Geir: Æskilegt að þjálfarar tali saman Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. júní 2011 09:00 Formaður KSÍ segir að landsliðsþjálfarar hafi sitt frjálsræði til að sinna sínum störfum og því verði ekki breytt. Hins vegar væri æskilegt fyrir þá að starfa saman þegar þess er kostur. Hér er Geir með Ólafi Jóhannessyni, þjálfara A-liðs karla.Fréttablaðið/anton Ísland varð í 5.-6. sæti á EM U-21 liða í Danmörku sem nú stendur yfir. Ísland komst því ekki í undanúrslitin en Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er engu að síður stoltur af árangrinum. „Það er frábært að vera í 5.-6. sæti af 53 þjóðum í Evrópu. Ég er stoltur af strákunum og af frammistöðu þeirra. Við munum svo fara yfir það innan KSÍ, bæði með þjálfarateyminu og landsliðsnefndinni, hvernig til tókst og hvað hefði mátt betur fara," sagði Geir í samtali við Fréttablaðið. Lokahópur U-21 liðsins kom saman aðeins þremur dögum fyrir fyrsta leik í Danmörku og er lítill undirbúningur talinn eiga sinn þátt í því að liðið tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum. Eftir mótið sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 liðsins, að undirbúningurinn hefði verið of lítill. Íslandsmótið er líka flaggskip„Við munum fara yfir það hvort við gátum gert eitthvað betur hvað undirbúninginn varðar," sagði Geir en heil umferð fór fram í Pepsi-deildinni í vikunni fyrir Evrópumeistaramótið. „En það er ljóst að þessi mál eru flóknari en þau virðast í fyrstu. Hefðum við sleppt þessari umferð á Íslandsmótinu hefði verið mánaðarhlé í deildinni. Það tekur enginn slíka ákvörðun auðveldlega og má ekki gleyma því að Íslandsmótið er líka flaggskip íslenskrar knattspyrnu." Hann bendir einnig á að undirbúningurinn hafi falið í sér meira en bara það að finna æfingadaga fyrir liðið. „Ég held að flestir átti sig ekki á því að landsliðið á ekki rétt á leikmönnunum sem taka þátt í þessu móti. Þessi keppni fer ekki fram á alþjóðlegum leikdögum og því er félögum heimilt að banna sínum leikmönnum að taka þátt. Stór þáttur í okkar undirbúningi var að tryggja að allir okkar bestu leikmenn gætu tekið þátt í mótinu. Okkur tókst það en því var ekki að heilsa hjá öllum, eins og við vitum." Einstaklingsmunur á þjálfurumEyjólfur greindi einnig frá því eftir mótið að hann hefði átt lítið sem ekkert samstarf við Ólaf Jóhannesson, A-landsliðsþjálfara, á meðan á undankeppninni stóð. Fréttablaðið spurði Geir hvort að til stæði að taka þau mál til skoðunar innan KSÍ. „Samstarf þjálfara og viðræður þeirra á milli eru mjög æskilegar," sagði Geir. „Ég hef hins vegar á löngum ferli í knattspyrnuhreyfingunni séð að þetta er mjög misjafnt á milli þjálfara og meira ráðist af einstaklingunum sjálfum. Sumir hafa sína aðferðarfræði og telja hana rétta. Aðrir trúa á meiri samstarf og samskipti. Hver hefur sína leið." Alþjóðlegt vandamálÞað sem helst hefur verið rætt um í þessu samhengi er sú togstreita sem var á milli A- og U-21 landsliðsins um forgang á leikmönnum. Geir bendir á að samstarf og samskipti þjálfara snúist ekki um þau mál. „Að mínu viti er það tvennt ólíkt. Vandamálið með það með hvaða liði leikmenn eiga að spila er ekki íslenskt. Þetta er að stórum hluta til komið vegna þess að leikir A-liðsins, U-21 og jafnvel U-19 liðanna eru allir settir á sömu dagana. Ástæðan er sú að það eru svo fáir alþjóðlegir leikdagar og það umhverfi hafa FIFA og UEFA skapað. Því hafa þessi vandamál komið víðar upp en á Íslandi. Þetta er flækja sem við þurfum að eiga við en það vorum ekki við sem skópum þessa flækju." Fylgjast með þróuninniHins vegar neitar Geir því ekki að æskilegast væri að þjálfarar allra landsliða KSÍ myndu róa í sömu átt. „Við höfum rætt það að samræma okkar störf í landsliðum og það er allt til skoðunar. Við höfum hins vegar haft þann háttinn á að hver þjálfari hefur sitt frjálsræði og því ætlum við ekki að breyta," sagði Geir og bendir á að það henti til að mynda ekki alltaf að láta öll yngri landsliðin spila sömu leikaðferðina, til að undirbúa leikmenn fyrir það að spila með A-liðinu. „Flestir okkar þjálfarar hafa verið sammála um að það beri að móta liðið eftir þeim leikmannahópi sem hann hefur hverju sinni. Menn verða þó að fylgjast áfram með gangi mála og hvernig við getum þróað okkar knattspyrnu. Vil ég ekkert útiloka í þeim efnum." Íslenski boltinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira
Ísland varð í 5.-6. sæti á EM U-21 liða í Danmörku sem nú stendur yfir. Ísland komst því ekki í undanúrslitin en Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er engu að síður stoltur af árangrinum. „Það er frábært að vera í 5.-6. sæti af 53 þjóðum í Evrópu. Ég er stoltur af strákunum og af frammistöðu þeirra. Við munum svo fara yfir það innan KSÍ, bæði með þjálfarateyminu og landsliðsnefndinni, hvernig til tókst og hvað hefði mátt betur fara," sagði Geir í samtali við Fréttablaðið. Lokahópur U-21 liðsins kom saman aðeins þremur dögum fyrir fyrsta leik í Danmörku og er lítill undirbúningur talinn eiga sinn þátt í því að liðið tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum. Eftir mótið sagði Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 liðsins, að undirbúningurinn hefði verið of lítill. Íslandsmótið er líka flaggskip„Við munum fara yfir það hvort við gátum gert eitthvað betur hvað undirbúninginn varðar," sagði Geir en heil umferð fór fram í Pepsi-deildinni í vikunni fyrir Evrópumeistaramótið. „En það er ljóst að þessi mál eru flóknari en þau virðast í fyrstu. Hefðum við sleppt þessari umferð á Íslandsmótinu hefði verið mánaðarhlé í deildinni. Það tekur enginn slíka ákvörðun auðveldlega og má ekki gleyma því að Íslandsmótið er líka flaggskip íslenskrar knattspyrnu." Hann bendir einnig á að undirbúningurinn hafi falið í sér meira en bara það að finna æfingadaga fyrir liðið. „Ég held að flestir átti sig ekki á því að landsliðið á ekki rétt á leikmönnunum sem taka þátt í þessu móti. Þessi keppni fer ekki fram á alþjóðlegum leikdögum og því er félögum heimilt að banna sínum leikmönnum að taka þátt. Stór þáttur í okkar undirbúningi var að tryggja að allir okkar bestu leikmenn gætu tekið þátt í mótinu. Okkur tókst það en því var ekki að heilsa hjá öllum, eins og við vitum." Einstaklingsmunur á þjálfurumEyjólfur greindi einnig frá því eftir mótið að hann hefði átt lítið sem ekkert samstarf við Ólaf Jóhannesson, A-landsliðsþjálfara, á meðan á undankeppninni stóð. Fréttablaðið spurði Geir hvort að til stæði að taka þau mál til skoðunar innan KSÍ. „Samstarf þjálfara og viðræður þeirra á milli eru mjög æskilegar," sagði Geir. „Ég hef hins vegar á löngum ferli í knattspyrnuhreyfingunni séð að þetta er mjög misjafnt á milli þjálfara og meira ráðist af einstaklingunum sjálfum. Sumir hafa sína aðferðarfræði og telja hana rétta. Aðrir trúa á meiri samstarf og samskipti. Hver hefur sína leið." Alþjóðlegt vandamálÞað sem helst hefur verið rætt um í þessu samhengi er sú togstreita sem var á milli A- og U-21 landsliðsins um forgang á leikmönnum. Geir bendir á að samstarf og samskipti þjálfara snúist ekki um þau mál. „Að mínu viti er það tvennt ólíkt. Vandamálið með það með hvaða liði leikmenn eiga að spila er ekki íslenskt. Þetta er að stórum hluta til komið vegna þess að leikir A-liðsins, U-21 og jafnvel U-19 liðanna eru allir settir á sömu dagana. Ástæðan er sú að það eru svo fáir alþjóðlegir leikdagar og það umhverfi hafa FIFA og UEFA skapað. Því hafa þessi vandamál komið víðar upp en á Íslandi. Þetta er flækja sem við þurfum að eiga við en það vorum ekki við sem skópum þessa flækju." Fylgjast með þróuninniHins vegar neitar Geir því ekki að æskilegast væri að þjálfarar allra landsliða KSÍ myndu róa í sömu átt. „Við höfum rætt það að samræma okkar störf í landsliðum og það er allt til skoðunar. Við höfum hins vegar haft þann háttinn á að hver þjálfari hefur sitt frjálsræði og því ætlum við ekki að breyta," sagði Geir og bendir á að það henti til að mynda ekki alltaf að láta öll yngri landsliðin spila sömu leikaðferðina, til að undirbúa leikmenn fyrir það að spila með A-liðinu. „Flestir okkar þjálfarar hafa verið sammála um að það beri að móta liðið eftir þeim leikmannahópi sem hann hefur hverju sinni. Menn verða þó að fylgjast áfram með gangi mála og hvernig við getum þróað okkar knattspyrnu. Vil ég ekkert útiloka í þeim efnum."
Íslenski boltinn Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira