Þriðja stigamót ársins á Eimskipsmótaröðinni í golfi hófst í gær á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Ungir kylfingar gáfu tóninn í karlaflokknum þar sem að Andri Már Óskarsson úr GHR á Hellu lék best allra á 68 höggum eða 3 höggum undir pari.
Andri fékk alls 5 fugla (-1) á hringnum og 2 skolla (+2) en alls verða leiknar 54 holur á þessu móti eða þrír 18 holu hringir. Helgi Runólfsson úr GK lék einnig vel í gær en hann er í öðru sæti -2, eða 69 höggum.
Kristján Þór Einarsson úr Kili Mosfellsbæ er þriðji á -1 eða 70 höggum. Stigahæstu kylfingar Eimskipsmótaraðarinnar eru ekki langt á eftir. Stefán Már Stefánson úr GR er efstur á þeim lista en hann lék á pari vallar í gær eða 71 höggi. Alls eru 111 kylfingar í karlaflokknum.
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni Akranesi er efst í kvennaflokknum en hún er á +1, eða 72 höggum. Valdís fékk einn örn (-2) á hringnum á 7. braut sem er par 5 hola. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er önnur á 73 höggu og höggi þar á eftir er Tinna Jóhannsdóttir úr GK.
Alls eru 26 keppendur í kvennaflokknum en keppni lýkur síðdegis á sunnudag.
Andri Már og Valdís Þóra leiða
Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar

Mest lesið

Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti

Gary Martin aftur í ensku deildina
Fótbolti


Furðu erfitt að mæta systur sinni
Fótbolti

„Ég hefði getað sett þrjú“
Íslenski boltinn

Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn
Íslenski boltinn



