýnt málinu verðskuldaðan áhuga. Hitt er ljóst, að íslensku ríkisstjórnina þarf ekki að lemja til ásta í því máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Varðstaða um hagsmuni Íslands í breiðum skilningi og barátta fyrir auknum mannréttindum eru hin sígildu stef í utanríkisstefnu Íslands. Þrátt fyrir niðurskurð hefur ráðuneytið af fullum krafti sinnt fyrri klassískum verkefnum, s.s. pólitískum samskiptum við önnur ríki, þjónustu við atvinnulífið, gerð viðskiptasamninga, loftslagsáherslum Íslands, stuðningi við mannréttindi að ógleymdu Palestínuverkefninu sem nú er í deiglu. Á síðustu tveimur árum hefur líka verið hrundið í framkvæmd breyttum áherslum og nýjum verkefnum. Þetta hefur gengið mjög vel, þrátt fyrir stífan niðurskurð, einkum vegna hnitmiðaðrar mannauðsstjórnar, skapandi hreyfanleika á mannskap, skarpari forgangsröðun en mest þó líklega vegna vinnuanda í ráðuneytinu sem minnir á aflahrotur í sjómennskunni í gamla daga. Áhersla á samkynhneigðaSíðustu tvö ár hefur utanríkisráðuneytið sérstaklega tekið upp réttindi samkynhneigðra sem áhersluþátt um mannréttindi. Ég tók þau, einn utanríkisráðherra, upp með skýrum hætti í ræðu minni á síðasta Allsherjarþingi SÞ. Sú áhersla hefur síðan birst skýrt í starfi ráðuneytisins. Ísland tók þátt í hörðum mótmælum við stjórnvöld landa sem beitt hafa harðræði við samkynhneigða, s.s. Malaví og Úganda, krafðist náðunar þar sem dæmt var á grunni kynhneigðar, beitti sér gegn handtöku forvígismanns samkynhneigðra í einu Evrópulandanna, og gegn opinberum tálmum á Gay Pride-göngu í öðru. Ég er stoltur af því að í skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis var í fyrsta skipti kafli: „Réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transgender-einstaklinga." Ný stefna um norðurslóðirNorðurslóðir eru nú skilgreindur forgangsþáttur í utanríkisstefnunni. Hörðum höndum er nú unnið að framkvæmd ítarlegrar stefnu sem Alþingi samþykkti einróma á grundvelli tillögu minnar. Varnir gegn olíuslysum, strandríkisréttur Íslands, alþjóðleg björgunarmiðstöð, lausn deilumála gegnum Hafréttarsáttmálann, traustar reglur um hafskipatúrisma í norðurhöfum, íslensk þjónusta við norðursiglingar, og sjálfbær nýting lifandi auðlinda eru þar í forgangi. Eitt af markmiðum stefnunnar er að efla þá fræðakjarna sem vinna við rannsóknir um norðrið. Þau verða markvisst styrkt með tvíhliða samningum sem ég hef þegar rætt við utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Noregs og eru á dagskrá fundar sem utanríkisráðherra Rússa hefur boðið til, og sömuleiðis í viðræðum við kanadíska ráðherra í þessari viku og í kjölfarið fyrirhugaðri heimsókn til Kanada. Ég tel að Íslendingar verði að eignast Norðurskautsstofnun, og tvíhliða samningar við þjóðir norðurhvelsins leggja í það púkk. Langtímastefna um þróunaraðstoðÍ fyrsta sinn var í vetur lagt fram af utanríkisráðherra Íslands þingmál um þróunarsamvinnu með tímasettum áföngum um að ná árið 2020 markmiði Sameinuðu þjóðanna um að veita 0,7% af vergri þjóðarframleiðslu til þróunaraðstoðar. Við erum meðal ríkustu þjóða heims og höfum skyldur til að taka þátt í að draga úr hungri og barnadauða og hjálpa hinum fátækustu til að hjálpa sér sjálfir. Það gildir ekki síst á sviðum þar sem Ísland hefur einstaka reynslu og þekkingu að bjóða, s.s. í sjávarútvegi og endurnýjanlegri orku. Fyrsta þjóðaröryggisstefnanÍ framhaldi af niðurlagningu Varnarmálastofnunar er fyrsta þjóðaröryggisstefna Íslands nú í undirbúningi. Ég hef lagt fyrir Alþingi tillögu um þverpólitíska mótun hennar með aðkomu allra flokka. Hún tekur mið af gjörbreyttum aðstæðum í okkar heimshluta, herleysi Íslands, og að öryggi Íslendinga verði tryggt á grunni borgaralegra gilda og borgaralegra stofnana í virkri samvinnu við önnur ríki. Hernaðarógn fyrri tíma er ekki lengur til staðar og það gefur okkur færi á að brjóta endanlega af okkur klakabönd kalda stríðsins. Ég efast ekki um að Alþingi getur náð breiðri sátt um grundvallaráherslur nýrrar þjóðaröryggisstefnu. Sögulegir EvrópusamningarSögulegasta nýmælið sem ég hef flutt á 20 ára ferli er þó tillagan sem Alþingi samþykkti um að gjörbreyta utanríkisstefnunni með því að sækja um aðild að Evrópusambandinu og leggja niðurstöður samninganna undir dóm þjóðarinnar. Það snýst um að bæta lífskjör og tryggja fullveldi og öryggi þjóðarinnar. Þetta er stærsta verkefni utanríkisráðuneytisins fyrr og síðar. Alþingi lagði niður rauðu strikin, og við, þjónar almennings í ráðuneytinu, höfum í hvívetna gætt þess að vinna málið í fullu samræmi við ítarlegan vegvísi Alþingis, og þar með hagsmuni Íslendinga. Virk og breið þátttaka fjölmargra hagsmunasamtaka hefur tryggt aðkomu ólíkra sjónarmiða. Ég hef gætt þess að hafa ferlið eins gagnsætt og unnt er. Hvert skref hefur verið kynnt og útskýrt fyrir utanríkismálanefnd, eða starfshópi hennar um Evrópumál. Óskum fagnefnda þingsins og þingflokka um yfirferðir um tiltekna málaflokka er jafnóðum sinnt. Öll gögn eru lögð út á Netið um leið og íslenskir hagsmunir leyfa. Nú er að ljúka svokallaðri rýnivinnu þar sem skilgreindir eru þeir þættir sem um þarf að semja. Samningarnir sjálfir hefjast síðar í þessum mánuði. Þá verða söguleg kaflaskipti í umsóknarferlinu. Athyglisvert er hversu sterkur meirihluti þjóðarinnar hefur ítrekað lýst í könnunum að hún vill ljúka samningunum og fá sjálf að taka endanlega afstöðu í þjóðaratkvæði. Sá réttur verður ekki frá þjóðinni tekinn, enda núorðið fáir sem fyrir því mæla ef undan eru skildir nokkrir af glæstustu fulltrúum gamla Íslands. PalestínuverkefniðÉg hef lýst skýrum stuðningi við sjálfstæði Palestínu miðað við landamærin frá 1967, andstöðu við ofbeldi, og nauðsyn á samkomulagi sem byggir á tveggja ríkja lausninni. Kaflaskipti urðu í síðasta mánuði þegar Palestína reif sig úr læstri stöðu og Hamas og Fatah ákváðu að styðja sameiginlega embættismannastjórn. Ég hef sjálfur átt í viðræðum við utanríkisráðherra Palestínu, Riad Al-Malki, um hvernig Ísland geti best stutt við sjálfstæðisbaráttu Palestínumanna. Ýmsir möguleikar eru á því. Við höfum frá upphafi þessarar stjórnar unnið þétt að Palestínumálinu. Til að mynda sendi ég mína fulltrúa í síðustu viku til Ramallah sem ræddu við utanríkisráðherrann þar, leiðtoga samningateymisins, aðra fulltrúa palestínsku heimastjórnarinnar og alþjóðaliðið um mögulegan framgang. Engar ákvarðanir verða teknar fyrr en eftir lögbundið samráð við utanríkismálanefnd Alþingis sem hefur sýnt málinu verðskuldaðan áhuga. Hitt er ljóst, að íslensku ríkisstjórnina þarf ekki að lemja til ásta í því máli.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun