Pistillinn: Ekki væla yfir dómaranum í fjölmiðlum Hlynur Bæringsson skrifar 2. júlí 2011 10:30 Liðsfélagarnir Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson Mynd/Valli Það er oft þægilegt að hafa einhvern til að skella skuldinni á þegar illa gengur. Réttlæta lélega frammistöðu. Ég þekki það enda oft gert það sjálfur, íþróttahúsið lélegt, rútan óþægileg, hinir gaurarnir mun stærri, miklu ríkari líka og eiga því að geta eitthvað, ég stóð mig því fínt „per dollar“. Ég spilaði við Yao Ming, hann át okkur lifandi, en miðað við launin hans þá vann ég eiginlega. Algengast er þó að kenna blessuðum dómurunum um, því þeir eru eins og við íþróttamennirnir, sumir geta verið besti íþróttamaður vallarins á meðan aðrir eru alveg úti á túni og hafa litla tilfinningu fyrir leiknum. Ég er ábyggilega ekki auðveldasti leikmaðurinn fyrir dómara. Ég hef stundum viðrað skoðanir mínar aðeins of mikið fyrir þeirra smekk, enda hef ég alltaf rétt fyrir mér–að eigin mati. Ég vorkenni þeim ekkert sérstaklega að hlusta á og stjórna íþróttamönnum með adrenalínið í botni. Það er hluti af starfinu, svo lengi sem menn fara ekki yfir strikið og eru ekki persónulegir. Í úrvalsdeildunum fá dómarar ágætlega borgað og þola því alveg smá læti. Hins vegar ættu íþróttamenn að forðast það að gagnrýna dómara í fjölmiðlum af tveimur ástæðum. Sú fyrri og augljósari er að það er ekki hluti af þeirra starfi að láta hrauna yfir sig þar. Sú ástæða er dómarans vegna. Hin er fyrir leikmanninn/þjálfarann, því aldrei líta menn jafn illa og aumingjalega út í fjölmiðlum eins og þegar þeir væla yfir dómaranum. Sérstaklega þeir sem gera það oft. Í fótboltanum hérna heima eru tveir þjálfarar sem tapa aldrei nema dómarinn hafi verið á móti þeim, jafnvel þó að mati sérfræðinga séu liðin þeirra bara alls ekkert góð í fótbolta. Það síðasta sem mér dettur í hug þegar þeir væla undan dómaranum er að dómarinn hafi í raun verið lélegur. Frekar að liðið sé almennt lélegra en hin liðin. Enda kemur yfirleitt í ljós að dómarinn hafði rétt fyrir sér, þó að sjálfsögðu með undantekningum. Oft eru dómarar lélegir og eiga skilið að vera skammaðir, eins og leikmennirnir. Best er þó fyrir báða aðila að sleppa því í fjölmiðlum. Sérstaklega fyrir íþróttamennina, því þá líta þeir út eins og fífl. Pistillinn Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Það er oft þægilegt að hafa einhvern til að skella skuldinni á þegar illa gengur. Réttlæta lélega frammistöðu. Ég þekki það enda oft gert það sjálfur, íþróttahúsið lélegt, rútan óþægileg, hinir gaurarnir mun stærri, miklu ríkari líka og eiga því að geta eitthvað, ég stóð mig því fínt „per dollar“. Ég spilaði við Yao Ming, hann át okkur lifandi, en miðað við launin hans þá vann ég eiginlega. Algengast er þó að kenna blessuðum dómurunum um, því þeir eru eins og við íþróttamennirnir, sumir geta verið besti íþróttamaður vallarins á meðan aðrir eru alveg úti á túni og hafa litla tilfinningu fyrir leiknum. Ég er ábyggilega ekki auðveldasti leikmaðurinn fyrir dómara. Ég hef stundum viðrað skoðanir mínar aðeins of mikið fyrir þeirra smekk, enda hef ég alltaf rétt fyrir mér–að eigin mati. Ég vorkenni þeim ekkert sérstaklega að hlusta á og stjórna íþróttamönnum með adrenalínið í botni. Það er hluti af starfinu, svo lengi sem menn fara ekki yfir strikið og eru ekki persónulegir. Í úrvalsdeildunum fá dómarar ágætlega borgað og þola því alveg smá læti. Hins vegar ættu íþróttamenn að forðast það að gagnrýna dómara í fjölmiðlum af tveimur ástæðum. Sú fyrri og augljósari er að það er ekki hluti af þeirra starfi að láta hrauna yfir sig þar. Sú ástæða er dómarans vegna. Hin er fyrir leikmanninn/þjálfarann, því aldrei líta menn jafn illa og aumingjalega út í fjölmiðlum eins og þegar þeir væla yfir dómaranum. Sérstaklega þeir sem gera það oft. Í fótboltanum hérna heima eru tveir þjálfarar sem tapa aldrei nema dómarinn hafi verið á móti þeim, jafnvel þó að mati sérfræðinga séu liðin þeirra bara alls ekkert góð í fótbolta. Það síðasta sem mér dettur í hug þegar þeir væla undan dómaranum er að dómarinn hafi í raun verið lélegur. Frekar að liðið sé almennt lélegra en hin liðin. Enda kemur yfirleitt í ljós að dómarinn hafði rétt fyrir sér, þó að sjálfsögðu með undantekningum. Oft eru dómarar lélegir og eiga skilið að vera skammaðir, eins og leikmennirnir. Best er þó fyrir báða aðila að sleppa því í fjölmiðlum. Sérstaklega fyrir íþróttamennina, því þá líta þeir út eins og fífl.
Pistillinn Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira