Hetjur óskast Sigurður Árni Þórðarson skrifar 28. júní 2011 11:00 Ég minnist stúlku, sem óð inn í miðjan strákahóp til að verja varnarlausan dreng. Hún sýndi hugrekki. Ég minnist félaga, sem hjólaði í valdakerfi og forkólfa þess vegna þess að honum misbauð óréttlæti. Ég veit um nokkur, sem hafa staðið með fórnarlömbum þrátt fyrir hæðnisglósur og þrýsting. Þau eru hetjur og ég dáist að þeim. Formæður okkar og karlar þeirra höfðu hugmyndir um hvað þyrfti að kenna börnum til lífs og farsældar. Dyggðalistar voru skráðir og lastalistar líka. Sumir urðu til í skugga musteranna, en aðrir á vígvöllum og við líkbörur. Því betur sem ég skoða samfélag okkar, því sannfærðari verð ég um nauðsyn nokkurs konar þjóðræðu um siðvit fyrir framtíð. Skóli og kirkja hafa köllun í því máli og hlutverki að gegna. Við síðustualdamót var gerð könnun á gildum og löstum Íslendinga á þeim tímamótum. Íslendingar töldu sig þá vera duglega, áræðna, opna, réttláta, ræktarsama við þjóðmenningu og land, vera friðsama, umburðarlynda, sjálfstæða og töldu sig líka vera húmorista! Lastamegin var til dæmis agaleysi, neysla, asasótt, efnisdýrkun, meðvirkni, höfðingadýrkun, guðleysi, sýndarsókn, hroki og vinnuþrælkun! Veikleika og styrkleika þarf að tékka reglulega. Hið eftirsóknarverða þarf að nefna og setja í forgang. Engin viska verður til nema einstaklingar og mannfélagið allt ræði gildi sín og viðurkenni hvaða lesti ber að forðast. Er græðgi einhvern tíma góð? Hugrekki er ekki á þessum Íslandslista og virðist orðið fágætt. Eru hetjur sem næst útdauðar? Fáir málsvarar spretta fram þegar á fólk er hallað og það beitt órétti. Enginn skortur er á sýndarmennum eða á fífldirfsku. Í siðklemmum og átökum reynir á fólk. Mér sýnist þorri Íslendinga vera gungur, sem læðast burt eins og hýenur þegar fólk er beitt órétti, vilja ekki ógna eigin öryggi þegar fólk er beitt félagslegu, kynferðislegu og andlegu ofbeldi. Þau eru of fá sem standa víllaus með fórnarlömbum. Af hverju hefur hugprýðin verið gengisfelld? Er það ekki orðið sjúkt samfélag, sem beitir hetjur og málsvara réttlætis einelti og jafnvel þöggun? Hvort ertu gunga eða hugprúð? Það er engin hugdirfska að verja eigið vígi og hagsmuni. En þegar þú stendur við hlið þeirra sem verða fyrir órétti, þorir að fórna eigin hag í þágu hinna niðurþrykktu, kemur dýrmæti þitt í ljós, innræti þitt. Þau sem verja réttlæti og fórna jafnvel eigin öryggi eru okkar dýrmætasta fólk – hinir slípuðu demantar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun
Ég minnist stúlku, sem óð inn í miðjan strákahóp til að verja varnarlausan dreng. Hún sýndi hugrekki. Ég minnist félaga, sem hjólaði í valdakerfi og forkólfa þess vegna þess að honum misbauð óréttlæti. Ég veit um nokkur, sem hafa staðið með fórnarlömbum þrátt fyrir hæðnisglósur og þrýsting. Þau eru hetjur og ég dáist að þeim. Formæður okkar og karlar þeirra höfðu hugmyndir um hvað þyrfti að kenna börnum til lífs og farsældar. Dyggðalistar voru skráðir og lastalistar líka. Sumir urðu til í skugga musteranna, en aðrir á vígvöllum og við líkbörur. Því betur sem ég skoða samfélag okkar, því sannfærðari verð ég um nauðsyn nokkurs konar þjóðræðu um siðvit fyrir framtíð. Skóli og kirkja hafa köllun í því máli og hlutverki að gegna. Við síðustualdamót var gerð könnun á gildum og löstum Íslendinga á þeim tímamótum. Íslendingar töldu sig þá vera duglega, áræðna, opna, réttláta, ræktarsama við þjóðmenningu og land, vera friðsama, umburðarlynda, sjálfstæða og töldu sig líka vera húmorista! Lastamegin var til dæmis agaleysi, neysla, asasótt, efnisdýrkun, meðvirkni, höfðingadýrkun, guðleysi, sýndarsókn, hroki og vinnuþrælkun! Veikleika og styrkleika þarf að tékka reglulega. Hið eftirsóknarverða þarf að nefna og setja í forgang. Engin viska verður til nema einstaklingar og mannfélagið allt ræði gildi sín og viðurkenni hvaða lesti ber að forðast. Er græðgi einhvern tíma góð? Hugrekki er ekki á þessum Íslandslista og virðist orðið fágætt. Eru hetjur sem næst útdauðar? Fáir málsvarar spretta fram þegar á fólk er hallað og það beitt órétti. Enginn skortur er á sýndarmennum eða á fífldirfsku. Í siðklemmum og átökum reynir á fólk. Mér sýnist þorri Íslendinga vera gungur, sem læðast burt eins og hýenur þegar fólk er beitt órétti, vilja ekki ógna eigin öryggi þegar fólk er beitt félagslegu, kynferðislegu og andlegu ofbeldi. Þau eru of fá sem standa víllaus með fórnarlömbum. Af hverju hefur hugprýðin verið gengisfelld? Er það ekki orðið sjúkt samfélag, sem beitir hetjur og málsvara réttlætis einelti og jafnvel þöggun? Hvort ertu gunga eða hugprúð? Það er engin hugdirfska að verja eigið vígi og hagsmuni. En þegar þú stendur við hlið þeirra sem verða fyrir órétti, þorir að fórna eigin hag í þágu hinna niðurþrykktu, kemur dýrmæti þitt í ljós, innræti þitt. Þau sem verja réttlæti og fórna jafnvel eigin öryggi eru okkar dýrmætasta fólk – hinir slípuðu demantar.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun