Ísland í öfganna rás Gerður Kristný skrifar 20. júní 2011 07:00 Það sem okkur tókst að barma okkur yfir þessu kalda vori. Þrátt fyrir velbyggðu húsin og upphituðu bílana leið okkur eins og við værum tötrumklæddir niðursetningar sem sendir hefðu verið upp á heiði í leitir frostaveturinn mikla og ættum von á kalsárum frá tám og upp undir handarkrika. Okkur tók sárar að sjá hitastigið falla en gengi íslensku krónunnar, enda ef til vill orðin því vön. „Það var búið að lofa / hnattrænni hlýnun," segir í Júníhreti, ljóði Gyrðis Elíassonar úr Nokkrum almennum orðum um kulnun sólar. Margir hafa eflaust hugsað svipað. Í síðustu viku fór loksins að hlýna og þá var ekki að sökum að spyrja. Við dembdum okkur yfir í hinar öfgarnar. Hitastigið var skyndilega orðið svo ægilegt að heilsu okkar og lífríki var ógnað. Strax 14. júní birti Morgunblaðið veglega umfjöllun um það sem fæstir vilja rekast á – pöddur. Fyrirsögnin er ógnvænleg: „Innfluttar og óþarfar pöddur geta valdið miklum skaða". Gæti ég trúað því að lesendum blaðsins hafi svelgst á morgunkaffinu við þessi voveiflegu tíðindi og þá sér í lagi myndinni af skemmuköngulónni sem teygir granna limi sína yfir hálfa síðu. Að sögn Erlings Ólafssonar skordýrafræðings er ástæðan fyrir fjölgun skordýra hér á landi einföld; stóraukinn innflutningur á gróðurvörum en líka hækkandi hitastig. Í greininni er síðan skýrt frá pöddum sem blaðamaður segir „ráðast til atlögu" og „gera usla". Þau eru „mikil átvögl" og ein er meira að segja „argasta rándýr". Taldar eru upp nokkrar tegundir sem hafa numið hér land, svo sem skógarmítillinn sem getur sýkt menn af heilabólgu en líka blaðflugan sem er víst alveg meinlaus. Maður skyldi samt aldrei vera viss og inni í kústaskápnum mínum bíður gripur sem líkist tennisspaða. Ekki þarf ég annað en að leggja hann á pöddurnar, sem fyrir mér eru allar jafnóþarfar, og ýta á rauðan takka til að gefa þeim eilítið rafstuð. Fyrir þessum aldurtila hafa þær hingað til unnið sér inn með látlausu suði, svo ekki sé minnst á óprýðina sem af þeim hlýst. Héðan í frá mun ég samt líka hugsa um það hvernig húshumlan er smám saman að ryðja gamla rammíslenska móhumlukyninu úr vegi um leið og ég reiði til höggs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun
Það sem okkur tókst að barma okkur yfir þessu kalda vori. Þrátt fyrir velbyggðu húsin og upphituðu bílana leið okkur eins og við værum tötrumklæddir niðursetningar sem sendir hefðu verið upp á heiði í leitir frostaveturinn mikla og ættum von á kalsárum frá tám og upp undir handarkrika. Okkur tók sárar að sjá hitastigið falla en gengi íslensku krónunnar, enda ef til vill orðin því vön. „Það var búið að lofa / hnattrænni hlýnun," segir í Júníhreti, ljóði Gyrðis Elíassonar úr Nokkrum almennum orðum um kulnun sólar. Margir hafa eflaust hugsað svipað. Í síðustu viku fór loksins að hlýna og þá var ekki að sökum að spyrja. Við dembdum okkur yfir í hinar öfgarnar. Hitastigið var skyndilega orðið svo ægilegt að heilsu okkar og lífríki var ógnað. Strax 14. júní birti Morgunblaðið veglega umfjöllun um það sem fæstir vilja rekast á – pöddur. Fyrirsögnin er ógnvænleg: „Innfluttar og óþarfar pöddur geta valdið miklum skaða". Gæti ég trúað því að lesendum blaðsins hafi svelgst á morgunkaffinu við þessi voveiflegu tíðindi og þá sér í lagi myndinni af skemmuköngulónni sem teygir granna limi sína yfir hálfa síðu. Að sögn Erlings Ólafssonar skordýrafræðings er ástæðan fyrir fjölgun skordýra hér á landi einföld; stóraukinn innflutningur á gróðurvörum en líka hækkandi hitastig. Í greininni er síðan skýrt frá pöddum sem blaðamaður segir „ráðast til atlögu" og „gera usla". Þau eru „mikil átvögl" og ein er meira að segja „argasta rándýr". Taldar eru upp nokkrar tegundir sem hafa numið hér land, svo sem skógarmítillinn sem getur sýkt menn af heilabólgu en líka blaðflugan sem er víst alveg meinlaus. Maður skyldi samt aldrei vera viss og inni í kústaskápnum mínum bíður gripur sem líkist tennisspaða. Ekki þarf ég annað en að leggja hann á pöddurnar, sem fyrir mér eru allar jafnóþarfar, og ýta á rauðan takka til að gefa þeim eilítið rafstuð. Fyrir þessum aldurtila hafa þær hingað til unnið sér inn með látlausu suði, svo ekki sé minnst á óprýðina sem af þeim hlýst. Héðan í frá mun ég samt líka hugsa um það hvernig húshumlan er smám saman að ryðja gamla rammíslenska móhumlukyninu úr vegi um leið og ég reiði til höggs.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun