Börnin njóta myndanna 5. júlí 2011 13:00 Bergrún segir að heimasíða Innlits/útlits, innlitutlit.is, verði virk í sumar. Þar er ýmis ráð að finna. Fréttablaðið/GVA „Ég málaði herbergi fyrir son minn sem part af hreiðurgerðinni þegar ég var ólétt," segir Bergrún Íris Sævarsdóttir teiknari og annar stjórnanda sjónvarpsþáttarins Innlit/útlit á Skjá einum. Verkefnið vatt upp á sig og hún hefur gert barnaherbergi víðar. Bergrún gefur sér tíma til að líta upp úr verkefni dagsins og segja blaðamanni frá. „Núna er ég að mála herbergi barns sem á foreldra sem báðir eru tónlistarmenn. Það eru þau Gunnar Ben í Skálmöld og Þóra Marteinsdóttir tónskáld sem báðu mig um að kíkja á herbergið. Það lá beinast við að gera líflegt herbergi með hljóðfærum." Bergrún segir að hún hafi í byrjun ákveðið að hafa formin sem hún málar einföld. „Það var upprunalega hugmyndin. Mér finnst veggfóður og borðar óþarflega flóknir fyrir lítil börn, þessi allra yngstu. Ég vil að börnin geti notið myndanna," segir Bergrún og bætir við að barnaleikföng séu nógu litrík til þess að lífga upp á herbergið. „Sonur minn er tuttugu mánaða núna og elskar dýrin á veggnum. Hann vaknar á morgnana og byrjar að gera apahljóð og fílahljóð því dýrin eru við rúmið. Það er mjög gaman að vakna við það," upplýsir Bergrún brosandi. Innt eftir því hvernig Bergrún málar herbergin segir hún: „Þegar ég málaði vegginn hjá syni mínum þá gerði ég það fríhendis. Núna hef ég verið að prufa mig áfram með að búa til stensla," útskýrir Bergrún sem segir það spara tíma. „Hvert herbergi á að vera einstakt. Ég nýti kannski sömu dýr nokkrum sinnum, en bæti þá einhverju öðru við."En hvað er á döfinni hjá þér núna? „Ég er að fara að gera rosa flott víkingaherbergi í næstu viku. Ég er mjög spennt fyrir því," segir Bergrún og heldur áfram: „Foreldrarnir eru víkingar og sonur þeirra tekur þátt í því með þeim. Herbergið hans er samt enn þá á hugmyndastigi." Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni bergruniris.com. martaf@frettabladid.is Hús og heimili Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
„Ég málaði herbergi fyrir son minn sem part af hreiðurgerðinni þegar ég var ólétt," segir Bergrún Íris Sævarsdóttir teiknari og annar stjórnanda sjónvarpsþáttarins Innlit/útlit á Skjá einum. Verkefnið vatt upp á sig og hún hefur gert barnaherbergi víðar. Bergrún gefur sér tíma til að líta upp úr verkefni dagsins og segja blaðamanni frá. „Núna er ég að mála herbergi barns sem á foreldra sem báðir eru tónlistarmenn. Það eru þau Gunnar Ben í Skálmöld og Þóra Marteinsdóttir tónskáld sem báðu mig um að kíkja á herbergið. Það lá beinast við að gera líflegt herbergi með hljóðfærum." Bergrún segir að hún hafi í byrjun ákveðið að hafa formin sem hún málar einföld. „Það var upprunalega hugmyndin. Mér finnst veggfóður og borðar óþarflega flóknir fyrir lítil börn, þessi allra yngstu. Ég vil að börnin geti notið myndanna," segir Bergrún og bætir við að barnaleikföng séu nógu litrík til þess að lífga upp á herbergið. „Sonur minn er tuttugu mánaða núna og elskar dýrin á veggnum. Hann vaknar á morgnana og byrjar að gera apahljóð og fílahljóð því dýrin eru við rúmið. Það er mjög gaman að vakna við það," upplýsir Bergrún brosandi. Innt eftir því hvernig Bergrún málar herbergin segir hún: „Þegar ég málaði vegginn hjá syni mínum þá gerði ég það fríhendis. Núna hef ég verið að prufa mig áfram með að búa til stensla," útskýrir Bergrún sem segir það spara tíma. „Hvert herbergi á að vera einstakt. Ég nýti kannski sömu dýr nokkrum sinnum, en bæti þá einhverju öðru við."En hvað er á döfinni hjá þér núna? „Ég er að fara að gera rosa flott víkingaherbergi í næstu viku. Ég er mjög spennt fyrir því," segir Bergrún og heldur áfram: „Foreldrarnir eru víkingar og sonur þeirra tekur þátt í því með þeim. Herbergið hans er samt enn þá á hugmyndastigi." Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni bergruniris.com. martaf@frettabladid.is
Hús og heimili Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Bíó og sjónvarp Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira