Ómakleg Orrahríð Kristinn H. Gunnarsson skrifar 16. júní 2011 09:00 Í aðsendri grein vegur Magnús Orri Schram ómaklega að Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Segir hann nánast berum orðum að Geir beri sjálfur ábyrgð á því að þurfa að verja sig fyrir úreltum Landsdómi. Rökstyður Magnús Orri þau ummæli sín með því að vísa til þess að Geir stóð að því í desember 2008 að setja lög um rannsóknarnefnd Alþingis án þess að leggja þá til breytingar á lagaákvæðum um ráðherraábyrgð og Landsdóm. Með þessum orðum er ákærandinn Magnús Orri Schram að varpa ábyrgð á eigin gerðum yfir á herðar þolandans í málshöfðuninni. Aðalatriðið, sem með réttu er gagnrýnt, er að stjórnmálamenn tókust á um það á pólitískum vettvangi hvaða stjórnmálamenn ætti að draga fyrir dómstól. Mat hvers og eins þingmanns verður óhjákvæmilega pólitískt og niðurstaðan eftir því. Alþingi með þingbundna ríkisstjórn er ógerningur með trúverðugum hætti að höfða mál gegn þeim sem gegnt hafa ráðherraembætti. Þetta þýðir ekki að ég sé að hvítþvo ráðherrana. Þvert á móti var ég gagnrýninn á störf ráðherra bæði þá og fyrr eins og lesa má í þingræðum mínum, til dæmis hinn 27. nóvember 2008. Nauðsynlegt er að minna á að rannsóknarnefnd Alþingis var ætlað að leita sannleikans um aðdraganda og orsakir falls bankanna. Nefndinni var ekki falið dómsvald né heimild til að beita menn viðurlögum. Það var embætti sérstaks saksóknara sem annaðist sakamálarannsókn. Það var svo ákvörðun Alþingis ári seinna, í desember 2009, þegar skýrsla rannsóknarnefndarinnar lá fyrir, að skipa sérstaka þingmannanefnd til þess að meta hvort höfða ætti mál á hendur fyrrverandi ráðherrum fyrir Landsdómi. Þegar Magnús Orri Schram og aðrir alþingismenn höfðu ákveðið þetta áttu þeir að huga að lögunum um Landsdóm. Alþingi var í lófa lagið að breyta lögunum eða endurbæta eða ákveða að málaferlin yrðu fyrir almennum dómstólum. En það var ekki gert. Á því ber Magnús Orri ábyrgð og getur ekki vísað henni á Geir Haarde. Það er aldrei bót að pólitísku ákæruvaldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Sjá meira
Í aðsendri grein vegur Magnús Orri Schram ómaklega að Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Segir hann nánast berum orðum að Geir beri sjálfur ábyrgð á því að þurfa að verja sig fyrir úreltum Landsdómi. Rökstyður Magnús Orri þau ummæli sín með því að vísa til þess að Geir stóð að því í desember 2008 að setja lög um rannsóknarnefnd Alþingis án þess að leggja þá til breytingar á lagaákvæðum um ráðherraábyrgð og Landsdóm. Með þessum orðum er ákærandinn Magnús Orri Schram að varpa ábyrgð á eigin gerðum yfir á herðar þolandans í málshöfðuninni. Aðalatriðið, sem með réttu er gagnrýnt, er að stjórnmálamenn tókust á um það á pólitískum vettvangi hvaða stjórnmálamenn ætti að draga fyrir dómstól. Mat hvers og eins þingmanns verður óhjákvæmilega pólitískt og niðurstaðan eftir því. Alþingi með þingbundna ríkisstjórn er ógerningur með trúverðugum hætti að höfða mál gegn þeim sem gegnt hafa ráðherraembætti. Þetta þýðir ekki að ég sé að hvítþvo ráðherrana. Þvert á móti var ég gagnrýninn á störf ráðherra bæði þá og fyrr eins og lesa má í þingræðum mínum, til dæmis hinn 27. nóvember 2008. Nauðsynlegt er að minna á að rannsóknarnefnd Alþingis var ætlað að leita sannleikans um aðdraganda og orsakir falls bankanna. Nefndinni var ekki falið dómsvald né heimild til að beita menn viðurlögum. Það var embætti sérstaks saksóknara sem annaðist sakamálarannsókn. Það var svo ákvörðun Alþingis ári seinna, í desember 2009, þegar skýrsla rannsóknarnefndarinnar lá fyrir, að skipa sérstaka þingmannanefnd til þess að meta hvort höfða ætti mál á hendur fyrrverandi ráðherrum fyrir Landsdómi. Þegar Magnús Orri Schram og aðrir alþingismenn höfðu ákveðið þetta áttu þeir að huga að lögunum um Landsdóm. Alþingi var í lófa lagið að breyta lögunum eða endurbæta eða ákveða að málaferlin yrðu fyrir almennum dómstólum. En það var ekki gert. Á því ber Magnús Orri ábyrgð og getur ekki vísað henni á Geir Haarde. Það er aldrei bót að pólitísku ákæruvaldi.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun